Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.09.1946, Síða 1

Veðráttan - 01.09.1946, Síða 1
VEÐRATTAN 1946 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI September. Tíðarfarið var hagstætt um allt land fyrri hluta mánaðarins. Síðari hlutann var einnig góð tíð sunnan lands og vestan, en erfið norðan lands og austan. Þ. 1.—4. Lægð fór austur fyrir sunnan land. Hvessti fyrst á suðaustan, en snerist síðan í norðaustur og lægði. Var úrkomulítið nema tvo síðustu dag- ana á Norðausturlandi. Fremur hlýtt. Þ. 5.—12. Lengst af var hæð yfir landinu eða fyrir norðaustan það, en grunn lægð á Grænlandshafi. Vindur var suðlægur og fremur hægur. Á Suður- og Vesturlandi rigndi með köflum, annars var þurrviðrasamt og fremur milt veður. Þ. 13.—14. Lægð fór austur um sunnanvert landið. Hvessti fyrst nokkuð á suðaustan, en síðan lægði með norðaustan átt. Tók þá að rigna um norðan- vert landið. Hitinn lækkaði. Þ. 15.—20. Lægð fyrir suðaustan land, en hæð yfir Grænlandi. Vindur var norðaustlægur og stundum hvass, en náði þó hvergi 10 vindstigum. Rign- ingasamt var norðan lands, en úrkomulítið sunnan lands. Fremur svalt. Þ. 21.—27. Lægðir fóru norðaustur sunnan við landið. Vindátt var breyti- leg, mest norðaustlæg. Stormasamt var, einkum norðan lands (þ. 22. Hmd. N 10, Krv. N 10, Hlh. NNE 10, Gr. NNE 10, Höfn ENE 10, Vm. NNW 10; þ. 23. Pap. NW 10 og NNW 10, Tgh. N 10; þ. 24. Vm. E 10; þ. 25. Vm. E 10). Mikið rigndi á Norðausturlandi og annars staðar rigndi talsvert með köflum. Hitinn lækkaði. Þ. 28.—30. Lægðir fyrir vestan land. Brá þá til suðlægrar áttar. Hvergi var stormur nema í Vm. (þ. 29. E 10). Hlýnaði aftur í veðri og stytti upp á Norðurlandi, en talsvert rigndi sunnan lands og vestan. Loftvægið var 3.7 mm undir meðallagi á öllu landinu, frá 2.3 mm í Bol- ungarvík að 4.5 mm á Dalatanga. Hæstur loftþrýstingur mældist 770.2 mm þ. 30. kl. 21 á Dalatanga, en lægstur 720.1 mm þ. 22. kl. 18 að Hólum. Hitinn var 0.8° yfir meðallagi á öllu landinu. Hlýjast var að tiltölu við suður- og vesturströndina og sums staðar á Norðurlandi, hiti um 1 ° yfir meðal- lagi, en svalast á Norðausturlandi og austantil á Vestfjörðum, hiti um meðallag. Þ. 1.—14. var nitinn allt að 2° yfir meðallagi, þ. 15,—19. í tæpu meðallagi, þ. 20.—22. í góðu meðallagi, þ. 23.-27. 1°—3° undir meðallagi og þ. 28.—30. 2°—4° yfir meðallagi. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.8° yfir meðallagi, frá 0.2° við Stykkisbólm og Suðureyri að 1.9° við Teigarhorn. Úrkoman var rúmlega helmingi minni en venjulega á sunnanverðu landinu, frá Austfjörðum að Breiðafirði. Annars staðar var úrkoman víðast meiri en í meðallagi,,langmest að tiltölu austantil á Norðurlandi, allt að því fjórföld meðal- úrkoma. Úrkomudagar voru nokkru fleiri en venjulega á Norðausturlandi og Austfjörðum, um meðallag á Norðurlandi og Vestfjörðum, en annars staðar talsvert^ færri en í meðallagi, fæstir 9 undir meðallagi í Reykjavík og á Lamba- vatni. Úrkoman á Seyðisfirði mældist 213.4 mm. Þokudagar voru 2—7 fleiri en í meðallagi á Norður- og Norðausturlandi, flestir að tiltölu í Fagradal. Annars staðar voru þeir víðast 1—3 færri en venju- lega, tiltölulega langfæstir í Vestmannaeyjum, þar var nú 1 þokudagur, en meðallagið er 10. Um þoku er getið 26 daga. Helzti þokudagur var 13., þoka á 11 stöðvum. Vindar. Norðan og norðaustan átt var að tiltölu tíðust um norðanvert landið, (33)

x

Veðráttan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.