Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.09.1927, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.09.1927, Blaðsíða 1
V HÐRATTAN 1927 MÁNAÐARYFlRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI September Alment yfirlit: Tíðarfarið í þe?sura mánuði er allgott sunra anlands, þó eru þar umlileypingar og úrkomur þ. 1.—9. Norð- anlands er aftur allgóð tíð fyrrihluta mánaðarins, en eftir það cr köld tíð og stormasöm með allmikilli úrkomu, krapa og snjó, svo að víða eru þar úti hey í mánaðarlokin. Þ. 1.—9. eru loftvægislægðir fyrir vestan, suðvestan og sunnan land, austan og suðaustan átt yfir,gnæfandi, allmikil úr- koma sunnanlands, nokkrir þurkar norðanlands, en talsverðar jþokur á Austur- og Norðausturiandi. Þ. 10.—14. cr loftvægishæð við Island. Þ. 12. er hann á austan og suðaustan, hin.a dagana á vestan og norðvestan vestan- iands, en breytileg vindstaða austanlands. Þ. i4. er víða úrkoma, víða þurkar hina dagana. Þ. 15.—25. eru lægðir fyrir sunnan og austan land, norðan- átt oft hvöss og alimikil úrkoma norðanlands og austan, oft krapi og snjókoma, en þurkar sunnanlands. Þ. 26.—30. Þ. 26. er hægviðri, en þ. 27. kemur lægð suð- vestan að landinu og gengur austur yfir það þ. 28. Hann er á suðaustan þ. 27, en snýst síðan í norðrið og er alstaðar á norðan 2 síðustu daga mán. Töluverð úrkoma er sunnanlands j>. 26.—28. og mikil úrkoma, víða snjókoma, norðanlands 3 síðustu dagana. Þurklaust víðast livar. Loftvœgið er 1.1 mm. fyrir ofan meðallag í þessum mánuði, frá 0.2 mm. í Vm. til 2.2 mm. í Sth. Ilæst stóð foftvog þ. 13. í Vm. 767.4 mm, en lægst þ. 28. síðd. á Sf. 725.4 mm. Hitinn á öllu landinu er 0.1° fyrir neðan meðallag. Illýjast er eftir hætti á Suðurl., á Fghm. 1.0° fyrir ofan meðallag (einnig 1.0° í Mðdl.). Annarstaðar er hitinn víðast fyrir neðan meðallag, mest á Sf. 1.0°. Hlýjast er þ. 1.—9., og til þ. 14. er hitinn um eða yfir meðallag. En eftir það er hann fyrir neðan meðallag og kaldast þ. 15.—21.og þ. 24.—27. Hæstur hefir hitinn orðið á Þvst. 21.3° þ; 5., en lægstur -8.7° á Lækrn. þ. 26. Sjávarhitinn við ísland er 0.8° fyrir ofan meðallag. Ilann er lægstur eftir hætti við Vesturland 0.1° fyrir neðan meðallag við Sðr., en hæstur við Austurl. 1.7° fyrir ofan meðallag við Rfh. og Tgh. Úrkoman er á öllu landinu 21 °/0 fyrir ofan meðallag. Sunnan- lands og vestan, frá Ilornafirði til Breiðafjarðar, er úrkoman lítil, 57°/o fyrir neðan meðallag og úrkomudagar eru þar 3 færri en venjulega. Aðalúrkomukaflarnir eru þ. 1.—9. og 26.—28. En Norðanlands og austan er úrkoman næstum helmingi raeiri en venjulega og úrkomudagar 4 fleiri, þó er úrkoma þar víðast mjög lítil fyr en þ. 14. og þar á eftir. Minst úrkoma yfir mánuð- inn er 13.3 mm. á Sth., en mest á Hrn. 210.7 mm. Mest úrkoma á einuui sólarhr. er á Sðr. 87.5 ram. þ. 29. Það er langmesta sólar- (33)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.