Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.12.1993, Qupperneq 2
Nýtt fræðslurit
Nýlegaerkominnútávegum félagsins
fjögurra síðna fræðslubæklingur:
„Vertuvakandi þóttþúsértungur“.Er
hann einkum ætlaður ungum piltum
og á að kenna þeim að þekkja nokkur
fyrstu einkenni krabbameins í eistum.
Texúnn er stuttur og honum fylgja
teikningar. Bæklingnum verður dreift
í framhaldsskólum og efsta bekk
grunnskóla, auk þess sem hann liggur
frammi á heilsugæslustöðvum og í
mörgum apótek-
um. Að þessum
nýja bæklingi
meðtöldum em á
dreifingarlista
félagsins 19 smárit
í flokki Fræðslurita
Krabbameinsfé-
lagsins.
Nýr heiðursfélagi
|||, Dr. Gunnlaugur Snædal
111 prófessor var kjörinn
heiðursfélagi K.R. á síðasta
: aðalfundi. Gunnlaugur sat í
f stjóm félagsins á árunum 1966
til 1979 og var formaður allan
þann tíma. Félagið hefur frá upphafi
kjörið tíu heiðursfélaga. Hinir em:
Alfreð Gíslason læknir, Bjarni
Bjamason læknir, Gísli Fr. Petersen
dr. med., Gísli Sigurbjörnsson
forstjóri, Halldóra Thoroddsen
aðalgjaldkeri, Jón Oddgeir Jónsson
ffamkvæmdastjóri, Ólafúr Bjamason
læknir, Sigríður Eiríksdóttir
hjúkrunarkona og Sveinbjörn
Jónsson hæstaréttarlögmaður. Tveir
heiðursfélaganna, dr. Gísli og Jón
Oddgeir, létust á tímanum milli
aðalfunda 1992 og 1993. Varþeirra
minnst á aðalfundinum.
Til félagsmanna:
Hefurðu greitt
félagsgjaldið?
Fyrir nokkru voru félögum (öðrum
en ævifélögum) sendir gíróseðlar til
greiðslu félagsgjalda fyrir árið 1993.
Árgjaldið er kr. 600. Þegar hafa
fjölmargir brugðist vel við og sent
greiðslu.
Hinir eru vinsamlegast beðnir um að
borga við fyrstu hentugleika og sýna
með því samstöðu um markmið
félagsins og mikilvæga starfsemi.
Stuðningur ykkar er okkar vopn!
Til lesenda
Blað þetta er ekki sent félagsmönnum einum
heldur og mörgum öðrum á félagssvæðinu sem
hafa verið traustir þátttakendur í happdrætti
Krabbameinsfélagsins undanfarin ár. Vonum
við að þeim falli vel að fá þessar fréttir af
starfmu. Óski þeir að gerast félagsmenn nægir
að tilkynna það í síma 621414.