Veðráttan - 01.08.1960, Síða 1
VEÐRÁTTAN 1960
MÁNAUAIlYFIItLIT SAMIII Á VEÐUIISTOFVBÍNI
Ágúst
Tíðarfar var með afbrigðum gott til heyskapar á Suður- og Vesturlandi, slætti var
víðast lokið nokkru fyrir mánaðamót og heyfengur mikill og góður. Aftur á móti var
frekar óþurrkasamt í útsveitum norðan lands, á Norðausturlandi og á Fljótsdalshéraði
fyrstu þrjár vikurnar. Háarspretta var misjöfn, en spretta garðávaxta í góðu meðallagi.
Fyrstu tvo daga mánaðarins var smálægð fyrir vestan land, en hæðarhryggur milli
Islands og Noregs. Um vestanvert landið var sunnan- og suðaustanátt með nokkurri
rigningu, en i öðrum landshlutum var hægviðri og léttskýjað norðan og norðaustan lands.
Hiti var 1° yfir meðallagi þessa tvo daga.
Hæg norðlæg átt var rikjcuidi allt timabilið frá 3.—24., síðustu fjóra dagana var
vindur þó austlægur sunnan lands. Norðan og norðaustan lands var lengst af skýjað
og þokusamt á miðunum, einkum fram til þ. 10. Yfirleitt var þó þurrt nema þ. 5.—6.
og 14.—16. Suðvestan lands var aftur á móti bjartviðri dag hvem, og heita má, að ekki
hafi komið dropi úr lofti á öllu svæðinu vestan frá Breiðafirði yfir Suðurland og aust-
ur í Berufjörð. Meðalhiti sólarhringsins var mjög jafn þessa daga, þ. 4. var 1° hlýrra
en i meðalári, en annars var hitinn um meðallag nema þ. 16. og 17., þá var 1° kaldara
en venja er. Voru það köldustu dagar mánaðarins að tiltölu. Yfir Grænlandshafi var
háþrýstisvæði fram undir þ. 20., en þá tók það að þokast norður fyrir land. Þ. 21. og 22.
var austanstrekkingur við suðurströndina vegna djúprar lægðar suður í hafi.
Dagana 25.—28. þokaðist hæð austur á bóginn skammt fyrir sunnan land. Vindur
var hægur af suðri og suðvestri, og hlýnaði þá og birti til norðan og norðaustan lands.
Vestan lands var skýjað og víðast lítils háttar rigning. Á Suðurlandi var þurrt veður
og oftast léttskýjað. Síðustu þrjá daga mánaðarins var hægviðri og skýjað um allt land.
Þokur voru tíðar við norður- og norðausturströndina og lítils háttar rigning á annesj-
um. Þessa sjö síðustu daga mánaðarins var hitinn 2°—3° hærri en í meðalári nema þ. 27.,
þá var 4° hlýrra en venja er til. Var það hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu.
Loftvægi var 7.6 mb yfir meðallagi, frá 7.0 mb í Vestmannaeyjum að 8.2 mb á Reykja-
nesvita. Hefur meðalloftvægi aldrei verið jafnhátt í ágústmánuði á Islandi, síðan Veð-
urstofan tók til starfa 1920. Hæst stóð loftvog á Galtarvita þ. 5. kl. 8, 1031.0 mb, en
iægst í Vestmannaeyjum þ. 22. kl. 17, 998.2 mb.
Hiti var 0.6° yfir meðallagi. Á Hólsfjöllum og á einni stöð á Vestfjörðum var nokkru
kaldara en venja er til, en annars staðar var meðalhiti mánaðarins frá meðallagi að 1°
yfir því. 1 Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu var þó allt að 1%° hlýrra en
í meðalágústmánuði.
Úrkoman á öllu landinu var aðeins fimmtungur þess, sem venja er. Á Suðurlandi
og sunnanverðum Austfjörðum var úrkoman innan við hluta meðalúrkomu, en norð-
an lands mældist viðast %—% þess úrkomumagns, sem venja er. Langmest var úr-
koman í Fagradal, % af meðalúrkomu, en minnst var hún á Teigarhorni, 0.6 mm, og
er það i/joo hluti þess sem venja er. Á Teigarhorni (mælingar frá 1873), í Vestmanna-
eyjum (mæiingar frá 1884) og á Eyrarbakka (mælingar 1880—-1910 og frá 1923) hefur
aldrei mælzt jafn litil úrkoma í ágústmánuði. Aftur á móti hefur fjórum sinnum mælzt
minni úrkoma i Reykjavík (1888, 1903, 1907 og 1956) síðan 1885. Úrkomudagar voru
(57)