Veðráttan - 01.06.1957, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1957
MÁXADARYFIRLIT SAMIR Á VERURSTOFUNNI
Júní
TíSarfar var hagstætt á Vesturlandi, en í öðrum landshlutum var tíð óhagstæð gróðri.
Sunnan lands og vestan var sláttur víða hafinn í lok mánaðarins og spretta góð eða sæmi-
leg, en á Norður- og Austurlandi var óvíða byrjað að slá í þessum mánuði. Afli togara var
yfirleitt góður. Síldveiðar hófust um þ. 20., en fremur lítið veiddist. Gæftir voru góðar.
Hiti var 4° undir meðallagi þ. 1., og varð það kaldasti dagur mánaðarins. Vindur var
austanstæður, rigning á Suðurlandi, en víða él norðan lands. Vindur snerist til norð-
austurs og norðurs þ. 2., og birti þá víðast upp um sunnanvert landið, en nokkur él voru
enn á Norðurlandi. Þessa tvo daga fór lægð austur á bóginn sunnan við land. Þ. 3. var
lægð norðan við land og vindátt vestlæg. Nokkur úrkoma var á Vesturlandi, en annars
var þurrt að mestu. Lægðin fór suður yfir landið austanvert þ. 4., en yfirleitt var úrkomu-
lítið þann dag. Þessa þrjá daga var hiti frá 1° yfir meðallagi að 2° undir því.
Dagana 5.—10. var óslitið bjartviðri um vestanvert landið. Norðaustan lands var lítils
háttar úrkoma öðru hvoru, en annars staðar var þurrt veður, og fyrstu fjóra dagana var
víða heiðskírt á Suðurlandi. Hæð var vestanvert við landið og yfir því alla dagana, en þ.
6.—7. fór lægð suðaustur á bóginn austan við land. Vindur var lengst af hægur. Hiti var
1° yfir meðallagi þ. 5.—6., en dagana 7.—10. var 1°—5° kaldara en í meðalári á Norður-
og Austurlandi, en á Suður- og Vesturlandi var hitinn frá 2° undir meðallagi að 2°
yfir því.
Þ. 11. tók að gæta áhrifa frá lægð suðvestur í hafi. Vindur varð hvass við suðvestur-
ströndina, og á Suður- og Suðvesturlandi tók að rigna. Lægðin var suðvestanvert við
landið fram til 15., en þ. 16. fór hún norðaustur yfir land. Þessa daga var rigning að heita
má um allt land. Á Norðausturlandi var þó yfirleitt aðeins óveruleg úrkoma nema þ. 12.
—13. Hiti var 2° yfir meðallagi þ. 14., og varð það hlýjasti dagur mánaðarins miðað við
meðallag ásamt 29. Hina dagana var hiti frá 1° undir meðallagi að 1° yfir því.
Dagana 17.—26. voru stillur og þurrviðri um allt land, þó gerði lítils háttar skúrir
stöku sinnum. Hæð var yfir landinu. Á Vesturlandi var oft heiðskírt eftir þ. 20., og þ. 25.
var einnig heiðskirt um norðaustanvert landið. Á Suður- og Vesturlandi var hiti frá 1°
undir meðallagi að 2° yfir því. Á Norður- og Austurlandi var heldur kaldara og hiti jafn-
framt breytilegri, þar var kaldast þ. 24., hiti 3° undir meðallagi.
Lægð var alldjúpt suður í hafi þ. 27., og brá þá til suðaustanáttar með rigningu suð-
vestan lands. Daginn eftir var mikil rigning á Suður- og Suðausturlandi. 1 öðrum lands-
hlutum var sums staðar lítils háttar úrkoma. Vindur var yfirleitt austanstæður. Lægðar-
miðjan var að mestu kyrrstæð suðvestan við land frá 28.—30., en regnsvæðið færðist
norðvestur yfir land þ. 29. og 30., og vindátt var breytileg þá daga. Hiti var frá meðal-
lagi að 2° yfir því síðustu fjóra daga mánaðarins.
LoftvægiÖ var 5.7 mb yfir meðallagi, frá 4.9 mb í Vestmannaeyjum að 6.1 mb í Stykkis-
hólmi og á Galtarvita. Hæst stóð loftvog 1033.9 mb þ. 21. á Raufarhöfn kl. 13 og á Djúpa-
vogi kl. 9—13, en lægst þ. 28. kl. 12—13 i Vestmannaeyjum, 998.4 mb.
Hitinn var í meðallagi. Á Vesturlandi var hlýrra en í meðalári. Hlýjast var að tiltölu
á Vestfjörðum, en þar var hitinn %°—2° yfir meðaliagi. Annars staðar á Vesturlandi
var vik hitans frá meðallagi innan við 1°. Með ströndum fram á Norðurlandi var hitinn
frá meðallagi að %0 yfir því, en annars var kaldara en venja er til á Norður-, Austur og
Suðurlandi. Kaldast var að tiltölu i innsveitum norðaustan lands, hiti %°—1%° undir
meðallagi. — Næturfrost voru tíð fyrri hluta mánaðarins. Þ. 9. var frost á 15 stöðvum.
Þ. 2.-3., 6., 8. og 11. á 8—14 stöðvum og þ. 1., 5., 7., 10. og 12. á 1—4 stöðvum. Eftir
miðjan mánuð voru næturfrost fátíð. Þ. 22. mældist þó frost á fjórum stöðvum á Austur-
landi og fjórar nætur var frost á 1—2 stöðvum.
Sjávarhiti við strendur landsins var 0.1° hærri en venja er til. Hlýjast var að tiltölu
í sjó við Kjörvog, 1.5° yfir meðallagi, en kaldast við Raufarhöfn, 1.1° undir meðallagi.
(41)