Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 01.02.1931, Qupperneq 4

Veðráttan - 01.02.1931, Qupperneq 4
Febrúar Veðráttan 1931 , t bil J/3 úr meðalúrkomu. Urkomudagar voru 3 færri en venjulega frá Eið. til Vm.; frá Eyrb. vestur og norður um land til Nbst. voru þeir rúmlega 2 fleiri. Mesta mánaðarúrkoman var í Hveradölum 249.0 mm, en minnsta 5.2 mm í Gr. Mesta sólarhringsúrkoman var 60.0 mm. á Fghm. þ. 8. Þoka var sjaldgæf eftir venju og aðeins á stöku stað í einu. Vindar. Norðlæg átt var langtíðust í þessum mánuði, en vindar á E, SE og S sjaldgæfir. Logn var sjaldan. Veðurhæð var tæpl. 1 stigi fyrir ofan meðallag á Norðaustur- og Austurlandi, og þar voru tiltölulega oft storm- ar. Annarstaðar var veðurhæð ]/2 stigi undir meðallagi og stormar heldur færri en venjulega. Þ. 1. strandaði enskur togari »Frobisher< á Melrakka- sléttu. Skipshöfnin bjargaðist, veður var gott. Þ. 3. var sunnan og suðvestan hvassviðri, 15 stöðvar telja storm (Sth. S 10, Sðr. SE 10, Hest. SW 10, Hrn. SSW 10—11, Vm. SW 10 og Hlíð SSE 10). í þessu veðri slasaðist maður á togaranum »Hannesi ráðherra« á Halamiðum. Aðfaranótt þ. 6. var norð- vestan stormur á Tgh. Þ. 8.—10. var austan, norðaustan og norðan hvassviðri um allt land. 10 stöðvar telja storm þ. 8. (Vm. E 11, Smst. og Hlíð E 10). Þ. 9. var stormur á 2 stöðvum (Hest. NE 10), og þ. 10. eða aðfaranótt þess dags á 4 stöðvum (Tgh. N 10). Þ. 14. var vestan hvassviðri á Suður- og Vesturlandi, er snérist í norðvestrið og norðrið um kvöldið. 6 stöðvar telja storm þ. 14. (Rvk. NW 10, Vm. og Rkn. W 11) og 11 st. nóttina og daginn eftir (Hest.'NE 10, Gr. N 10, Fgdl. NNE 9 — 10, Vm. WNW 10, Hlíð NW 10). í þessu veðri sukku tveir bátar á höfninni í Vm., en einn rak á land og brotnaði. í Hafnarfirði losnuðu tveir línubátar á höfninni, löskuðust mikið og skemmdu bryggju. í Sandgerði rak bát á land. Sum skip, sem voru úti á sjó, skemmdust. Ljósaþræðir slitnuðu víða í Rvk. Þ. 16. var enn stormur á 5 stöðvum austanlands (Fgdl. N 9—10, Vtn. N 10, Pap. NNW 11, Tgh. N 10). Þ. 17. var sumstaðar hvasst á S eða SE (Sðr. E 10). Þá sökk þýzk- ur togari undir Dyrhólaey, annar þýzkur togari bjargaði skipshöfninni. Þ. 18. voru vestan hvassviðri, en snérist síðan í N og NE. 3 stöðvar telja storm þ. 18., ein þ. 19., 6 þ. 20. (Pap. N 10) og 2 þ. 21. (Pap. N 10). Þ. 25. var hvasst á N og NE á Norður- og Austurlandi og stormur á 2 stöðvum (Tgh. N 10). Þ. 28. telja 2 stöðvar NE storm. Snjólagið var óvenju mikið, 92°/o á öllu landinu. 5 ára meðaltal 11 stöðva er 56 °/o, en á þessum stöðvum er nú að meðaltali 93% hvítt. Þ. 3. var alautt á 9 stöðvum og víða flekkótt jörð, einnjg var sumstaðar flekkótt þ. 14. og 17.— 18., annars var alhvítt viðast hvar. A 28 stöðvum varð jörð aldrei alauð, en 14 stöðvar telja alhvítt allan mánuðinn. Mest snjódýpt var mæld 140 cm á Grst. þ. 28. Samgöngur tepptust oft vegna snjóþyngsla. Haginn var mjög slæmur, 19% á öllu landinu. 5 ára meðaltal 10 stöðva er 77%, en þessar stöðvar telja nú aðeins 21% haga. Mestur var haginn 88% í Gr., en 8 stöðvar telja alveg haglaust allan mánuðinn. Sólskinið í Rvk. var 63.1 st., 26.8 % af því sólskini, sem gæti verið. Meðaltal 7 undanfarinna ára er 51.0 st. Mest sólskin var 8.7 st. þ. 28. 7 daga var sólskinslaust. Á Ak. var sólskinið 24.1 st. eða 10.6%, mest 5.1 st. þ. 13. Sólskin var mælt 9 daga. Þrumur voru á Hrepphólum þ. 2. árdegis og sama dag síðdegis í Hlíð. Þ. 9. um nóttina heyrðust þrumur á Fghm. og árdegis á Fghm., Tgh. og Vattarnesi. Þ. 18. árdegis voru þrumur á Lmbv. Landskjálftar. Mælarnar í Reykjavík sýndu hræringu þ. 2. kl. 2207; eyddi sá landskjálfti borginni Napier á Nýja Sjálandi. Á Reykjanesi fundust kippir við og við frá kl. 0—740 þ. 22. í Hveradölum voru kippir þ. 28. kl. 257 og 259. Nýjar stöðvar: Vattarnes, 64° 56’ N, 13° 41' W. Athugunarmaður Þór- arinn Grímsson Víkingur, bóndi. Hrepphólar, 64° 04' N, 20° 18' W. Athug- unarmaður ]ón Sigurðsson, bóndi. Hlíð í Hrunamann'ahreppi, 64° 16' N, 20° 09' W. Athugunarmaður Guðmundur Guðmundsson, úrsmiður. (8) Guienberg

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.