Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.01.1955, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.01.1955, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1955 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐUR STOFUNNI Janúar TíOarfariO var stirt, nema fyrstu vikuna. Viða tepptust fjallvegir á Norðurlandi og Austurlandi upp úr miðjum mánuði. Gæftir voru yfirleitt góðar, einkum fyrri hlutann, en heldur stopulli seinni hlutann. Afli var litill við Faxaflóa, en meiri við Breiðafjörð og Vestfirði. Togarar öfluðu oft allvel í þessum mánuði. Fyrstu daga mánaðarins barst hlýtt loft inn yfir landið, og varð hitinn 5°—7° hærri en í meðalári þ. 1.—6. Hlýjustu dagar mánaðarins voru 2. og 3. Þ. 1. hreyfðist lægð norður Grænlandshaf og olli suðaustlægri átt þann dag, en daginn eftir var vindur orð- inn sunnan- og suðvestanstæður. (Þ. 1. Vm. ESE 10; þ. 2. Nb. SSE 10, Vst. SE 11). Þrjá fyrstu dagana var rigning víðast hvar, nema á Norðurlandi. Þ. 4. og 5. var hæg- viðri, skýjað, en þurrt veður, þá daga hreyfðist háþrýstisvæði norðvestur yfir landið. Þ. 6. var vestanátt með lítils háttar skúrum eða éljum. Þ. 7. tók að berast kalt loft inn yfir landið, þann dag var hitinn 2° yfir meðallagi og daginn eftir 1° undir því, en frá 9.—18. var hitinn 4°—10° lægri en í meðalári. Voru 13. og 15. köldustu dagar mánaðarins að tiltölu. Þessa daga var háþrýstisvæði yfir Grænlandi, en lægðir yfir Skandínavíu eða hafinu milli Islands og Noregs. Vindátt var milli norðvesturs og norðausturs, (þ. 16. og 17. Vm. N 10), þó var austanátt suma daga á Suðurlandi. Alla þessa daga var snjókoma um norðanvert landið, en annars staðar úrkomulítið og stundum bjart. Dagana 19.—22. var hiti frá meðallagi að 3° undir því, en frá þ. 23. og fram til mánaðamóta var 1°-—3° hlýrra en venja er til. Vindáttin var milli suðausturs og vesturs þ. 19.—25. og stundum hvasst. (Þ. 19. Sðkr. SSW 10; þ. 20. Fgdl. vh. 10, Dt. S 10, Skrk. S 10, Vm. SSW 10, S 11; þ. 21. Vm. W 10; þ. 22. Hlh. W 10, Skrk. SSW 10, Vm. NW 11, W 10; þ. 23. Vm. ESE 10; þ. 24. Rh. NNE 10, NE 10, Lmbv. vh. 10, Hbv. E 10, Sg. ENE 10; þ. 25. Hbv. ESE 10, E 10, NE 10, Gr. E 10, Vm. ESE 13, Smst. SE 10, Vst. E 11). Þ. 20. og 21. fóru lægðir yfir landið vestanvert, og frá þ. 22.—25. voru lægðir skammt suður og vestur af Reykjanesi. Úrkoma var nokkur um allt land þessa daga, snjókoma fyrst í stað, en síðar rigning. Einkum var úrkoman mikil um suðvestanvert landið þ. 19. og á Suðausturlandi þ. 24. Dagana 26.—31. var lægðasvæði suður í hafi og norðaustan- og austanátt ríkjandi. (Þ. 27. Hbv. NE 10; þ. 29. Rh. NE 10). Fyrstu tvo dagana voru skúrir eða él um allt land, en þ. 28.—31. var bjart um suðvestan- og vest- anvert landið, en snjó- eða slydduél í öðrum landshlutum. LoftvægiO var 8.7 mb yfir meðallagi, frá 7.3 mb á Djúpavogi að 10.6 mb á Galtar- vita. Hæst stóð loftvog 1041.0 mb á Keflavíkurflugvelli milli kl. 23 þ. 4. og kl. 1 þ. 5., en lægst í Vestmannaeyjum þ. 25. kl. 12, 963.1 mb. Hitinn var 1.0° undir meðallagi á öllu iandinu. Á Vestur- og Norðurlandi var hitinn víðast % °—1° undir meðallagi. 1 Möðrudal var þó 1.9° kaldara en í meðalári. Sunnan lands og austan var yfirleitt 1°—1%° kaldara en venja er til. Sjávarhitinn við strendur iandsins var 0.7° undir meðallagi, frá 0.8° yfir meðallagi við Grindavik að 1.6° undir því við Raufarhöfn. Sjávarhiti við Gróttu við Seltjarnar- nes mældist 1.5° og við Grindavík 5.8°. Úrkoman á öllu landinu mældist % af meðalúrkomu. Á Norður- og Norðausturlandi, á Suðurlandsundirlendi og í Borgarfirði var yfirleitt meiri úrkoma en venja er til, en í öðrum landshlutum var hún minni en i meðalári. Mest mældist úrkoma að tiltölu á Blönduósi og í Fagradal, % umfram meðallag, en minnst á Hólum, rösklega % af meðal- úrkomu. Úrkoman í Stóra-Botni mældist 66.2 mm, á Eyrarbakka 143.9 mm og í Grinda- vík 105.9 mm. Úrkomudagar voru færri en i meðalári á Suður- og Vesturlandi, en yfir- ieitt fleiri en venja er til á Austur- og Norðurlandi. Þoka. Þokudagar voru víða nokkru fleiri en venja er til á Austur- og Suðurlandi, en yfirleitt færri en í meðalári í öðrum landshlutum. Um þoku var getið 13 daga mán- aðarins. Þ. 1.—4., 6., 23.—24. og 27.—28. var þoka á 5—12 stöðvum, og 4 daga var þoka á 1—2 stöðvum. Vindar milli norðurs og norðausturs voru tíðastir að tiltölu, en sunnan og suðvestan vindar fátiðastir. Logn var í meðallagi og veðurhæð heldur minni en venja er til, (1)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.