Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.02.1926, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.02.1926, Blaðsíða 4
Febrúar Veðráttan 1926 Úrkomudagar eru lítið eitt neðan við meðallag á öllu land- inu. Þeir eru fiestir á Suðausturlandi. Hvassviðri: Stormdagar eru allmargir á Suðurlandi, 9 í Vestmannaeyjum. A Norður- og Austurlandi voru hægviðri fyrri hluta mánaðarins, en eftir þ. 23. óstöðugt og stundum hvast. Snjólag: A Suður- og Vesturiandi, frá Papey til Vestfjarða, er alautt meiri hluta mánaðarins. Síðari hlutann er oft alhvítt norðanlands og stundum víða annarstaðar. A 4 stöðvum á Suður- og Austurlandi verður aldrei alhvítt. Snjódýpt mældist mest á Húsavík þ. 1. 75 cm.; sama dag 50 cm. á Grrimsstöðum. A Hraunum í Fljótum var snjórinn mestur 46 cm. þ. 19.—23. Hagi er mjög góður eftir árstíma, 78°/0 að meðaltali (í febr. í fyrra 37°/0). Grænavatn telur hagann 8°/0, Húsavík og Hraun 44°/0 og 46°/0, en 100°/0 er hann á 6 stöðvum. Gœftir: Fáar sjósóknarskýrslur hafa komið fyrir þenna mán- uð, en af þeim má þó ráða, að gæftir hafi yfirleitt verið góð- ar fyrri hluta mánaðarins. A vjelbáta eru gæftir að meðaltali 56% (4 stöðvar), mest 78°/0 í Keflavík; á róðrarbáta 34°/0 (3 stöðvar), mest 50°/0 á Hjalteyri. SólsJcin í Reykjavík er töluvert minna en í sama mánuði í fyrra, 51.8 stundir eða 22.0°/o (í fyrra 70.3 stundir eða 29.9°/0). Sóiskin var me3t þ. 18., 7.9 stundir, en 8 daga sýnir sólskins- mælirinn ekkert sólskin. Sjávarhiti er fyrir neðan meðallag við Vesturland, en ofan- við meðallag annarstaðar. Þrumur: I Vík í Mýrdal seinni hluta þ. 11. í Papey að morgni þ. 24. og 25. A Teigarhorni aðfaranótt þ. 24., 25. og 28. I Reykjavík þ. 25 kl. 21. Rosaljós sáust á Teigarhorni aðfaranótt þ. 14. og í Reykja- vík þ. 23. kl. 21.30 og kl. 24. Landskjálftar: Þ. 18. varð vart við smákippi á Húsavík og kl. 23.30 urn kvöldið kom þar snarpur jarðskjálftakippur. Sama kvöld kl. 23.10 kom og allsnarpur jarðskjálftakippur á Akureyri. Ef til vill eru báðir þessir landskjálftar einn og hinn sami. (8) PRENTSM. ACTA H.P.

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.