Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1929, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.03.1929, Blaðsíða 4
Marz Veðráttan 1929 16.—20. sumstaðar sunnanlands. Þ. 21. og 23. er þoka á Norð- austurl. og þ. 29. á Suðurlandi. Heiðskírt er á Suðurl. þ. 4.—5. Þ. 13.—15. er heiðskírt suinstaðar á Austurlandi og víða austanlands þ. 17. Hvassviðri voru mjög fátíð í þessum mánuði. Þ. 11. er hvasst á Vestfj. og á Norðausturlandi (Sðr. W 10, Grnh. W 9, Rfh WNW 9, Fgd. SW. 9.) og helzt livassviðrið fram á næsta dag (Sðr. W 10, Grnh. W 9, Koll. W 9, Pap. WSW 9) Þ. 25. hvessir á S og SE á Suðvesturlandi, og daginn eftir snýst hann í vestrið og er þá víða hvasst (Sðr. W 11, Koll. SW 10), 5 stöðvar tetja storm. Aðfaranótt þ. 6. strandaði togarinn Norse frá Iíull við Ilvals- nes í þokumyrkri, en dauðum sjó; mannbjörg varð, en engu bjargað úr skipinu. Þ. 12. kl. 20 strandaði e.s. Nova á höfninni á ísafirði, var flóð og hvasst á vestan og rak skipið upp í fjöru, en náði sér út óskemmt á næsta flóði. Snjólagið er 4°/o á öllu landinu, en 5 ára meðaltal í þessum mánuði er 53°/0. Mest er snjólagið í Mðrd. 39°/0, 15 stöðvar telja alautt allan mánuðinn. Haginn er 94°/0 á öllu landinu. A þeim stöðvum, þar sem 5 ára meðaltal hefir verið reiknað, er hann 100°/0 eða fullur hagi, en 5 ára meðaltal er 81°/0. Minnstur er haginn talinn á Iívn. 67°/0, 20 stöðvar telja fullan haga, 100°/0 . Sólskinið í Rvk. er 38.9 st. eða 10.8°/0, en meðaltal 5 undan- farinna ára í þessum mánuði er 98.4 st. — Mest er sólskinið þ. 27. 6.9 st. 13 daga er sólskinslaust. Eldingu sló niður skammt frá Rvk. þ. 24. kl. 1620 og olli skemmdum á Rafmagnsstöðinni, bráðnuðu öryggi og skemmdist tals- vert önnur rafmagnsvjelin. Sama dag heyrðust einnig þrumur á Stnp. og í Vm. Þ. 14. var mikið eldingaveður á Efrahvoli, flísaðist úr síma- staur og bilaði eldingavarinn. Vígahnöttur. A Grst. sást að kveldi þess 6. rauðleitt ljós svíl'a um loftið, var það lágt og fór hægt. Eldgos. Þ. 3. sást eldbjarmi og reykjarstrókur frá Grímsstöðum á Fjöllum, í stefnu austan við Herðubreið. Gosstöðvar sennilega í Kverkfjöllum. Þ. 15. var mikil bláleit móða á Efra-Iívoli og varð fénaður kolóttur að sjá. í Vm. var mikil móða í lofti þ. 15. —18. Þ. 16. var móða á Grnv. líklega frá jarðeldi. A Þvst. var öskumistur og vottur af öskufalli þ. 16. og aftur þ. 18. Þ. 16 um kvöldið fannst þar einnig goslykt. Þ. 15.—17. var móða í lofti í Papey og varð vart við öskufall. Þ. 30. kl. 4 sást eldbjarmi frá Reykjahlið við Nývatn í stefnu vestan við Bláfjall, var það bjartur eldstólpi í 10 mín., en bjarminn sást þar til birti af degi. Landslcjálftar. Þ. 13. fannst landskjálftakippur á Rkn. kl. 10, og 6 kippir á ITúsavík kl. 4—6, sá síðasti snarpur ld. 6. Á Fghm. fannst kippur þ. 17. milli kl. 17 og 18. Landskjálftamælarnir í Rvk. sýndu tvo kippi, þ. 1. kl. 1547, upptök óviss, og þ. 7., kl. 04B, upptök í Kyrrahatinu suður af Aleuteyjum. (12) .•r.CNrSM, ACTA. H.P

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.