Veðráttan - 01.03.1951, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1951
MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI
Marz
Tíðarfarid var mjög óhagstætt landbúnaði, þrálát norðaustanátt með snjókomu
um norðanvert landið og frost um allt land. Fannfergi var með fádæmum norðan
lands og austan og samgöngur allar mjög erfiðar. Sunnan lands var þurrt, en víða
mikil svellalög. Gæftir voru góðar í verstöðvunum suðvestan lands, en lélegar annars
staðar. Afli var misjafn, en yfirleitt heldur tregur.
Fyrsta dag mánaðarins var liiti 3° yfir meðallagi, og var það tiltölulega hlýjasti
dagur mánaðarins og sá eini, sem var hlýrri en í meðalári. Þ. 2. var hiti í meðallagi.
Þessa daga voru lægðir vestan og norðan við land, hvöss suðvestanátt og éljagangur.
(Þ. 1. Sðr. WSW 10, Krv. veðurhæð 10, Sd. SW 10, Mðr. WSW 10; þ. 2. Rvk. SW og
WSW 10, Mðr. SW 11.)
Næstu 2 daga, þ. 3. og 4., voru fremur grunnar lægðir yfir landinu og í nánd við
það. Vindátt var mjög breytileg og vindur víðast hægur. Að kvöldi þ. 4. var þó komin
hvöss norðaustanátt um norðvestanvert landið, (Arn. NNE 10, Rh. NE 10 og Lmbv.
NE 10), og að morgni þ. 5. skall á norðaustan ofsaveður með mikilli snjókomu um allt
norðanvert landið. Stórhríðin stóð þar hálfan annan sólarhring. (Sth. NNE 10, Rh. NE
10, Kvgd. ENE 10, Sðr. ENE 10, Krv. ENE 10, Blds. NE 10, Hvk. E 11, Grst. ENE
og NE 10, Mðr. ESE 10; þ. 6. Rvk. NNE 10, Sth. NNE 10, Rh. NE 10; þ. 7. Rh. NE 10).
Dagana 3.—7. var hiti 1°—2° undir meðallagi. Hæð var yfir Grænlandi og lægð sunnan
við land. Þ. 8. og 9. náði hæðin inn yfir laudið, og var víðast hægviðri nema á Austur-
landi. Síðan var óslitin norðaustanátt til þ. 14. (Þ. 11. Rvk. NNE 10, Hlh. NNE 10;
þ. 13. Hól. NNE 10). Stöðug snjókoma var norðan lands, en bjart syðra. Hitinn var
3°—6° undir meðallagi. Dagana 9., 12. og 14. var 6° kaldara en í meðalári, og voru
það tiltölulega köldustu dagar mánaðarins.
Upp úr miðjum mánuði, þ. 15.—20., var vindur breytilegri en áður og lieldur
mildara, hiti 1°—4° undir meðallagi. Þ. 15. var hægviðri, en þ. 16. og 17. olli lægð
suður í hafi suðaustlægri og austlægri átt um allt land. (Þ. 16. Ym. E 12, þ. 17. Ym.
E 10). Þ. 18. var hægviðri, en þ. 19. og 20. fór smálægð austur yfir landið sunnanvert,
og varð vindur allhvass um vesturhluta landsins. Lengst af var snjókoma norðan lands
og dagana 15.—16. einnig sunnan lands.
Þ. 21. gerði enn norðaustanátt með snjókomu um allt land, og hélzt það veður
fram til 23., þó var ekki tcljandi snjókoma sunnan lands nema tvo fyrri dagana. (Þ. 22.
Vm. N 10; þ. 23. Sd. NW 10, Hól. NW 10, Vm N 10). Hiti var 3°-4° undir meðallagi.
Þ. 24. lægði veðrið að mestu, en þó var enn hvasst austan lands. (Dt. N 10, Hól. WNW
11). Hæð þokaðist inn yfir landið úr vestri, og var stillt veður en kalt, 4°—5° kaldara
en í meðalári, þ. 24.—26.
Smá lægð, sem fór austur yfir landið þ. 26.—27., bar með sér heldur hlýrra loft
(Rkn. SE 10), og náði hiti meðallagi þ. 28., en síðustu þrjá daga mánaðarins var 2°—3°
kaldara en í meðalári. Þ. 29. var grunn lægð á Grænlandshafi, lægðin dýpkaði, fór
suður fyrir land og olli hvassri austanátt með snjókomu sunnan lands þ. 30. (Vm. E 11),
en þ. 31. snerist vindur enn til norðausturs.
Loftvœgið á öllu landinu var 8.6 mb yfir meðallagi, frá 3.3 mb á Dalatanga að
11.4 mb í Bolungarvík. Hæst stóð loftvog 1047.0 mb í Bolungarvík þ. 8. kl. 18, en
lægst á Hornbjargsvita þ. 1. kl. 01, 978.0 mb.
Hitinn var 2.9° undir meðallagi á öllu landinu, og mun þetta vera einn af fjórum
köldustu marzmánuðum það sem af er öldinni. Að vísu cr samanburður erfiður, vegna
þess að athuganir fyrir allt tímabilið hafa aðeins verið gerðar á örfáum stöðvum.
Kaldastur mun marz 1919 vera og næstur marzmánuður 1947, en þá var hiti 3.2° undir
því meðaltali, sem nú er notað. Árið 1902 var liiti svipaður og nú á þeim stöðvum,
(9)