Veðráttan - 01.08.1961, Síða 1
VEDRATTAN 1961
MÁJVASABYFIRLIT samid á veðurstofunni
Tíöarfar var óhagstætt á Norður- og Austurlandi, en sunnan lands og vestan var
sæmileg heyskapartíð fyrri hlutann.
Lægð var austan við land þ. 1. og vindur norðlægur. Á Norður- og Austurlandi rigndi,
en sunnan lands og vestan var að mestu þurrt. Hiti var 1° undir meðallagi, og varð
aldrei kaldara í mánuðinum miðað við meðallag, en jafnkalt var að tiltölu þ. 4. og þ.
6.—7. Aðra daga fram til þ. 9. var hiti í meðallagi. Sunnan lands og vestan var lengst
af þurrt veður. Þó var rigning víða sunnan lands þ. 3. af völdum lægðar suður 5 hafi,
og þ. 7. voru skúrir á Suðurlandi og Vestfjörðum. Á Norður- og Austurlandi var þurrt
veður þ. 2. og 3., en þá daga var hæðarhryggur yfir landinu og vindátt breytileg. Þ. 4.
gekk í norðanátt með rigningu um norðaustanvert landið, og tvo næstu daga rigndi um
allt norðanvert landið. Síðan var yfirleitt úrkomulítið á Norður- og Austurlandi fram
til 9., en þó gerði sums staðar snarpar skúrir. Vindur hélzt norðlægur þ. 5. og 6., en
hina dagana var breytileg átt. Bjartviðri var um norðaustanvert landið síðasta daginn.
Lægðasvæði var milli Islands og Noregs dagana 4.—7., og þ. 7.—8. var grunn lægð sunnan
við land. Þ. 9. var hæðarhryggur yfir landinu.
Hæð var sunnan við land þ. 10., en smálægð yfir norðaustanverðu landinu. Vindur
var vestlægur og viðast rigndi. Næstu þrjá daga komu lægðir vestan Grænlandshaf, en
hæðin þokaðist suður á bóginn. Orkoma var alla dagana, en mest rigndi á Suðurlandi
þ. 12. Hiti var 1° yfir meðallagi þ. 10., en 2° yfir þvi þ. 11.—13., og urðu það hlýjustu
dagar mánaðarins miðað við meðallag.
Allt tímabilið frá 14.—24. var hiti 1° yfir meðallagi að meðaltali fyrir landið allt.
Norðan lands var lengst af 1°—3° hlýrra en venja er til, en sunnan lands var hiti yfir-
leitt um meðallag.
Þ. 14. var hæðarhryggur yfir landinu, en ný lægð kom vestan Grænlandshaf og fór
austur yfir landið þ. 15. Fyrri daginn var úrkomulítið og sums staðar bjart norðaustan
og austan lands, en siðari daginn rigndi víðast mikið.
Þ. 16. stytti víðast upp í svip, er hæðarhryggur fór austur yfir landið, en undir kvöld
kom regnsvæði nýrrar lægðar inn yfir suðvesturströndina. Lægðin olli hvassri austan-
átt við suðurströndina daginn eftir, en þ. 18. var lægðarmiðjan djúpt suðaustur af land-
inu. Mikil rigning var um allt land þ. 17., en þ. 18. stytti upp með norðanátt suðvestan
og vestan lands.
Dagana 19.—21. fór önnur lægð frá Suður-Grænlandi suðaustur i haf, og síðasta dag-
inn lá lægðadrag norðvestur yfir Island. Hæð var norðaustanvert við landið. Hvöss
austanátt var sunnan lands og rigning sunnan lands og austan, en úrkomulítið á Norður-
og Vesturlandi tvo fyrri dagana. Siðasta daginn var breytileg átt og víða skúrir.
Þ. 22.—23. fór lægð norðaustur Grænlandshaf og síðan austur með norðurströnd Is-
lands og eyddist. Vindur var hvass suðaustan og sunnan um vestanvert landið þ. 22. og
stórrigning sunnan lands og vestan. 1 innsveitum austan lands og norðaustan var víðast
úrkomulitið, en annars staðar á Norður- og Austurlandi rigndi. Þ. 23. lygndi og dró úr
úrkomu, og þ. 24. var hægviðri, víðast úrkomulítið og sums staðar bjart.
Síðustu sex daga mánaðarins var hiti í meðallagi nema þ. 26., þá var 1° hlýrra en i
meðalári. Djúp lægð kom sunnan úr hafi þ. 25.—26., og var hún við austurströndina þ.
27., en eyddist yfir landinu þ. 28. Vindur var austanstæður og víða hvass þ. 25.—26.
Austan lands rigndi mikið þ. 25., og daginn eftir náði rigningin um landið allt. Þ. 27.
gekk i norðanátt í svip og birti til nema á Norðurlandi, þar rigndi áfram, og þ. 28. var
aftur farið að rigna um allt land. önnur lægð kom sunnan úr hafi og fór norður yfir
land þ. 29. Við Faxaflóa og Breiðafjörð var sums staðar úrkomulítið, en annars staðar
rigndi mikið. Vindur var fyrst austanstæður, en síðan varð norðanátt norðvestan lands,
(57)