Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.09.1931, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.09.1931, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1931 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI September. Tíðarfarið var hlýtt og hægviðrasamt. Norðanlands og austan voru miklir þurkar, og náðust hey með ágætri nýtingu. Heyfengur var í góðu meðallagi. Sunnanlands og vestan var þurt fram undir miðjan mánuð, en úr því rigndi mikið, svo að hey voru víða úti í mánaðarlokin. Gæftir góðar, en afli víðast rýr. Þ. 1.—10. Lægð yfir Bretlandi og Norðurlöndum, en háþrýstisvæði um Grænland og ísland. Hélzt þurviðri eins og að undanförnu og oftast hægir norðrænir vindar. Þ. 11.—12. Lægð á hreyfingu austur með Iandinu að sunnan. Olli austan hvassviðri og regni sunnanlands, en nyrðra var logn og bjartviðri. Þ. 13.—30. Lægðir yfir Grænlandi og Grænlandshafi, er síðan hreyfðust austur yfir hafið fyrir norðan ísland. Hinsvegar er nú komið háþrýstisvæði um Bretlandseyjar. Varð vindur fyrst suðaustan og sunnan hér á landi en gekk brátt í suðvestrið með rigningu sunnanlands og vestan, en miklum hlý- indum og yfirgnæfandi þurviðri austanlands. Oftast var veður fremur stillt, en stundum urðu talsverð hvassvirði, t. d. 17.—18. dag mánaðarins. Þá varð fyrst vestan og síðan norðvestan hvassviðri vegna stormsveips, sem fór rétt norður við Vestfirði og síðan norðaustur hjá ]an Mayen. Kólnaði þá snöggvast norðan- lands en snerist brátt aftur til suðvestan áttar og hlýinda, er héldust til mán- aðarloka. Loftvægið var mjög hátt, 6,0 mm fyrir ofan meðallag á öllu landinu, frá 4,5 mm á Rth. til 7,7 mm í Vm. Hæst stóð loftvog á Tgh. þ. 20. kl. 14, 775 3 mm, en lægst á ísaf. og Hest. þ. 17. kl. 18, 731 0 mm. Hitinn var 2.5’ yfir meðallag á öllu landinu. A Norður- og Austurlandi var tiltölulega hlýjast, hitinn var þar víðast um 3° fyrir ofan meðallag (mest 3.5° fyrir ofan í Fgdl.), en á Suður- og Vesturlandi rúmlega 2° yfir meðal- lagi (minnst 1.0° á Hól.). Fyrstu 11 dagana og þ. 17. var hitinn í kringum meðallag, kaldast var þ. 10., hitinn 1° undir meðallagi. Annars voru hlýindi. Hlýjasti dagurinn var 21., þá var hitinn 7° fyrir ofan meðallag. Hæstur varð hitinn 22.8° á Eið. þ. 21., en lægstur —4.9° á Grst. þ. 4. Sjávarhitinn við strendur landsins var 1.5° yfir meðallag, frá 2.2° við Gr. og Pap. til 0.7° við Grvk. Úrkoman var 76°/o á öllu landinu. Sunnanlands og vestan var hún í meðallagi eða dálítið meira, á Eyrb. 29°/o umfram meðallag. En norðanlands og austan var hún lítil, og tiltölulega minnst á Ak. (9°/o úr meðalúrkomu) og Tgh. (8°/o). Úrkomudagar voru tæplega 3 fleiri en venjulega sunnanlands frá Fghm. til Hvn* annarstaðar voru þeir 5 færri að meðaltali. Mesf'mánaðarúr- koma var 413.0 mm. í Hveradölum, en mest sólahringsúrkoma 65.6 mm. á Smst. þ. 14., en í Hveradölum rigndi 65,5 mm þann sólarhring. Minnst mán- aðarúrkoma var 2.5 mm á Ak. (33)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.