Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1931, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.1931, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1931 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Marz. Tíðarfarið var frekar óhagstætt, einkum norðanlands og austan. Á Suður- landi var fremur hlýtt og snjólétt en víða haglítið vegna áfreða. Veðráttan var mjög umhleypingasöm og vindasöm, og gæftir því sjaldan en víðast ágætur afli, þegar gaf. Þ. 1.—2. Fremur hæg norðaustan átt og úrkomulaust en nokkuð frosthart. Þ. 3.-7. Suðaustan átt og víða slormur. Snjókoma allmikil vestanlands fyrstu tvo dagana en síðan hláka og rigning. Lægðin kom sunnan úr hafi og fór norður eftir Grænlandshafinu og smáeyddist yfir Suður-Grænlandi. Þ. 8.—10. Hæð yfir Norðausturlandi og, yfirleitt stillt veður og frost. Þ. ‘11.—12. Smá lægð við suðurströnd íslands, en óvenju mikil loftþrýst- ing á Norður-Grænlandi. Austanveðrátta, hvasst á Suðurlandi og Vestfjörðum. Hríðarveður. Þ. 13.—14. Lægðin komin suðaustur um Bretlandseyjar. Norðaustan hríð um allt Norður- og Austurland en bjart veður og allgott suðvestanlands. Þ. 15.-18. Djúp lægð við suðurströnd Islands og austan eða norðaustan hríð um allt land. Síðan færðist lægðin vestur fyrir Reykjanes og norður með landinu að vestan. Brá þá til sunnan áttar og þíðviðris um allt land. Þ. 19. Lægðin komin norðaustur fyrir landið. Fremur hæg norðvestan átt og allgott veður. Þ. 20.—22. kom ný lægð vestan yfir Grænlandshaf og hélzt fyrir norðan landið. Vestan átt og éljaveður vestanlands. Stundum allhvasst en engin stórviðri. Þ. 23. Hæð yfir íslandi. Stillt veður. Þ. 24.-25. Alldjúp lægð yfir Grænlandshafi. Sunnan hvassviðri og hláku- veður fyrst en síðan hæg suðvestan átt og góðviðri. Þ. 26.-28. Austanveðrátta. Allgott veður að jafnaði en stundum allhvasst við suðurströndina. Þ. 29.—31. Djúp lægð fyrir suðvestan landið. Fyrst suðaustan hvassviðri og stórrigning á Suðurlandi, en síðan fremur hæg sunnan átt og hlýindi. Loftvægið á öllu landinu var 6.6 mm yfir meðallag, frá 8.5 mm á Hól. til 5.3 mm í Grvk. Hæst stóð loftvog á Rfh., 779.1 mm þ. 27. kl. 11, en lægst 739.7 mm í Vm. þ. 15. kl. 18. fiitinn var 1.3° yfir meðallag á öllu landinu. Tiltölulega hlýjast var á Suðvesturlandi, 2.3 ' yfir meðallag á Hvn., en kaldast á Austur- og Norðaustur- landi, einkum í innsveitum, 0.3° undir meðallagi á Eið. Fyrstu 3 daga mán- aðarins var kalt, (hitinn 7 undir meðallagi þ. 1.—2.), einnig var kalt eftir hætti þ. 11.—15., Annars var hitinn í meðallagi eða yfir það. Hlýjast var þ. 5.-6. og 24.—25., hitinn 6 yfir meðallag. Hæstur varð hitinn 11.5° í Fgdl. þ. 24. en lægstur —29.0 á Grnv. þ. 3., og er það mesta frost sem hefir komið þar síðan veturinn 1917—1918. Sjávarhitinn var í meðallagi á öllu landinu, frá 1.5 yfir meðallag í Grinda- vík til, 0.6 ' fyrir neðan það við Sth. Úrkoman var í freku meðallagi, (5°/° fyrir ofan það) að meðaltali. Mest eftir hætti var hún á Suðvesturlandi, 87°/o umfram meðallag eða nálægt tvö- föld meðalúrkoma^ í Rvk., en minnst á Norðausturlandi, aðeins 18°/o úr meðal- úrkomu á Bk. Úrkomudagar voru 2 fleiri en venjulega sunnanlands (Pap.— Rvk.), annarstaðar voru þeir víðast færri en venjulega, að meðaltali 2 færri. Mest mánaðarúrkoma var 312.6 mm í Hveradölum, en minnst 5.0 mm á Bk. Mest sólarhringsúrkoma var 92.0 mm í Vm. þ. 4. (9)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.