Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.07.1963, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.07.1963, Blaðsíða 1
VEBRÁTTAN 1963 MÁNAÐARYFIKLIT SAMIR Á VE»UItSTOFUNNI JÚlí Tíöarfariö var kalt og fremur óhagstætt, einkum norðan lands og austan. Þar var heyskapartíð léleg vegna kulda og óþurrka, en sæmileg syðra. Flugsamgöngur töfðust vegna þoku, og samgöngutafir urðu á fjallvegum vegna snjóa seint í mánuðinum. Gæftir voru tregar, bræla háði síldveiðum. Þ. 1.—7. þokaðist hæð, sem var austan við land, suður og suðvestur fyrir landið. Veður var stillt og úrkomulítið, en þokusælt og nokkur súld til hafsins. Sums staðar norðan- lands og i innsveitum á Austurlandi var þó mikið sólfar og hlýindi fyrstu dagana. Þ. 1. var hiti 2° yfir meðallagi á öllu landinu, en um 4° á Norðausturlandi, og var það hlýjasti dagur mánaðarins. Hina dagana var hitinn frá meðallagi að 1° yfir því. Þ. 8. brá til norðlægrar áttar vegna lægðar, sem fór frá Scorisbysundi upp að Noregs- ströndum. Hélzt stöðug norðan- og austanátt til þ. 25. með kulda og úrkomu nyi’ðra og eystra. Oft snjóaði i fjöll. Hiti var 2°-—5° undir meðallagi. Syðra var oftast þurrt eða úrkomulítið og léttskýjað. Lengst af var hæð eða hæðarhryggur yfir Grnælandi. Þ. 15. fór lægð norðaustur yfir Færeyjar og olli mikilli úrkomu á Norðausturlandi. önnur mynd- aðist suðvestan við land þ. 18. og hreyfðist til austurs. Loks kom lægð úr suðvestri þ. 21. og fór yfir Suðausturland daginn eftir. Gerði þá mjög hvassa austan- og norðaustanátt og rigndi mikið um allt land. Síðan kólnaði með norðanátt og slydduhrið nyrðra. Siglu- fjarðarskarð tepptist af snjókomu. Hiti varð 5° undir meðallagi þ. 23. og 24., og urðu það köldustu dagar mánaðarins. Þ. 26. snerist til suðaustanáttar vegna lægðar, sem fór norðaustur Grænlandshaf. Suðvestanlands var hvasst. Síðan hélzt vindur milli suðausturs og suðvesturs út mánuðinn nema þ. 30., en þá gerði norðanátt um landið norðvestanvert vegna lægðar, er fór norður yfir landið. Síðustu tvo dagana var sums staðar hvassviðri austanlands. Orkomusamt varð syðra og vestra og rigndi mest þ. 26.—27., en norðanlands komu sæmilegir þurrkar. Þ. 26. var hiti 1° undir meðallagi, en síðan hlýnaði norðanlands, og var þar 1°—3° hlýrra en í meðalári fram til mánaðamóta. Á Vestfjörðum kólnaði þó aftur þ. 30. og 31. Sunnanlands var hiti í tæpu meðallagi þessa fimm daga. Loftvægi var 1.9 mb yfir meðallagi áranna 1931—1960. Mest var frávikið á Horn- bjargsvita 2.8 mb, en minnst í Vestmanneyjum 0.8 mb. Hæst stóð loftvog á Reykjanesi, í Reykjavík og Keflavík 1027.5 mb þ. 4. kl. 17, en lægst i Vestmannaeyjum þ. 30. kl. 17, 982.7 mb. Hiti var 1.5° undir meðallagi áranna 1931—1960. Kaldast var við Norðurströndina 2°—3° undir meðallagi. Á Ströndum er þetta kaldasti júlímánuður frá því að athuganir hófust þar (á Grænhóli) 1922, en á Norðurlandi varð kaldara 1938. Hlýjast var að tiltölu við suður- og austurströndina, hiti víðast % °—1° undir meðallagi. Úrkoma á landinu öllu var 6% umfram meðallag áranna 1931—1960. Vestanlands var víðast minni úrkoma en í meðalárferði, en með ströndum fram norðaustan- og suðaustan- lands rigndi meira en í meðalári. Sunnantil á landinu voru úrkomudagar færri en í meðalári, en norðanlands víða fleiri en venja er til og flestir að tiltölu norðaustanlands. Þoka var óvenju tíð við Faxaflóa og sums staðar á Vestur- og Suðurlandi var hún einnig tiðari en venja er til. Annars staðar var þoka tiltölulega fátíð. Um þoku var getið 23 daga, þ. 1., 4. og 5. var þoka á 20—24 stöðvum, en aðra daga fram til þ. 8. á 10—15 stöðvum. Þ. 29. og 30. var þoka á 6—8 stöðvum, og 13 daga taldist þoka á 1—4 stöðvum. Vindar. Norðanátt var tíðust eftir hætti, en vindar úr vestri og norðaustri voru einnig tíðari en í meðalári. Sunnan- og suðvestanáttir voru fátíðastar að tiltölu. Logn var mun sjaldnar en í meðalári og veðurhæð rösklega % stigi meiri en venja er til. Stormur var á 14 stöðvum þ. 21. og 8 daga á tímabilinu þ. 22.—31. var stormur á 1—3 stöðvum. Þrumur heyrðust á Hólmi þ. 18. og á Hrauni á Skaga þ. 30. Rosaljós sáust á Reykja- nesvita þ. 27. og 31. (49)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.