Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.06.1932, Blaðsíða 4

Veðráttan - 01.06.1932, Blaðsíða 4
Veðráttan 1932 I/ > um. meðallag eða rúmlega tvöföld meðalurkoma, en í hinum landshlutunum var lítil úrkoma, og þó einkum suðaustanlands (36 °/o eða 1/3 úr meðalúrkomu á Tgh.) (Jrkomudagar voru í kringum meðallag vestanlands frá Hvn. til Blds., annar- staðar voru þeir 2—3 færri en venjulega. Mest mánaðarúrkoma var 111.9 mm í Vík. Þar var einnig mest sólarhringsúrkoma 36 3 mm þ. 20. I Hveradölum var mánaðarúrkoman 101.3 mm, mest á dag 26.6 mm þ. 20. Þoka var víðast sjaldnar en venjulega. Fyrstu 2 dagana var þoka víða á Vestur- Norður- og Austurlandi, og einnig sumstaðar þ. 3 og 4. Þ. 5.-6. var þoka austanlands, þ. 7. á Vesturlandi og vestantil á Norðurlandi og þ. 14.—15. sumstaðar á Suðausturlandi. Þ. 19 og 20. var næturþoka austan- lands, en bjartviðri um daginn. Þ. 24. var þoka vestanlands og þ. 30. á Norð- austurlandi. I/indar. Suðvestan og sunnan átt var tíðust í þessum mánuði en austan og norðaustan átt sjaldnast. Veðurhæð var um meðallag en logn venju fremur oft. Stormdagar eru taldir 3: sá 10., 11. og 14. Fyrsta daginn telja 4 stöðvar storm og 3 annan daginn (Nbst. N 10 aðfaranótt þ. 11.), en aðeins 1 þann síðasta (Vm. ESE 9). Þ. 7. strandaði Es. »ísland« á austanverðu Siglu- nesi í svartaþoku. Náðist út skömmu síðar lítið skemmt. Um önnur slys eða tjón af völdum veðra hefir ekki frétzt i þessum mánuði. Snjólagid. Aðeins 7 stöðvar telja snjó á jörð í þessum mánuði. Er það mjög nálægt 5 ára meðaltali á þeim stöðvum, þar sem þetta hefir verið reikn- að. Allar stöðvar nema Hrn. telja alauða jörð í byrjun mánaðarins, en á Hrn. var dálítið flekkótt fyrstu dagana. Þ. 10.-11, gerði hret og hvítnaði ofan að sjó víða norðanlands, og sunnanlands snjóaði í fjöll. Snjóinn tók fljótt upp aftur. Þ. 22. er getið um slyddu á Lmbv. og Koll. Þ. 27.-29. snjóaði víða um norðurhluta landsins og gerði jörð hvíta sumstáðar. Mest er snjólagið talið 12 °/o á Grst., sama og 5 ára meðaltal. Snjólagið á fjöllum í 600 m hæð var mjög lítið sunnanlands. (0 — 3 °/o frá Pap,—Hlíð.). Frá Rvk. norður um land til Tgh. var það að meðaltali 25 °/o (11 stöðvar), mest 60°/o á Grnh. Sólskinið í Rvk. var 173.4 stundir, 32.1 °/o að því sólskini, sem gæti verið. Meðaltal 9 undanfarinna ára er 212.3 st. Mest var sólskinið 16.3 st. þ. 26., 2 daga var sólskinslaust. Á Ak. var sólskinið 189.7 st. eða 35.1 °/o, mest 14.6 st. þ. 6.; 3 daga var sólskinslaust. Þruma með haglskúr var þ. 22. kl. 13 í Skvk. Hafís. Þ. 26. sást frá enskum togara hafísbreiða 20 mílur NE af Horni. Landskjálftar. Mælarnir sýndu 3 hræringar; þ. 3. kl. 9 48, þ. 18. kl. 924 og þ. 22. kl. 12 J1. Upptök þeirra voru í Mexícó. Hætt að gefa kúm frá 24. maí til 3. júlí. að meðaltali 8. júní (23 stöðv- ar), 4 dögum síðar en 5 ára meðaltal. Kartöflugras kemur upp frá 24. maí til 20. júní, að meðaltali 5. júní (12 stöðvar). Túnasláttur byrjar frá 17, júní til 15. júlí, að meðaltali 30. júní (25 stöðvar) 9 dögum fyr en meðaltal 5 ára. Á stökum bæjum byrjaði sláttur um þ. 15. júní. (24) Gutenberg.

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.