Veðráttan - 01.06.1925, Qupperneq 4
Júní
Veðráttan
1925
ins en alautt úr því. A Suðureyri við Súgandat'jörð og Hraun-
um í Fljótum er síðast snjór þ. 14. og 15. og á Isafirði þ. 1.
Annarstaðar er alauð jörð allan mánuðinn.
Sólskin í Reykjavík er mjög lítið í þessum mánuði, aðeins
tæpui- þriðji hluti þess, sem það var i sama mánuði í fyrra,
97.4 stundir eða 18°/«; i fyrra var það 302.3 stundir eða 56°/0
(frá kl. 3 til kl. 21). Mesti sólskinsdagur var 2. júní, sólskin
þá 14‘/2 stundir. 8 daga sýr.ir sólskinsmælirinn ekkert sólskin.
Sjávarhiti við Island er lítið eitt fyrir ofan meðallag.
Iiafís: Um þ. 20. urðu togarar varir við is á „Halanumu,
og um miðjan Húnaflóa var hafíshroði þ. 23. en var horfinn
þ. 26.
Eldmistur(V) var á Teigarhorni þ. 9., og gráleit aska fjell á
disk, sem settur var út. Samfara því var afar-sterk brenni-
steinslykt.
Jörd fyrst alaud að staðaldri: Fagurhólsmýri telur jörð fyrst
alauða 5. apríl, og á Suðurlandi er jörð yfirleitt talin alauð 24.
apríl eða fyr. A Hraunum er jörð fyrst þ. 16. júní talin alauð.
.Meðaltal allra (24) stöðva verður 5. maí.
Byrjað að setja niður kartöflur frá 6. maí til 15. júní (16
stöðvar), meðaltal 26. maí, sem er 14 dögum fyr en í fyrra.
Kartöflugras kemur upp frá 21. maí til 30. júní (9 stöðvar),
meðaltal 9. júní, eða 14 dögum eftir að kartöflur voru settar
niður að meðaltali. Hið sama kemur út, ef aðeins eru born-
ar saman þær stöðvar, sem bæði geta þess, hvenær kartöflur
eru settar niður og hvenær grasið kemur.upp.
Rófufrœi sáð frá 11. maí til 15. júní (13 stöðvar), meðaltal
29. maí, eða 10 dögum fyr en í fyrra,
Túnahreinsun hyrjar frá 13. maí til 18. júní, meðaltal (13
stöðva) 5. júní, sem er 15 dögum fyr en i fyrra.
Fanð að láta kýr út á tímanum 9. maí til 11. júní (18
skýrslur), meðaltal 26. maí, sem er 13 dögum fyr en í fyrra.
Hœtt að gefa kúm frá 2. til 25. júní (12 skýrslur), meðal-
tal 12. júní, eða 9 dögum fyr en í fyrra.
Gemlingar rúnir (12 stöðvar) á tímabilinu 8.—22. júní, með-
altal 15. júní, eða 4 dögum fyr en 1 fyrra.
Ær rúnar frá 15. til 29. júni (13 skýrslur), meðaltal 22.
júní, eða 12 dögum fyr en í fyrra, en eftir samanburði aðeins
á sömu stöðvum verður það 16 dögum fyr en í fyrra.
Fráfœrur 25.—26. júní (2 skýrslur aðeins).
(. j J ■
h ■
(24)
phen
I. AC 'A H.F.