Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.12.1993, Page 4
Þriggja ára átak um börn og
óbeinar reykingar
Krabbameinsfélögin á Norðurlöndum hafa sameinast um að standa
að víðtækri fræðslu um börn og óbeinar reykingar árin 1993-1995.
Áhersla verður lögð á rétt barna til að alast upp í reyklausu umhverfi.
Ástæðan fyrir þessu frumkvæði er sú staðreynd að áhrif óbeinna
reykinga bitna hvað harðast á börnum - og einnig sú að börn eru
vissulega næm fyrir reykingafordæmi uppalenda sinna.
Fyrsta árið er fjallað um umhverfi bama á
leikskólum, annað árið um umh verfi þeirra
hjá dagmæðrum og þriðja árið verða
foreldrar og heimili í kastljósinu.
Fyrsti þátturinn í átakinu var könnun meðal
starfsfólks leikskóla á reykingum og
afstöðu til óbeinna reykinga og vama gegn
þeim. Einnig var leitað upplýsinga um
hvaða reglur giltu um takmörkun reykinga
í leikskólum. Krabbameinsfélag
Reykjavíkur tók að sér að standa fyrir
könnun þessari fyrir hönd Krabba-
meinsfélags íslands. Gögn vom send um
það bil 200 leikskólum um allt land og
hafa svör borist frá miklum meirihluta
þeirra. Verið er að vinna úr þessum
gögnum. Víða urðum við vör við mikinn
stuðning við þessa könnun og þakklæti
fyrir forvarnarstarf á þessum vettvangi.
Annar þáttur átaksins var ráðstefna
norrænu krabbameinsfélaganna í Osló 11.
og 12.októbersl. umréttbamatilreyklauss
andrúmslofts. Guðmundur Árni
Stefánsson heilbrigðisráðherra ávarpaði
ráðstefnuna ásamt fulltrúum hinna
norrænu ríkjanna. Meðal þeirra sem fluttu
fræðileg erindi var Sveinn Magnússon
héraðslæknir. Hann talaði einkanlega um
hvaða áhrif umhverfisþættir hafa á það
hvort böm og unglingar byrja að reykja.
Hann og Guðrún Agnarsdóttir forstjóri
K.í. tóku þátt í pallborðsumræðum þar
sem urðu m.a. orðaskipti við fullrúa tóbaks-
framleiðenda.
Börnin tóku þátt
Mikla athygli vakti þátttaka bama í
ráðstefnunni. Börn frá Danmörku,
Finnlandi, íslandi, Noregi og S víþjóð lásu
ávarp sitt til foreldra sinna og annarra
uppalenda þar sem skorað er á þá að hlífa
bömum við tóbaksreyk, reyna að leggja
tóbakið alveg á hilluna og hjálpa til að gera
allt umhverfi bama reyklaust. Ávarpið var
lesið á hverju tungumáli fyrir sig og var
það afar áhrifaríkt. ísland átti einn fulltrúa
í þessum skeleggahópi, 11 árastúlku, sem
heitir Sonja Björg Hlynsdóttir. Einnig flutti
norskur barnaleikhópur söngleik um
óbeinar reykingar. Var hann saminn
sérstaklega fyrir ráðstefnuna, bráð-
skemmtilegur og vel fluttur.