Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1953, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.01.1953, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1953 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Janúar Tíöarfariö var lengst af mjög hagstætt. Samgöngur voru yfirleitt greiðar, enda var óvenju snjólétt. Gæftir voru góðar og afli víðast allgóður. Vorblóm sprungu út á stöku stað í görðum, og á Seyðisfirði heyrðist til lóu. Á nýársdag var hægviðri og víðast þurrt veður. Hiti var 1° yfir meðallagi. Þ. 2. var lægð suðvestan við land. Vindur var suðaustlægur og allhvasst og rign- ing um suðvestanvert landið. (Vm. ESE 11 og SE 10). Næstu tvo daga var vindur milli suðurs og vesturs. (Þ. 4. Skrk. SW 10). Hlýtt var í veðri, en töluverð úr- koma nema helzt á Norðausturlandi. Þ. 3. var 6° hlýrra en í meðalári, og var sá dagur ásamt þ. 19. tiltölulega hlýjasti dagur mánaðarins. Þ. 2. og 4. var hitinn 4° yfir meðallagi. Norðlæg átt bar kaldara loft inn yfir landið þ. 5. (Dt. NW 10, Vm. SW og W 10), og þ. 6. var hitinn kominn niður í meðallag, en þann dag var hæð yfir land- inu, stillt og víða bjart veður. Smálægð fór til austurs norðanvert við landið þ. 7., og hlýnaði þá aftur. Hit- inn var 5° yfir meðallagi. Síðan var 1°—4° hlýrra en í meðallagi til þ. 12. Veður var stillt fram til þ. 10. og úrkoma ekki mikil, en þ. 10. hvessti við suðvestur- ströndina (Vm. SSW 11 og SSE 10) af völdum lægðar suðvestur í hafi. Þ. 11. fór lægðin norðaustur Grænlandshaf, og snerist þá vindur til suðvesturs og var víða hvasst (Krv. SSW 10, Blds. SE 10, Sd. WSW 10 og Vm. SW 10). Töluverð rigning var þ. 10. og 11., einkum um sunnanvert landið. Dagana 12.—18. voru grunnar lægðir á hreyfingu í nánd við landið. Vindur var breytilegur. (Þ. 12. Vm. WNW 12 og SW 10; þ. 14. Gr. W og WNW 10, Skrk. WSW 10, Vm. ESE og SE 10; þ. 16. Sðr. WSW 10, Hbv. W 11). Síðustu tvo dag- ana var vindur hægur. Úrkomusamt var lengst af um allt land. Hiti var frá 1° undir meðallagi að 3° yfir því. Djúp lægð fór norðaustur Grænlandshaf og norðaustur fyrir land þ. 19. og olli hvassri suðvestlægri átt með rigningu um allt land. (Þ. 19. Krv. S 10, Hlh. S 10, Sg. WSW 10, Sd. SW 12 og W 10; þ. 20. Skrk. SW 10). Hiti var 6° yfir meðal- lagi. Næstu tvo daga fór kólnandi, og var hiti 1° undir meðallagi þ. 21. Hæð þok- aðist austur yfir landið. Veður var yfirleitt þurrt og sums staðar bjart. Dagana 22.—25. var suðlæg átt ríkjandi og hiti 2°—4° yfir meðallagi. Vindur var yfirleitt hægur nema þ. 25. (Þ. 23. Vm. WNW 10; þ. 25. Hmd. SSE 10, Lmbv. vh. 10, Hbv. S 10, Vm. S 10). Úrkoma var töluverð. Veður fór kólnandi dagana 26.—29. Hiti var frá meðallagi að 2° undir því. Lægðir voru í nánd við landið eða yfir því. Vindur var allbreytilegur (þ. 27. Vm. W og SW 11 og WSW 10; þ. 28. Hbv. ENE 11 og E 10, Vm. WSW 11), og nokkur úrkoma víðast hvar á landinu. Lægð var austan við land þ. 30. og allhvöss norðlæg átt (Vm. N 10), en þ. 31. þokaðist hæð inn yfir landið úr vestri, og varð þá vindur hægur og víða bjart. Hiti var 6° undir meðallagi, og varð þetta tiltölulega kaldasti dagur mánaðarins. Þ. 30. var 5° kaldara en venja er, og nokkur snjókoma var norðan lands, en bjart syðra. Loftvœgiö á öllu landinu var 5.9 mb yfir meðallagi, frá 4.5 mb í Bolungarvík að 7.8 mb í Vestmannaeyjum. Hæst stóð loftvog í Reykjavík þ. 31. kl. 13, 1031.1 mb, en lægst í Bolungarvík þ. 27. kl. 15, 964.5 mb. Hitinn var 1.3° yfir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu í uppsveitum á Norður- og Vesturlandi, en þar var víðast rösklega 2° hlýrra en í meðallagi. Víða með (1)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.