Veðráttan - 01.11.1942, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1942
MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI
Nóvember.
Tídarfarið var óvenju milt, en óstöðugt og rigningasamt sunnan lands og
vestan. Sjaldan gaf á sjó.
Þ. 1.-5. Lægðir fyrir sunnan og vestan ísland. Vindur milli austurs og
suðurs. Rigningasamt sunnan lands og vestan. Milt.
Þ. 6.—7. Lægð fór norðaustur fyrir sunnan land. Austan- og síðan norðan-
átt, sums staðar stormur (Vm. N 10 þ. 6.) og mikil rigning eða slydda austan
lands og norðan. Hiti víðast yfir frostmarki.
Þ. 8 — 10. Lægð fór norðaustur fyrir vestan Iand. Sunnan- og síðan suð-
vestanátt, sums staðar stormur (Sd. SW 11 þ. 8. og WSW 10 þ. 9., Skl. SW
10 þ. 10.). Rigning sunnan lands og vestan.
Þ. 11.—18. Þessa daga var vindur oftast vestlægur, slundum þó suðaustan,
milt veður og úrkomusamt sunnan lands og vestan. Þrjár lægðir fóru yfir Iandið
norðanvert eða skammt fyrir norðan það, þ. 11., 14. og 18. Varð stormur víða um
land af völdum hinna tveggja fyrri lægða, en sums staðar á norðanverðu Iand-
inu þ. 17.-18. (Sm. SE 10, Skl. SE 11, Vm. SE 11 og SSW 12, Hæll E 10,
Eyrb. SSW 10, Lf. S 10, Grvk ESE 10 þ. 11.; Skl. NW 10 þ. 12.; Arn. W
12, Hsd. W 10, Sth. WSW 10, FI. W 10, Lmbv. W 10, Kvgd. W 10 og NW
10, Sðr. W 10, Krv. SW 11-12, Hlh. WSW 10, Sd. SW 10, Bjst. SW 10,
Fgdl. W 10, Nbst. veðurh. 11, Pap. NW 10, Tgh. NW 11, Vm. WSW 11,
Lf. W 10, Rkn. WSW 10 þ. 14.; Dt. NW 11 þ. 15. og W 10 aðfaranótt þ.
19.). í ofviðrinu þ. 14. og aðfaranótt þ. 15. fauk þak af skíðaskálanum í Jós-
efsdal og aðrar skemmdir urðu á honum, einnig skemmdust hafnarmannvirki
í Hafnarfirði, og pramma rak á land, og brotnaði hann. Á Akureyri urðu
nokkrar skemmdir á húsum og mannvirkjum, háspennulínan frá Laxá bilaði. Á
Gjögri fauk þak af húsi og bátur eyðilagðist.
Þ. 19.-20. Lægð fyrir austan land þ. 19., en hæð yfir landinu þ. 20.
Norðanátt eða hægviðri. Kalt.
Þ. 21.—26. Hæð yfir Islandi eða fyrir sunnan landið, en lægðir fyrir vestan
og norðan. Stundum hvasst á suðvestan eða vestan á Vestur- og Norðurlandi
(Sðr. W 10, Bol. SW 10, Krv. WSW 10 þ. 23, Sðr. W 10 þ. 24. og WNW
10 þ. 26 ). Milt, rigningasamt á Suður- og Vesturlandi.
Þ. 27.—30. Hæð yfir norðanverðu landinu. Hægviðri og milt fyrstu 2
dagana, en síðan gekk vindur í austur og norðaustur og kólnaði.
Loftvægið var 4.6 mm. yfir meðallagi á öllu Iandinu, frá 2.9 mm. í Bol.
til 6.6 mm. í Vm. Hæst stóð loftvog á Ak. þ. 27. kl. 12, 778 6 mm, en lægst
í Rvk. þ. 11. kl. 13, 720.0 mm.
Hitinn var 2.9° yfir meðallagi á öllu landinu, hæstur að tiltölu um 4° fyrir
ofan meðallag sums staðar norðan lands, en lægstur, um IV20 hærri en venju-
lega, á nokkrum stöðvum á Austur- og Suðausturlandi. Fyrstu 18 daga mán-
aðarins var hiti frá meðallagi og allt að 9° yfir meðalhita (þ. 17.). Þ. 19.—20.
var 3—5° kaldara en venjulega, en þ. 21. hlýnaði aftur og var hiti 4—9°
meiri en í meðallagi jj. 22.—28. og hæstur að tiltölu þ. 23.-24. Þ. 29. kóln-
aði, og þ. 30. var hiti 5° undir meðallagi á öllu landinu.
. Sjávarhitinn við strendur landsins var í kringum meðallag við Vestur- og
Norðurland, lægstur að tiltölu um V20 undir meðallagi við Krv. og Rfh. Við
Suður- og Austurland var sjávarhiti 1 —D/20 yfir meðallagi.
Jarðvegshitinn á Rafmagnsstöðinni við Rvk. var 8.2° í 2 m. dýpt.
Urkoma var 10 °/o undir meðallagi á öllu landinu. Á Suðaustur-, Austur-
(41)