Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1951, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.01.1951, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1951 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Janúar Tíðarfarið var víðast óhagstætt. Samgöngur voru oft erfiðar, einkum síðari hluta mánaðarins, gæftir stirðar og afli yfirleitt tregur. Þ. 1.—9. var yfirleitt kalt loft yfir landinu. Hæð var yfir Grænlandi, en lægðir suður í liafi. Vindur var austlægur eða norðlægur og oftast hægur nema við suður- og suðvesturströndina. í Vestmannaeyjum var austan ofsaveður (veðurhæð 11) dagana 3., 4., 7.,|8. og 9. Einnig var víða hvöss norðanátt þ. 1. og allhvasst norðanlands þ. 5. Báða þessa daga var töluverð snjókoma um allt norðanvert landið, en annars var úrlcomulítið nema á Norðausturlandi. Um norðvestanvert landið var oft hjartviðri. Fyrstu tveir dagarnir voru tiltölulega köldustu dagar mánaðarins, hiti 5° undir með- allagi, aðra daga var hiti frá meðallagi að 4° undir því. Þ. 10.—14. var livassviðrasamara og mildara en fyrstu 9 daga mánaðarins, hiti 1°—3° yfir meðallagi. Þ. 10. nálgaðist djúp lægð suðvestan úr liafi og með henni harst hlýja loftið. Síðan voru lægðir á hreyfingu austur sunnan við land, en hæð yfir Grænlandi. Vindur var yfirleitt milli norðurs og austurs. (Þ. 10. Vm. E 10, ESE 12 og SE 12; þ. 11. Vm. E 12 og ENE 10; þ. 14. Glig. ENE 10). Töluverð snjókoma var norðanlands, en úrkomulítið syðra. Allan síðari hluta mánaðarins þ. 15.—31. var veður mjög óstöðugt. Lægðir voru lengst af á hreyfingu norðaustur yfir landið eða í nánd við það. Hvassviðri voru tíð og oft samfara snjókomu. (Þ. 15. Glig. N 10; þ. 16. Vm.E 11 og ESE 13, Rkn. ESE 11; þ. 18. Djv. NW 10; þ. 19. Vm. E 10; þ. 20. Vm. E 14, Rkn. E 11, Vst. E 10; þ. 21. Vm. E 12 og ESE 13, Rkn. veðurhæð 11; þ. 24. Sd SW 11 og Vm. SW 10; þ. 28. Vm. SE 12 og Rkn. SE 11; þ. 30. Sd. WSW 12; þ. 31. Vm. SSW 11). Þ. 15. var víðast þurrt veður og þ. 25.—27. var að mestu þurrt um suðvestanvert landið. Aðra daga var úrkoma víðast hvar á landinu, oftast snjókoma, og þ. 28.—29. gerði óvenju mikla snjókomu á Suð- vesturlandi. Þ. 15., 18.—20. og 25.—28. var 1°—4° kaldara en í meðalári. Þ. 31. var hiti í meðallagi, cn dagana 16.—17., 21.—24. og 29.—30. var 1°—4° hlýrra en í með- allagi. Tiltölulega lilýasti dagur mánaðarins var þ. 23. (hiti 4° yfir meðallagi), en þann dag var alldjúp lægð við suðausturströnd Grænlands og hvöss suðlæg átt hér á landi. Loftvœgið var 0.6 mb undir meðallagi á öllu landinu, frá 1.0 mb yfir meðal- lagi í Bolungarvík að 2.5 mb undir því í Vestmannaeyjum. Hæst stóð loftvog 1020.5 mb á Raufarhöfn þ. 20. kl. 17, en lægst 963.9 mh í Bolungarvík þ. 30. kl. 10. Hitinn var 0.3° undir meðallagi á öllu landinu. Um suðaustanvert landið og með ströndum fram á Norðurlandi var lítið eitt mildara en í meðalári, en víðast annars staðar var kaldara en venja er til. Við sunnanverðan Breiðafjörð og á nokkrum stöðvum á Norðurlandi var liiti um 1° undir meðallagi, en yfirleitt var vik liitans frá meðallagi innan við 1°. Sjávarhitinn við strendur landsins var 0.1° yfir meðallagi. Aðeins við norðvest- anvert landið var kaldara en í meðalári. Hlýjast var að tiltölu við Fagradal, 1.1° yfir meðallagi. Úrkoman á öllu landinu mældist % af meðalúrkomu. Aðeins á nokkrum stöðvum norðanlands mældist úrkoman meiri en venja er til. Mest mældist hún að tiltölu á Akureyri, % umfram meðallag, en minnst í Vík, % af meðalúrltomu. Úrkomudagar voru færri en venja er til um allt sunnan- og vestanvert landið. Fæstir voru þeir að tiltölu í Vík, 13 færri en í ineðalári. Flestir voru úrkomudagar að tiltölu á Akureyri og Grímsstöðum, fimm um fram meðallag, en víðast á Norðaustur- og Austurlandi var fjöldi þeirra um meðallag. Úrkoman í Stóra-Botni mældist 62.2 mm, á Hrauni á Skaga 62.6 mm og á Seyðisfirði 116.3 mm. (1)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.