Auglýsarinn - 14.12.1902, Side 3
14. desembr. 1902[.
AUGLÝSARINN.
181
fasta, en yfirmaður á skipínu
hjet að gefa 1000 kr. þeim manni
sem næði i morðingjann.
Tveim dögnm síðar var það,
að lögreglumaður var á gangi
snemma morguns á gripatorginu.
í Aþenuborg, þá sjer hann mann
gauga í sjólíðafötum, nema hvað
stafina vantaði á húfu hans; sá
maðnr var máttfarinn og veiklu-
legur að sjá; löggæzlumanni
þótti hann tortryggilegur og
vildi hafa af honum sannar sögur
og fór með hann „á kontórinn11;
reyndist þá, að þetta var Köler
er allir hjeidu að drepinn hefði
verið, og komst nú upp allt hið
sanna. Hann hafði komizt að
þvi að peningar voru geymdir í
skápnum og drepið félaga sinn>
til þess að ná í þá, kastað líkinu
fyrir borð og eins skápnum, er
hann komst ekki í haun, Eftir
það hafði hann falið sig í hellis-
skúta og legið þar í 5 dægur,
en þá svarf sulturinn svo að
honum, að hann varð að hafa
sig á kreik, og gekk þá beint 1
greipar lögreglunnar. Hann bar
sig aumlega og skalf og nötrað1
er hanu varð að segja hið sanna
af ódáðaverki siuu. — Lögreglu-
maðurinn sem tók hann fastan,
vildi ekki þiggja einn eyri af
því fje er yfirmaður á skipinu, v-
Reuter, hafði sett til höfuðs morð'
inganum, vegnaþess að það hefði
heyrzt eftir honum, að „þeir
grískn þo: parar“ mundu hafa
framið morðið og urðu Grikkir
fegnir því stórlæti.
1 Frakklandi virðist stjórn-
arbreyti' g vera í nánd, sú stjórn
sem nú situr við völdum er ein-
hver hin svæsnasta sem við völd
hefur verið síðan þjóðveldið var
stofnað, og aflað óvinsælda utan-
lands og innanlands sjerstaklega,
með því að ganga með oddi og
egg að því að loka nunnuskólun-
um um endilangt Frakkland.
Landslýður h?fur verið öndverð-
ur gegn því, og sumstaðar, t. d.
í Vendé, hafa bændur haft lið-
safnað og varið skólana vopnum,
en herlið heíir orðið að skerast í
leikinn. — Nú virðist svo sem
mótstöðuroenn stjórnarinnar hafi
samtök um að steypa henni, og
ríða þar fyrst á garðinn sem hann
er hæstur, þar sem fyrir er ut-
anríkisráðgjafinn Delcaasé, enhann
þykir einna mestur fyrir sjer af
ráðgjöfunum; þykir björninnsama
sem unninn þegar hann er frá.
Samningur nokkur sem hann hef-
ur nýlega gert við Siam er gerð-
ur að ágreiningsefni. Sagt er að
G. Hanotaux, sem áður hefur ver-
ið utanríkisráðgjafi, og einhver
hinn slingasti stjórnmálamaður
sem Frakkar eiga, standi á bak
við og blási að kolunum, en sá
heitir Doumer, er mest hefur sig
frammi, og er formaður í fjár-
laganefnd á franska þinginu,
slunginn maður og metnaðargjarn
og hefur verið landstjóri Frakka
í Asíu.
Chamberlain er lagður af
stað í leiðangurinn til Suðuraf-
ríku, og voru honum haldnar
veizlur á ýmsum stöðum áður en
hann fór. Hann lét sem hann
hygði gott til fararinnar, sagð-
ist vona að hún yrði landinu til
heilla og haroingju, og að sér
auðnaðist að jafna misklíð og
gera alla ánægða. En þeir sem
til þekkja, ætla að starf hans
muni ekki verða sem auðveldast.
Annarsvegar eru Búar sigraðirað
vísu en ekki kúgaðir né kjark-
lausir, hinsvegar er við Uitland-
ers, eða útlendinga að eiga.
Þeirra vegna fóru Englending-
ar í stríðið. eða réttara sagt vegna
auðmannanna þeirra á meðal, sem
áttu gullnámur og demantsnámur
víðsvegar um Suðurafríku. Nú
vilja Englendingar að þeir láti
nokkuð af hendi rakna til her-
kostnaðarins, en þeir taka þar
þvert fyrir og heimta þar á ofan
skaðabætur fyrir fjártjón og her-
virki. Er af öllu þessu hin mesta
úlfúð og sundurlyndi þar í landi,
og þykist landstjórinn, lord Miln-
er ekki mega einn um véla. En
Englendingar ætla Camberlain
nær ekkert ófært og treysta því
fastlega að hann muni kippa öllu
í lag þar syðra.
BLag: HJA Goðltmmli & Olæsisvöllum.
ji Guöjóni úrsmið
er óta) margt að sjá,
úrin stór og smá,
og stúlkurnar verða svo brosleitar
á brá,
sem brjóstnælur af honum kaupa.
Hjá Guðjóni fást bækur
með sólgyllt silfurspjöld. —
Seint um vetrarkvöld
við skinandi gluggann hans stendur
stúlkna fjöld
og starir á dýrðina hissa.
Og ástarguðinn fá þær
þar fyrir gæða-verð, —
feikna hringa mergð, —
að kaupa’ af honum ekki er nein
ónýtisferð
þær út verða gengnar eftir viku.
Og Bakkus á tunnu
þar situr, hreykir sjer,
silfurlit hann ber.
Og lautonantar, stúdentar.
stoitslegir hjer
við stúlkurnar ungu ukokettera”.
Guðjón er sjálfur
svo glaður og hýr,
yiir gulli býr.
Hann selur fjarska ubillega”, en
sjálfur er hann dýr
og silfurskraut hans smiðað af
dvergum.
Og trúlofunarhringinn
ef takið þið þar,
trú mjer, fallegar
þá svikjá ykkur aldrei um eilífð
stúlkurnar
þvi álög á hringum þeim liggja.
*
Hjá Olafi’ og Magnúsi
er ódýrt margt að sjá,
æði margt að fá,
en allt er samt Guðjóni indælast
hjá.
og uekta” og uprima” er þar hver
gripur.
Hæstmóöins skáldsagnahöf-
undur,
Hún sá ekki framan í hann,
þegar hann féll á kné fyrir
framan hana og bað hennar.
Raunar þótti henni það gott, að
hún sá ekki framan í hann, þvi
henni fannst að hún mundi varla
þola að horfa upp á þau von-