Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1926, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.10.1926, Blaðsíða 4
Október Veðráttan 1926 hól aðeins 6°/0 fyrir neðan meðallag en minst á Suðausturl., á Teigarliorni 69°/0 fyrir neðan. Tala úrkomudaga er á Norður- og Norðausturl. 6 fyrir ofan, en annarstaðar 4 fyrir neðan meðallag. Minst úrkorna yfir mánuðinn er á Þorvaldsst, 28.0 mm, en mest eins og venjulega í Vík 137.6 mm. Hvcixsvibri: Fyrri hluta mánaðarins ganga 2 hvassviðri yfir landið, að öðru leyti er mánuðurinn ekki stormasamur. Þ. 2 um kvöldið livessir á suðaustan á Suðvesturl. Þetta hvassviðri færist síðan norðaustur yfir landið þ. 3. og 4. en snýst um leið í suðrið, suðvestrið og vestrið. 7 stöðvar telja storm þessa daga og þ. 4. telur Suðureyri vestan 10. Þ. 13. er norðlæg átt á Norðvesturl., en norðaustlæg og austlæg annarstaðar, þá verð- ur víða mjög hvast, 4 stöðvar telja storm, Lambavatn norð- austan 10 og Vestm. austan 11. Símabilanir urðu í Vík, og pósturinn, sem þá var staddur á Steinum undir Eyjafjöllum, fauk og slasaðist. Snjólag: 6 fyrstu daga mán. er alautt á öllum stöðvum. Pr i þ. 7.—13. kemur alstaðar snjór á jörð. A sunnanverðu landinu frá Djúpavogi til Látrabjargs hjelst þessi snjór aðeins nokkra daga, lengst viku, nema í Vík, þar liggur síðan nokkur snjór á jörð allan mánuðinn. Síðustu daga mánaðarins er aftur snjór á jörð á flestum þessum stöðvum, á stöðvunum kringum Breiðafjörð frá þ. 23., á Suðausturi. frá 24., á Suðvesturl. frá 27. og 28. En á Norðanverðu landinu verður alhvítt á flestum stöðvum frá þ. 9.—12. og helst það út mánuðinn. Mest snjó- dýpt er 70 cin. í Fagradal. Hagi: Sunnanlands, frá Gerpi til Látrabjargs er haginn 96—100°/o. Norðanlands er hann dðast hvar lakari, minstur 68°/0 á Raufarhöfn. Sólskin í Reykjavík var 127.5 stundir eða 42.2°/0, og er það mikið meira en að meðaltali 3 undanfarin ár (sem er 9,1.7 st.). Mest er sólskinið þ. 12. 9.0 st., þ. 21. 8.8 og þ. 14. 8.6 st. Ekkert sólskin er 5 daga þ. 3., 10., 13., 22. og 27. Landskjálftar: Aðfaranótt þ. 9. varð vart við 2 snarpa landskjálftakippi í Grindavík kl. 080— 300. Aðfaranótt þ. 25. um kl. I30 byrjuðu landskjálftar við Reykjanesvita. Kippirnir voru afar sterkir: Ofnar og eldavjelar köstuðust fram á gólf, lamp- ar, leirtau og rúður brotnuðu. Múrpípan á húsi vitavarðarins sprakk og öll gólf huldust sements- og kalkrúst úr veggjunum. Vitaturninn sprakk þvert yfir um 4 m. frá jörð (er 25 m. hár) og var ekki unt að láta vitaljósið loga. Kippirnir hjeldust öðru hverju fram til þ. 26., en nokkru vægari en fyrstu nóttina, og aftur varð þeirra vart þ. 29. Reykjaneshverirnir breyttust talsvert, og sprungur komu í jarðveginn. Fyrstu nóttina fund- ust landskjálftarnir einnig í Grindavík, Höfnum og Keflavik, en miklu vægari. Einnig varð þeirra vart í Reykjavík. Þrumuveður var í Reykjavík aðfaranótt þ. 4. Byrjað að gefa kúm frá 23. sept til 9. okt. Meðaltal 18 stöðva er 30. sept., degi fyr en í fyrrá. Kýr teknar inn frá 24. sept. til 18. okt. Meðaltal 17 stöðva 7. okt., 3 dögum fyr en í fyrra. Engi hirt frá 21. sept. til 28. okt. Meðaltal 12 stöðva 28. sept., tveim dögum síðar en í fyrra. Fyrsta snjókoma frá 24. ág. til 10, okt. Meðaltal 11. sept. (40) PRBNTSM. ACTA H.F.

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.