Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.03.2005, Side 2

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur - 01.03.2005, Side 2
Myndband um krabbamein í blöðruhálskirtli Góðir hálsar eru stuðningshópur karla sem fengið hafa krabbamein í blöðru- hálskirtil. Hópurinn starfar undir vemd- arvæng Krabbameinsfélags Reykja- víkur. A síðasta ári barst okkur danskt myndband um krabbamein í blöðru- hálskirtli sem unnið var að frumkvæði PROPA (Prostatacancer patientfören- ingen) sem eru dönsk samtök sjúklinga með krabbamein í blöðruhálskirtli. Góðir hálsar fengu leyfi til að nýta mynd- bandið og láta þýða það. Reykbindindisnámskeið Fyrsta reykleysisnámskeiði Krabba- meinsfélags Reykjavíkur í ár er nýlokið. Þátttakendur voru fjórtán. Námskeiðið gekk vel og þátttakendur stóðu sig með prýði. Verið er að saíha skráningum fyrir næsta námskeið og vonir standa til að það fari af stað strax eftir páska. Reyklausir vinnustaðir Auk námskeiðanna höfúm við einnig unnið í vaxandi mæli með fyrirtækjum sem vilja styðja starfsfólk sitt til reykleysis, og veitt þeim leiðsögn til þess að gera vinnustaðinn reyklausan. Sem liður í þessari starfsemi höfúm við í samvinnu við prentsmiðjuna Gutenberg útbúið bækling sem heitir „Reyklaus vinnustaður“. Hann verður notaður til kynningar á þeirri aðstoð sem við bjóðum fyrirtækjum upp á. Myndbandið er framleitt í þeim tilgangi að unnt sé að taka það með sér heim, þannig að sjúklingar og aðstandendur geti kynnt sér betur staðreyndir um sjúkdóminn og viðbrögð við honum. Lyfjafyrirtækið AstraZenica kostaði vinnslu myndbandsins og kunna Góðir hálsar og Krabbameinsfélagið fyrirtæk- inu bestu þakkir fyrir. Myndbandinu verður dreift víða, m.a. á almenningsbókasöfn og þjónustumið- stöðvar Krabbameinsfélagins á næst- unni.

x

Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Takmark - Fréttabréf Krabbameinsfélags Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/277

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.