Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.05.1932, Page 4

Veðráttan - 01.05.1932, Page 4
Maí. Veðráttan 1932 hefir ekki frétzt. Að kvöldi þ. 7. kviknaði í vélbátnum »Gulli« fram undan ]ökulsá á Sólheimasandi. Franskur togari bjargaði skipshöfninni. Þ. 27. strand- aði »Esja« á skeri á Breiðafirði, en losnaði eftir nokkra tíma lítið skemmd. Snjólagið var 8 °/o á öllu landinu. A 11 stöðvum var það 6 °/o, en 5 ára meðaltal þessara stöðva er 17 °/o hvítt. ]örð var víðast alauð allan mánuðinn sunnanlands og vestan, en í hinum landshlutunum flekkótt framan af. Mest var snjólagið talið 35 °/o á Grnh. Þar mældist einnig mest snjódýpt 39 cm. þ. 1. Haginn var 100 °/o nema á Þst. (85 °/o) og Koll. (95 °/o). 5 ára meðaltal 11 stöðva er 97 °/o, en nú telja þær allar fullan haga. Sólskinið í Rvk. var 253.6 stundir, 46.2 °/o af því sólskini, sem gæti verið. Meðaltal 8 undanfarinna^ ára er 221.9 st. Mest var sólskinið 16.9 st. þ. 24., 1 dag var sólskinslaust. Á Ak. var sólskinið 202.0 st. eða 36.5 °/o, mest 15.7 st. þ. 28., 5 daga var sólskinslaust. Hafísspöng var NE af Gjögri þ. 5.-6. Þ. 7. var hún á reki inn á Tré- kyllisvík, og þ. 8. var spöng við Selsker. Sama dag sást ís frá skipi á Húna- flóa, og töluverður ís á skipaleið 15-30 mílur E af Horni. Þ. 7. var hafís á Skagagrunni. Þ. 10.—11. sást töluverður hafíshroði á skipaleið E af Horn- bjargsvitanum. Þ. 12. rak hann frá landi. Jarðskjálftamælarnir sýndu í þessum mánuði 5 hræringar; tvær þ. 3. kl. 15 01 og 1504, og voru upptök þeirra um 40 km. frá Rvk. Ennfremur þ. 14. kl. 1230 og átti sá jarðskjálfti upptök við eyjuna Celebes, en jarðskjálftinn þ. 21. kl. 921 átti 'upptök í Mið Ameríku. Hræring, sem kom þ. 26. kl. 1528, stafaði frá.jarðskjálfta við Filipseyjar í Kyrrahafi. Vorgróður er talinn byrja frá 14. apr. til 20. maí, að meðaltali 9. maí (33 stöðvar). 5 ára meðaltal þessara stöðva er 14. apr. Nokkrar stöðvar geta um vorgróður í febrúar og marz, en sá gróður kulnaði alstaðar út um mán- aðarmótin marz-apr. Túnaávinnsla byrjaði frá 28. apr. til 19. maí að meðaltali 8. maí (18 stöðvar), 5 ára meðaltal sömu stöðva er 30. apr. Á Hrn. byrjaði túnaávinnsla 25. febrúar. Túnahreinsun byrjaði frá 10. maí til 13. júní að meðaltali 31. maí (11 stöðvar). Kartöflur settar niður frá 9. maí til 2. júní að meðaltali 23. maí (20 stöðvar), 2 dögum síðar en 5 ára meðaltal sömu stöðva. Rófufræi sáð frá 14. maí til 8. júní að meðaltali 25. maí (13 stöðvar). Kýr látnar út frá 14. maí til 12. júni að meðaltali 26. maí (24 stöðvar); 5 ára meðaltal sömu stöðva er 24. maí. Farfuglar fyrst séðir. Þröstur á Tgh. 16/3, skúmur á Fghm. 20/3, lóa í Mosfellssveit 20/3, tjaldur á Eyrb. 25/3, stelkur á Eyrb. 1J/4, gæsir og helsingj- ar á Fghm. 14/4, hrossagaukur í Hlíð 15/4, kjói á Fghm. 23/4, steindepill á Lmbv. 24/4, maríuerla á Fghm. 26/4, spói á Eið. 28/4, lundi í Vm. og á Rkn. 29/4, sandlóa á Tgh. 2/s, kría á Sandi í Aðaldal og í Fgdl. 6/s, sundhani á Sandi í Aðaldal 20/s. (20) <jut»nt>*rg

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.