Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.02.1962, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.02.1962, Blaðsíða 1
VEÐRATTAN 1962 mAxawakvfiki.it samiw A vewi kstoi ixxi Febrúar Veöur var mjög umhleypingasamt og tíð víðast talin óhagstæð, einkum vestan lands. Svellalög spilltu vegum og högum, og gæftir voru slæmar. Flugsamgöngur voru mjög: stopular. Hæð var suður í hafi þ. 1.—2., djúp lægð við Norður-Noreg, og önnur lægð fór hratt norður með austurströnd Grænlands. Vindur var fyrst vestanstæður, snerist síðan í suður og loks aftur i vestur. Sunnanáttinni fylgdi mikil rigning sunnan lands og vestan, en með vestanáttinni var éljagangur. Á Norður- og Norðausturlandi var úrkomulitið. Hiti var 1°—2° yfir meðallagi. Mjög kröpp og djúp lægð kom inn yfir Suðurland og fór norður með austurströndinni þ. 3. Lægöin olli norðan og vestan stormi með snjókomu og slyddu víðast hvar á landinu. Veður fór kólnandí, og var hiti 1°—3° undir meðallagi fram til þ. 7. Dagana 4.-5. var lægðin norður i hafi, vindur að mestu vestanstæður, og þurrt og viða bjart á Suðaustur- og Austur- landi. Þ. 6. var lægð á hreyfingu austur á bóginn sunnan við land, og vindur snerist til austurs og síðar norðausturs með éljum norðan lands og austan. Þ. 7. fór hæðarhryggur austur yfir landið, vindur var hægur og úrkomulítið fram á kvöld, en þá gekk i suðaustan- átt með snjókomu vestan lands. Þ. 8.—10. fóru lægðir norður Grænlandshaf. Fyrsta daginn var sunnanátt og hiti 4° yfir meðallagi, en næstu tvo daga var áttin vestlæg og hiti frá meðallagi að 2° undir því. Alla dagana var úrkoma sunnan lands og vestan og hvasst með köflum, en þurrt að mestu & Norðaustur- og Austurlandi. Kröpp lægð fór hratt austur á bóginn sunnan við land þ. 11.—12. og olli austan hvass- viðri með snjókomu sunnan lands og vestan þ. 11., en daginn eftir snerist vindur til norðurs með snjókomu norðan lands og austan. Þ. 13. fór hæðarhryggur austur yfir landið. Austan lands hélzt norðanátt með snjókomu fram eftir degi, og vestan lands brá til sunnanáttar með éljum undir kvöld vegna lægðar, sem myndaðist á Grænlandshafi. Hiti var 5° undir meðallagi, og varð þetta kaldasti dagur mánaðarins. Þ. 11. og 12. var 2°—3° kaldara en i meðalári. Dagana 14.—18. komu tvær lægðir vestan af Grænlandshafi og fóru austur með norður- ströndinni, og aðfaranótt þ. 19. fór lægð austur yfir Suðurland. Veður var mjög óstöðugt. Tvo fyrstu dagana var hiti frá meðallagi að 2° yfir því og víða allmikil úrkoma. Vindur snerist frá suðaustri til vesturs og loks norðurs. Síðari daginn og aðfaranótt þ. 16. var norðan stormur um allt land. Þ. 16. var breytileg átt, víða él og hiti 2° undir meðallagi. Daginn eftir tók að hlýna með suðaustan- og síðar suðvestanátt, hiti varð 1° yfir meðallagi, og þ. 18. var orðið 4° hlýrra en í meðalári. Úrkoma var um allt land þ. 17.—18., en mest á Suður- og Vesturlandi. Þ. 19. var norðanátt með snjókomu norðan lands, og hiti fór aftur niður í meðallag. Asahláku gerði dagana 20.—24. Þ. 23. var hitinn 7° yfir meðallagi, og var það hlýjasti dagur mánaðarins, en hina dagana var 4° hlýrra en í meðalári. Alldjúp lægð fór norður Grænlandshaf þ. 20.—21. Vindur var fyrst hvass suðaustan og rigning alls staðar nema norð- austan lands, en mest á Suðausturlandi, síðan gekk í suðvestanátt og úrkoma minnkaði. önnur djúp lægð var við Suður-Grænland þ. 22.—23., en eyddist síðan. Vindur var sunnan- stæður og sums staðar hvass vestan til á landinu. Þessa tvo daga rigndi sunnan lands og vestan, en langmest var úrkoman á Vestfjörðum þ. 23. Þ. 24. stytti upp með vestlægri átt. Siðustu fjóra daga mánaðarins þokaðist mjög mikil hæð vestur yfir landið. Vindur var hægur og víða bjartviðri. Yfirleitt var úrkomulaust þ. 25.-27., en þ. 28. var komín norðanátt með éljum norðan lands. Hiti var 1"—2° yfir meðallagi. Loftvægi var 8.9 mb yfir meðallagi, frá 6.6 mb á Galtarvita að 11.1 mb á Eyrarbakka. Lægst stóð loftvog á Hólum í Hornafirði, 952.8 mb þ. 3. kl. 11, en hæst 1051.7 mb þ. 26. á Akureyri kl, 8, Egilsstöðum kl. 10—11 og Dalatanga þ. 25. kl. 20, og hefur loftvægi ekki orðið jafnhátt síðan 16. des. 1917, en þá mældust 1052.6 mb í Stykkishólmi. Hiti var 0.4° yfir meðallagi. Hlýjast var að tiltölu norðan til á Snæfellsnesi, i Dölum og frá Húnaflóa til Skjálfanda, hiti víðast 1°—1%° yfir meðallagi. Kaldast var á Hólsfjöllum eða 1° kaldara en venja er til. Á Suðurlandi var hiti frá %° undir meðallagi að %° yfir þvi. (9)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.