Veðráttan

Ukioqatigiit

Veðráttan - 01.07.1961, Qupperneq 1

Veðráttan - 01.07.1961, Qupperneq 1
VEBRÁTTAJÍ 1961 MÁNAOARYFIRLIT SAMIÐ A VEÐURSTOFUNIVI Júlí Tíöarfar var yfirleitt heldur óhagstætt til heyskapar. Verst var heyskapartíðin um norðaustanvert landið, en suðvestan lands voru góðir þurrkar með köflum. Sprettu mið- aði fremur hægt fyrri hlutann, og sláttur hófst með seinna móti. Síðari hluta mánaðar- ins fór gróðri vel fram. Lægð var vestanvert við landið þ. 1., vindur suðlægur, hlýtt og yfirleitt bjart um norðaustanvert landið, en víðast rigning sunnan lands og vestan. Daginn eftir fór lægðin austur yfir landið, vindur snerist til norðurs og var norðlægur eða norðvestlægur þ. 3., en þ. 4. þokaðist hæðarhryggur austur yfir landið, og vindátt varð breytileg. Sums staðar varð hvasst að morgni þ. 4. Nokkuð rigndi þ. 2., en þ. 3. og 4. var víðast úrkomulaust og yfirleitt bjart. Þessa fjóra daga var hiti á öllu landinu frá meðallagi að 1° undir því. Dagana 5.—8. fóru tvær lægðir austur yfir landið. Dumbungsveður var alla dagana og víðast rigning. Sums staðar mældist allmikil úrkoma. Vindur var hægur og hiti frá meðallagi að 1° undir því. Næstu fimm daga (9.—13.) var fremur kalt í veðri um allt land. Hiti var 3° undir meðallagi þ. 10., og varð það kaldasti dagur mánaðarins. Hina dagana var 1°—2° kald- ara en í meðalári. Grunn lægð var yfir landinu þ. 9., breytileg vindátt og víða talsverð rigning, einkum vestan lands og norðan. Síðan voru lægðir sunnanvert við land og yfir- leitt hæg, austlæg átt. Þ. 10. var að mestu þurrt á Norðausturlandi, en víða talsverð rigning í öðrum landshlutum. Síðan var úrkomulítið norðan lands og vestan. Suðvestan lands var mikið sólfar, en þar og á Suðausturlandi gerði sums staðar snarpar skúrir. Á Norðaustur- og Austurlandi var lengst af dimmt yfir, en yfirleitt ekki veruleg úrkoma nema þ. 13. Hæðarhryggur var yfir landinu þ. 14. og 15. og yfirleitt bjartviðri nema á Norðaustur- og Austurlandi, þar var skýjað og nokkur úrkoma. Hiti var frá meðallagi að 1° yfir þvi. Dagana 16.—23. var úrkomusamt sunnan lands, og fyrsta daginn rigndi einnig um allt vestanvert landið og um meginhluta Norðurlands, en þar var síðan úrkomulítið næstu þrjá daga. Þ. 20.—22. rigndi viðast hvar á landinu, en þ. 23. var úrkomulítið nema á Norður- og Norðvesturlandi. Þar rigndi víða allmikið. Lægðir voru á Græn- landshafi, og tvo fyrstu dagana var hæð norðan og austan við land, en síðan var há- þrýstisvæði yfir hafinu vestur af Bretlandseyjum. Hiti var 2° yfir meðallagi þ. 19., og varð það hlýjasti dagur mánaðarins miðað við meðallag. Hina dagana var hiti frá meðallagi að 1° yfir því. Bjartviðri var víðast sunnan lands og vestan dagana 24.—28., en þó rigndi dálítið um miðbik Suðurlands þ. 25. og 26. af völdum lægðar djúpt suður í hafi. Hæð var vestan og norðan við land og vindur austan- eða norðaustanstæður þ. 24.—25., en þ. 26. og 27. var víðáttumikið lægðasvæði yfir Skandínavíu og hafinu vestur undan og vindátt norð- lægari. Þessa fjóra daga var oftast skýjað norðan lands og austan, en yfirleitt ekki mikil úrkoma nema þ. 26. Þ. 28. þokaðist hæðarhryggur inn yfir landið úr vestri, og víðast var bjart veður. Hiti var frá meðallagi að 1° undir því þessa daga. Þ. 29. olli lægð á Grænlandshafi sunnanátt, og regnsvæði hennar breiddist norður yfir landið. Úrkoman færðist aftur í aukana suðvestan lands næsta morgun, og undir kvöld var einnig mikil rigning á Norðurlandi, en þann dag fór lægðin austur yfir landið. SiðEista dag mánaðarins var hún við austurströndina, norðlæg átt og rigning norðan lands og austan, en sunnan lands birti til. Hiti var frá 1° yfir meðallagi að 1° undir því þessa þrjá daga. Loftvœgi var 0.7 mb yfir meðallagi, frá 1.6 mb á Eyrarbakka að 0.2 mb á Hólum í Hornafirði. Hæst stóð loftvog í Reykjavík þ. 4. kl. 9, 1030.1 mb, en lægst í Stykkishólmi þ. 30. kl. 5, 991.6 mb. (49)

x

Veðráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.