Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 01.01.1942, Qupperneq 1

Veðráttan - 01.01.1942, Qupperneq 1
VEÐRÁTTAN 1942 MÁNAÐARVFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Janúar. Tíðarfarid var,milt, en með afbrigðum óstöðugt og úrkomusamt sunnan lands og vestan. A Norður- og Austurlandi var tíð hagstæð, lítill snjór og góðir hagar. Þ. 1.-7. Lægðir fyrir norðan og austan land. Hæð fyrir sunnan land. Lengst af vestlæg átt. Frost fyrstu fjóra dagana. Þ. 8.—31. Lægðirnar gen§u flestar fyrir vestan og norðan land, svo að vindur var lengst af ýmist sunnan eða vestan. Tvær dýpstu lægðirnar komu með 3 daga millibili, þ. 12. og 15. og ollu báðar sunnan- og suðaustanofviðri um allt land. Veðurhæð varð 11 — 12 vindstig báða dagana (2 stöðvar með 12 vindstigum þ. 12, en 10 stöðvar þ. 15., og þó var sú lægðin grynnri). Flesta dagana var stormur einhvers staðar á landinu. Lægðunum fylgdu miklar rign- ingar á Suður- og Vesturlandi. Þ. 27. fór lægð fyrir sunnan land. Brá þá til norðanáttar með dálitlu frosti, en gerði sunnanátt á ný og þíðviðri þ. 29. í ofviðrinu þ. 12. féll maður ofan af húsþaki á Skútustöðum í Mývatns- sveit og dauðrotaðist. Þann dag rak erlendan togara á land í Rvk. Nóttina áður slitnaði skip frá bryggju í Rvk. og rak á land. Símabilanir urðu víða. Hlaða og fjárhús fuku á Svalbarðsströnd og eitthvað af heyjum. — í ofviðr- inu þ. 15. urðu miklir skaðar á sjó og landi. Erlent skip strandaði við Mýrar, af 27 manna skipshöfn fórust 25, þar af 2 íslendingar. Fjögur erlend skip strönduðu á Akureyjarrifi við Rvk. og á Engey; mannbjörg. í Rvk. fauk girð- ingin um íþróttavöllinn, hellur fuku af húsum, og tré rifnuðu upp með rótum. Smáslys urðu á mönnum. Kirkjan á Melstað í Miðfirði fauk af grunni og sást ekkert eftir af henni. Símabilanir urðu víða um land, m. a. brotnuðu símastaur- ar. Sæsíminn slitnaði. í Borgarfirði, Húnavatnssýslu, Ólafsfirði og undir Eyja- fjöllum kom það fyrir, að peningshús og önnur útihús fuku. Sjógarðurinn á Eyrarbakka brotnaði. Smærri skemmdir á húsum, heyjum og bátum urðu hér og þar. — Þ. 26. féllu tveir menn út af vélbáti frá Akranesi, og drukknaði annar. — Þ. 27. urðu símabilanir í Vopnafirði og aðrir smáskaðar. Loftvægið var 0.5 mm. undir meðallagi á öllu landinu, hæst á Tgh., 0.9 mm. yfir meðallagi, en lægst á Sth., 2.2 mm. fyrir neðan það. Hæst stóð loft- vog í Rvk. þ. 4. kl. 10, 779.5 mm, en lægst á Sth. þ. 12. kl. 21, 702.6 mm. fiiti var 3.4° yfir meðallagi á öllu landinu, hæstur að tiltölu eða allt að 5° fyrir ofan meðallag sums staðar norðan lands en lægstur, 2—2V2° meiri en í meðallagi á nokkrum stöðvum á Suður- og Suðausturlandi. Hiti var mjög breytilegur í mánuðinum, en komst þó að eins þ. 3. og 4. niður fyrir meðal- hita á öllu landinu. Hinn 3. var kaldasti dagur mánaðarins, hiti 3° undir meðal- lagi. Annars var hiti 1—7° fyrir ofan meðallag, og mestur að tiltölu þ. 15. Sjávarhitinn við strendur landsins var 2.3° yfir meðallagi, frá 3.5° við Rvk. iil 1.7° við Krv. og Grvk. Jarðvegshitinn á Rafmagnsstöðinni við Rvk. var 4.1° í 1 m. dýpt og 7.2° í 2 m; dýpt. Úrkoman var allmikil, 1V3 sinnum meðalúrkoma á öllu landinu, mest að tiltölu eða nærri tvöföld meðalúrkoma á Sth., en minnst um 10 °/o fyrir neðan meðallag í Gr. og Vík. Úrkomudagar voru allt að 8 fleiri en 10 ára meðaltal á Suður- og Vesturlandi; norðan lands og austan var úrkomudagafjöldi yfir- leitt nálægt meðallagi, á stöku stað þó allt að 12 færri en venjulega. Mánað- arúrkoma á Seyðisfirði mældist 232.7 mm. — Skriðuhlaup urðu hjá Núps- stað í þessum mánuði og ollu nokkrum skemmdum á túni, engjum og bit- (1)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.