Veðráttan - 01.01.1959, Blaðsíða 1
VEBRÁTTAN 1959
MÁNAÐARYFIRLIT SAMIR A VEÐURSTOFUNNI
Janúar
Tíö var talin hagstæð um sunnanvert landið og um meginhluta Vesturlands, en hörð
á Norður- og Norðausturlandi. Samgöngur voru greiðar sunnan lands og vestan, en
sums staðar á Norður- og Austurlandi voru vegir tepptir að töluverðu leyti. Gæftir voru
góðar nema síðustu vikuna.
Meiri hluta mánaðarins var óvenju kalt. Alla daga frá 1. til 23. var kaldara en í
meðalári. Þ. 5. var 8° kaldara en venja er til, samkvæmt meðaltali sex stöðva, og var
það kaldasti dagur mánaðarins á öllu landinu. Þ. 1., 7., 12. og 17. var hiti 1°—3° undir
meðallagi, en aðra daga þessa langa kuldakafla var 4°—6° kaldara en í meðalári. Há-
markshiti fór yfirleitt ekki yfir frostmark, og nokkra daga um miðjan mánuðinn komst
lágmarkshiti niður fyrir 20° frost í innsveitum á Norðausturlandi. Allt kuldatímabilið
var að mestu þurrt og mjög oft heiðskírt sunnan iands, en um norðanvert landið snjóaði.
Þó var þar víðast úrkomulítið dagana 9.—16. og stundum bjart norðvestan til.
Fyrstu átta dagana var vindur yfirleitt norðaustlægur eða norðlægur. Stundum var
allhvasst, einkum austan lands þ. 3. og 5. Norðan lands snjóaði víða mikið þ. 5.—7. Hæð
var yfir Grænlandi, en lægðir yfir Skandínavíu, og þ. 1. var lægð á hreyfingu austur á
bóginn sunnan við land. Grænlandshæðin þokaðist inn yfir Island þ. 8., og síðan voru
stillur fram til þ. 16.
Dagana 17.—19. voru lægðir á hreyfingu austur á bóginn suður í hafi, og vindur varð
austan- eða norðaustanstæður með talsverðri snjókomu norðan lands og austan. Þ. 20.
náði hæð suður yfir landið, og vindur varð aftur hægur.
Stórhrið var norðan lands þ. 21.—22. og norðan hvassviðri um allt land, en þessa
daga var lægðasvæði yfir Bretlandi, Norðursjó og norður með Noregi, en hæð yfir Græn-
landi eins og áður. Þ. 23. þokaðist hæð inn yfir landið úr vestri, og veðrið lægði.
Þ. 24. var lægð við Suðaustur-Grænland, og allhvöss suðvestanátt bar hlýrra loft
inn yfir landið. Hiti varð 2° yfir meðallagi. Á Norðausturlandi var þurrt veður, en annars
staðar var slydda eða rigning. Mest var úrkoman á Suðurlandi. Næstu tvo daga fór hiti
enn hækkandi, og hlýindatíð hélzt það, sem eftir var af mánuðinum. Þ. 26. og 31. var
6° hlýrra en í meðalári, og urðu það hlýjustu dagar mánaðarins. Aðra daga eftir þ. 24.
var hiti 2°—5° yfir meðallagi. Alla dagana voru lægðir á Grænlandshafi og vindur
sunnan- eða suðvestanstæður og oft hvasst, einkum þ. 31. Úrkomusamt var alls staðar
nema um norðaustanvert landið. Mest var úrkoman þ. 26.—27.
Loftvægi var mjög hátt eða 20.0 mb yfir meðallagi á öllu landinu, og hefur loftvægi
ekki orðið jafnhátt í janúar siðan árið 1945, en þá var það 21.1 mb yfir meðallagi. Vik
loftvægis frá meðallagi var mest á Galtarvita, 21.7 mb, en minnst á Dalatanga, 17.1 mb.
Hæst stóð loftvog þ. 8. kl. 20 á Galtarvita og þ. 9. kl. 14—15 á Akureyri, 1038.0 mb, en
lægst þ. 27. kl. 2 á Galtarvita, 982.2 mb.
Hitinn var 2.6° undir meðallagi. 1 innsveitum var allt að 4° kaldara en venja er til.
1 útsveitum norðan lands var IV2 °—2° kaldara en í meðalári, en með ströndum fram um
sunnanvert landið var hitinn yfirleitt 2°—3° undir meðallagi. Þessi mánuður er kald-
asti janúar frá 1936, en þá var hitinn svipaður, og eru þessir mánuðir ásamt janúar 1902
köldustu janúarmánuðir aldarinnar næst eftir janúar 1918, sem er langkaldasti mánuð-
urinn það, sem af er öldinni. Þann mánuð var meðalhitinn í Reykjavík, Stykkishólmi,
Akureyri, Grímsstöðum og Teigarhorni -11.6°, en 1959 er meðaltal sömu stöðva -5.1°.
Úrkoma á öllu landinu var helmingur af meðalúrkomu. Aðeins á Húsavík fór úrkom-
an yfir meðailag, en þar mældist tvöföld meðalúrkoma. Næst Húsavík koma Stykkis-
hólmur og Kvigindisdalur með % af því, sem venja er til. Minnst var úrkoman að tiltölu
á Hallormsstað, aðeins 13% af meðaltali. Úrkomudagar voru til jafnaðar 11 færri en í
meðalári á öllum stöðvum frá Hólum i Homafirði suður og vestur um land til Kvígindis-
(1)