Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.01.1957, Page 1

Veðráttan - 01.01.1957, Page 1
VEÐRÁTTAN 1957 MÁNADARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Janúar TíOarfariO var sæmilega hagstætt framan af, en mjög óhagstætt sunnan lands og vest- an síCari hlutann. Eftir þ. 20. var lengst af ófærð á vegum á Suður- og Vesturlandi. Gæftir voru mjög stirðar og afli rýr. Norðan lands og austan var hagstæð tíð lengst af og samgöngur greiðar. Fyrstu viku ársins var milt veður, hiti 2°—4° yfir meðallagi. Þ. 1. og 2. var að mestu þurrt um vestanvert landið. Á Austur- og Suðausturlandi var hins vegar nokkur úrkoma og einnig sums staðar á Norðurlandi. Þ. 3.—5. rigndi talsvert um sunnan- og vestanvert landið, en á Norður- og Norðausturlandi var víðast úrkomulítið, þó var nokkur úrkoma á öllu Austurlandi þ. 5. Fremur grunnar lægðir voru sunnan og vestan við land fram til þ. 6., og þ. 5. var einnig grunn lægð austan við land. Vindur var yfirleitt hægur og vind- átt lengst af milli austurs og suðurs. Að kvöldi þ. 6. nálgaöist alldjúp lægð suðvestan úr hafi. Lægðin var við vestur- og norðurströndina daginn eftir. Víða var hvasst, og á Suður- og Vesturlandi snjóaði allmikið. Á Norðausturlandi var úrkomulítið, en annars náði snjó- koman um allt land. Þ. 8. og 9. var norðanátt og snjókoma um norðanvert landið. Á Suður- og Suðaustur- landi var einnig nokkur snjókoma þ. 8., en annars var yfirleitt þurrt veður sunnan lands. Aðallægðarmiðjan var komin norðaustur fyrir land og grynntist. Grunn lægð var við suðurströndina fyrri daginn. Hiti var frá meðallagi að 1° yfir þvi. Vindur snerist til suðurs þ. 10. vegna lægðar á Grænlandshafi. Mikil úrkoma var um allt land. nema á Norðausturlandi. Hitinn varð 4° yfir meðallagi, og siðan var hlýindatíð, en mjög stormasamt fram til 19. Þ. 16. var 8° hlýrra en í meðalári, og var það hlýjasti dagur mánaðarins. Aðra daga þessa tímabils var 2°—7° hlýrra en venja er til. Sunnan lands og vestan var mjög úrkomusamt. Vestan til á Norðurlandi var einhver úrkoma flesta dagana. Um norðaustanvert landið, og á Austfjörðum var nokkur úrkoma þ. 11. og eftir þ. 17., en annars var þar að mestu þurrt. Hæð var yfir Bretlandi og hafinu vestur undan, en lægðir á hreyfingu norðaustur Grænlandshaf og norður fyrir land. Stórviðri voru um allt land þ. 14. og 17.—18. og aftaka brimrót víða við vesturströndina. Vindátt var ýmist suðlæg eða vestlæg. Hiti var 1° undir meðallagi þ. 20. og 2° undir þvi þ. 21. og 22. Urðu þessir tveir dagar köldustu dagar mánaðarins ásamt þ. 27. Lægðasvæði var yfir landinu og vindátt breytileg. Orkoma var um allt land, en yfirleitt mun minni á Norður- og Austurlandi en sunnan lands og vestan. Lægð, sem nálgaðist úr suðvestri þ. 23., bar aftur hlýrra loft inn yfir landið með hvassri suðaustanátt. Þ. 24. lygndi, en þ. 25. tók lægðin að dýpka, og aftur skall á suð- austan og sunnan hvassviðri. Á Norðurlandi var úrkomulítið, en í öðrum landshlutum var víða mikil úrkoma, rigning eða slydda. Hiti var 2°—4° yfir meðallagi. Vindur var yfirleitt hægur dagana 26.—27. Lægðir voru austan og vestan við land. Að morgni þ. 26. mældist víða mikil úrkoma. Næsta sólarhring var þurrt veður á Norður- og Austurlandi og víðast bjart þ. 27. Annars staðar á landinu var nokkur úrkoma báða dagana. Hiti var 1°—2° undir meðallagi. Övenju djúp lægð fór norður yfir land þ. 28., og þ. 29.—31. var önnur djúp iægð á hreyfingu norðaustur Grænlandshaf. Stormur var alla dagana og víða mikil snjókoma. Þ. 28. snerist vindur frá austri til vesturs, en þ. 29.—31. var vindáttin austlæg eða suðlæg. Hiti var 1°—2° yfir meðallagi. LoftvcegiO var 6.6 mb undir meðallagi, frá 4.6 mb á Hólum að 8.9 mb á Galtarvita. Hæst stóð loftvog þ. 15. kl. 7—9 í Vestmannaeyjum, 1043.2 mb og lægst á sama stað þ. 28. kl. 6, 938.6 mb. Er það lægsta loftvægi, sem athugað hefur verið á Islandi síðan í janúar 1942, en þá komst loftvægi niður í 936.7 mb. Loftvægi við yfirborð sjávar fer mjög sjaldan niður fyrir 940 mb, en lægsta loftvægi, sem mælzt hefur á landinu svo vitað sé er 919.7 mb, en það var í Vestmannaeyjum þ. 2. desember 1929. Hitinn var 2.5° yfir meðallagi. Mildast var að tiltölu á Norðurlandi, hiti 3°—4° yfir meðallagi. Á Suður- og Suðvesturlandi var yfirleitt 1°—2° hlýrra en í meðalári. 1 öðrum landshlutum var hiti 2°—3° yfir meðallagi. Sjávarhiti við strendur landsins var 1.1° yfir meðallagi. Vik sjávarhita frá meðallagi var víðast %°—1%°. Yfirleitt var kaldast að tiltölu við Austur- og Suðausturland. Úrkoma á öllu landinu var % umfram meðallag. Á Austfjörðum, vestanverðu Norður- landi og nyrzt á Vestfjörðum mældist minni úrkoma en í meðaiári. 1 öðrum landshlutum var hún víðast meiri en venja er til. Mest mældist úrkoman, miðað við meðallag, á Hæli, en þær stöðvar, sem meðallag hefur verið reiknað fyrir, eru tiltölulega fáar. Á Suður- og Vesturlandi voru úrkomudagar til jafnaðar 7 umfram meðallag, en á Norður- og Austur- landi var fjöldi þeirra yfirleitt nálægt meðallagi. (1)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.