Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.06.1942, Page 1

Veðráttan - 01.06.1942, Page 1
VEÐRÁTTAN 1942 MÁNAÐARYFI RLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Júní. Tíðarfarið var þurt og kalt með köflum. Spretta óvenju rýr í mánuðinum. Þ. 1—7. Lægð fyrir sunnan land. Austlæg átt og kalt, einkum fyrsta daginn og þann síðasta. Snjóaði þá dálítið nyrðra. Aðfaranótt þ. 6. sökk vél- bátur vestur af Skaga, skipshöfnin bjargaðist í íslenzkan togara. Þ. 8.—12. Hæð yfir íslandi. Stillur og oft bjartviðri. Þ. 10. féll maður út af vélbáti á ísafjarðardjúpi og drukknaði. Þ. 13.—17. Fyrir norðan land var grunn lægð, sem fór suðaustur yfir landið og gerði skammvinnt norðanhret síðasta daginn. Hina dagana var lengst af vestlæg átt. Þ. 18.—26. Fremur há loftþrýsting um ísland. Hægviðri og oftast bjart- viðri og fremur hlýtt. Þ. 27.—30. Qrunn lægð yfir íslandi og fyrir austan land. Vindur hægur og víðast norðlægur síðustu dagana. Loftvægið var 1.8 mm. yfir meðallagi á öllu landinu, frá 1.0 mm. á Hól. til 2.4 mm. í Rvk. og Sth. Hæst stóð loftvog á Ak. þ. 8. kl. 24, 773.9 mm. og lægst á Hól. þ. 16. kl. 21, 738.8 mm. Hitinn var 0.4° fyrir ofan meðallag á öllu landinu, mestur að tiltölu um IV20 yfir meðallagi sums staðar sunnan lands, en minnstur um V20 undir meðalhita á nokkrum stöðvum á Norðaustur- og Norðurlandi. Fyrstu 12 daga mánaðar- ins var fremur kalt í veðri, einnig var hiti undir meðallagi þ. 17. og í kring- um meðallag þ. 22.—23. og 28.—30. Kaldast að tiltölu var þann 4. og 17., hiti var þá 2° undir meðallagi. Þ. 13.—16., 18.—21. og 24.-27. var 1-3° hlýrra heldur en venjulega, mestur að tiltölu var hitinn þ. 27. Sjávarhitinn var 0.6° undir meðallagi við Sth., en annars staðar frá með- allagi til 1.7° fyrir ofan það, mestur að tiltölu við Norðvesturland. Jarðvegshitinn á Rafmagnsstöðinni við Rvk var 7.9° í 1 m. dýpt, en 6.8° í 2 m. dýpt. Úrkoman var lítil, aðeins hálf meðalúrkoma á öllu landinu. Á 2 stöðvum sunnan lands var úrkoma 3/4 úr meðaltali og í Gr. lítið eitt undir meðallagi. Minnst að tiltölu rigndi vestan lands, aðeins V4 — !/s af meðalúrkomu. Úrkomu- dagar voru í meðallagi á fáeinum stöðvum á Norðaustur-, Austur-^og Suð- austurlandi, en víðast voru þeir fáir, allt að 10 færri en venjulega. Úrkoma á Seyðisfirði mældist 28.8 mm. Þoka var víðast fremur sjaldgæf á Suður- og Vesturlandi en norðaustan lands og austan var þokudagafjöldi í meðallagi og sums staðar aðeins fleiri en það. Um þoku er getið 24 daga. Helztu þokudagar voru 21.—22. (þoka á 15—20 stöðvum) og 26.—30. (þoka á 9 — 17 stöðvum). Vindar. Norðvestanátt var tíðust að tiltölu, en sunnanátt sjaldgæfust. Veð- urhæð í meðallagi um Austur- og Suðausturland (Qrst.—Fghm.) en um vest- anvert landið (Vm.—Ak.) V2 —1 vindstigi undir meðallagi. Stormdagafjöldi ná- lægt meðallagi. Stormdagar í mánuðinum voru alls 5; stormur var á 1—2 stöðvum þ. 2., 5., 16. og 29. og á 5 stöðvum þ. 17. Snjólagstalan var 3 — 13 á 4 stöðvum norðaustan lands. Mest var snjólag í Höfn, snjólagstala var þar 13, en meðallag 10 ára er 0, og sýnir það, að snjó festir sjaldan þar í júnímánuði. Sólskinið í Rvk. var 17.7 klukkustundum lengur en 19 ára meðaltal. Mest sólskin á dag var 17.8 klst. þ. 7. en 2 daga var sólskinslaust. Á Ak. var (21)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.