Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.12.1942, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.12.1942, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1942 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Desember. Tídarfarið war óstöðugt og votviðrasamt í flestum landshlutum, en milt lengst af og hagar góðir. Þ. 1—5. Háþrýstisvæði fyrir norðan Island, en lægðir fyrir sunnan. Vind- staða milli norðausturs og suðausturs. Úrkomusamt með köflum. Kalt norðan lands og austan, og tvo fyrstu dagana einnig á Suður- og Vesturlandi. Þ. 6.—17. Lægðir fyrir sunnan ísland. Vindur oftast á austan, suma dag- ana norðaustan eða suðaustan. Oft hvasst við suðurströndina og dagana 8.—11. og 15. einnig vestan lands (Vík E 10, Vm. E 11 þ. 6.; Vm. E 10 þ. 7. og 8.; Kvgd. E 10, Horn NE 10 þ. 9.; Kvgd. E 10 þ. 10.; Vm. ESE 10 þ. 17.). Úrkomusamt flesta dagana og milt. Þ. 18.—27. Lægðir fyrir suðvestan og vestan ísland, stundum yfir land- inu eða fyrir norðan það. Vindstaða ýmist suðaustan eða suðvestan; stundum norðaustan eða norðan á Norðvesturlandi. Oft hvasst við suðurströndina og stundum í öðrum landshlutum, einkum dagana 22.-23. og 25. (Vm. ESE 10 þ. 19. og E 11 þ. 20.; Skl. og Fgdl. W 10 og Vm. SE 10 þ. 22.; Skl. SW 10, Hlst. S 11, Pap. SW 11, Hól. SSW 10 þ. 23.; Sd. WSW 10, Hól. SW 10, Vm. WSW 10 þ. 25.). Milt, og úrkomusamt. Þ. 28.—31. Lægð suðaustur af íslandi fyrsta daginn. Norðaustanátt, hvasst á Austur- og Suðausturlandi (Pap. NE 11, Hól. NNE 11). Kalt. Síðustu dag- ana var háþrýstisvæði yfir landinu eða fyrir sunnan það, en lægðir fyrir norðan eða austan. Vindstaða milli vesturs og norðurs. Úrkomusamt. Kalt um allt land þ. 31 og hvasst austan lands (Pap. NW 11, Tgh. N 11). Loftvægið var 3.7 mm. undir meðallagi á öllu landinu, frá 3.0 mm. í Bol. og Dt. til 4.8 mm. í Vm. Hæst stóð loftvog í Vm. þ. 29. kl. 11, 774.0 mm., en lægst einnig í Vm., 717.0 mm. þ. 23. kl. 5. Hitinn var 2.5° yfir meðallagi á öllu landinu, mestur að tiltölu 3—3V2° fyrir ofan meðallag allvíða á Norðurlandi og í innsveitum sunnan lands, en minnstur um IV2—2° hærri en í meðallagi nyrzt á Vestfjörðum, í Grímsey og á nokkrum stöðvum austan lands. Hiti var í meðallagi eða fyrir ofan það þ. 3.-27. og 29.—30; hlýjast að tiltölu var þ. 18., hiti 8° fyrir ofan meðallag. Þ. 1., 28. og 31. var hiti 4—5° undir meðallagi. Sjávarhitinn við strendur landsins var um V20 undir meðallagi við Vest- firði og Rfh., annars staðar 0.6—1.9° fyrir ofan meðallag. Jarðvegshitinn á Rafmagnsstöðinni við Rvk. var 7.5 0 í 2 m. dýpt. Úrkoman var í rúmu meðallagi á öllu landinu og svipuð í öllum lands- hlutum, miðað við meðallag. Úrkomudagafjöldi var víðast 3—4 meiri en 10 ára meðaltal sunnan lands og austan, en 2—4 minni en í meðallagi vestan Iands og vestan til á Norðurlandi. Úrkoman á Seyðisfirði mældist 193.3 mm. Þoka var venju fremur sjaldgæf á Suður-, Vestur- og Norðurlandi, en austan lands var þokudagafjöldi allt að 4 yfir meðallagi. Um þoku er getið 15 daga. Helztu þokudagar voru 16.—18., þá geta 5—10 stöðvar um þoku hvern dag, flestar austan lands. Windar. Austanátt var lang tíðust að tiltölu í þessum mánuði, eins voru norðaustan- og suðaustanáttir tíðar. Norðan-, sunnan-, suðvestan- og vestan- vindar voru sjaldnar en í meðallagi. Veðurhæð V2—1 vindstigi undir meðal- lagi í Rvk., Sth. og Ak., en álíka meiri en venjulega á Grst., Pap. og Fghm. Stormdagar voru allt að 2 færri en venjulega á 5 stöðvum sunnan lands og vestan, en allt að 2 fleiri en í meðallagi sunnan lands og austan. í Vm. voru (45)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.