Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1925, Síða 4

Veðráttan - 01.01.1925, Síða 4
Hvassviðri. Mámiðurinn var mjög stormasamur. Hjer verða taldir helstu stormdagar, en svo nefnast dagar, þegar veður- hæðin einhvern tíma dags verður 9 eða meira. Þ. 1. og 2. var norðan stormur sumstaðar á Vestur- ogNorðurlandi, og í Olafs- firði er getið unr nokkur spell af sjávarróti. Nóttina milli þ. 11. og 12. ofsa-rok af suðvestri og vestri sumstaðar á Norður- og Austurlandi. í Kræklingahlíð féllu 10 símastaurar og frá Bakkafirði (Þorvaldsstöðum) er þess getið, að hús hafi fokið af grunni og þök af húsum, bátar brotnað og einn maður meiðst. Frá 14.—21. voru sífeldir stormar. Þ. 15. tók mann út af togaranum Snorra Goða út af Gróttu. Um annað tjón af storm- unum þ. 15. og 16. er ekki getið, en þ. 17. var ofsarok af út- suðri um alt land. Þá strandaði vélbáturinn Hákon á Hólatöng- um við Bolungavík, menn björguðust. Hvasst var víða næstu daga, einkum þ. 19., en þó tók út yfir miðvikudaginn þ. 21. Gerði þá aftakaveður af suðri, og var hvassast í vesturhluta landsins, veðurhæðin var 11—12. Því miður hafa ekki ennþá verið efni á því að kaupa vindhraðamæla handa stöðvunum, svo að veðurhæðin er áætluð. Talsvert víða skemdust hús og önnur mannvirki á landi, og sömuleiðis skemdust skip og bátar á liöfnum inni. A Isafirði, í Hnífsdal og Álftafirði er sagt að sokkið hafi eða brotnað í spón 6 vélbátar, en mestar munu skemdirnar hafa orðið af völdum sjávargangs, sem samfara varð ofviðrinu við suðurströnd landsins. Braut sjórinn og eyddi sjávarvörnum við Stokkseyri, Eyrarbakka og Grindavík og flæddi langt upp á land og gerði þar mikið tjón. Sjálfsagt má áætla tjónið af þessu ofviðri á öllu landinu um 120 þúsund kr. Snjólag. Aðeins á Vestfjörðum er jörð alhvít allan mánuð- inn, hinsvegar er aldrei alhvítt í Papey. Á láglendi á Suður- landi, frá Seyðisfirði til Stykkishólms var jörð alauð nokkra daga, síðari hluta mánaðarins. Snjódýptarmæiingum er ennþá mjög ábótavant, mest hefir snjódýpt mælst á Suðureyri við Súgandafjörð 1.20 m. þ. 18. Hagi var góður eftir árstíma. Aðeins á einum stað, Núpi í Dýrafirði, er talið haglaust allan mánuðinn. í Papey er haginn talinn 90°/0, en meðaltal allra, stöðva er 54°/0. Hagatalan er að sjálfsögðu ónákvæm, enda skamt síðan farið var að gefa skýrsl- ur um hagann, þó mun mega töluvert af þeim læra er tírnar líða, Gœftir hafa verið stopular samkvæmt sjósóknarskýrslunum, enda eðlilegt, þar sem tíðin var umhleypingasöm og hvassviðra- söm. Á vélbáta voru gæftir á Suður- og Vesturlandi 10°/0— 23°/0, að meðaltali 18c/0. Á róðrarbáta eru gæftirnar misjafnar, minstar í Grindavik 4°/0, mestar á Sandi 40°/0, meðaltal 19°/,,. Engar sjósóknarskýrslur komu frá Austurlandi. Þi'umur og eldingar voru fátíðar í þessum mánuði. Þ. 15. er getið um rosaljós í Pagurhólsmýri, og þ. 16. og 28. voru þrumur í Vestmannaeyjum. Landskjálfta varð aðeins vart á Húsavík þ. 16. kl. 1015, þ. 17. kl. 820 og þ. 20. kl. 700, hinn síðasti var snarpur, en hinir litlir. (4)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.