Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.09.1969, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.09.1969, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1969 MÁIVA9ARYFIRLIT SAMIR A VEÐURSTOFYJNXI September TíÖarfariÖ var mjög óhagstætt um sunnan- og vestanvert landið, og var hey víða óhirt og hrakið. Á austanverðu Norðurlandi og Austfjörðum var ágætur þurrkur og góð hey- skaparlok. Uppskera úr görðum var léleg á óþurrkasvæðum. Fyrstu 3 dagana var háþrýstisvæði fyrir sunnan land, en grunnar lægðir fyrir norðan eða vestan það. Vindur snerist úr suðvestri til suðausturs þ. 1., en gekk fljótt til suðvesturs aftur á Suður- og Vesturlandi. Smálægð var yfir norðaustanverðu landinu og áttin breyti- leg. Þ. 2. var suðaustlæg átt á ný, og regnsvæði fór yfir landið þann dag og þ. 3. Um kvöldið var lægðin komin norður fyrir land og áttin yfirleitt suðvestlæg. Þessa daga var hiti 1°—2° fyrir ofan meðallag, og var 3., ásamt dögunum 16.—18., hlýjastur að tiltölu í mánuðinum. Þ. 4. var lægðin norðaustur af landinu, og vindur gekk til norðurs eða vest- urs með kólnandi veðri. Hiti fór niður fyrir meðallag um vestanvert landið, en var ennþá yfir meðallagi um það austanvert, enda var smálægð þar og vindátt breytileg. Dagana 5.—7. var hiti frá meðallagi að 1° fyrir neðan það. Lægðir voru á Grænlandshafi þessa daga. Vindur var suðvestlægur og víða rigning eða skúrir þ. 5., en næsta dag varð suðlæg og suðaustlæg átt með rigningu. Þ. 7. hvessti suðvestanlands, og regnsvæði fór norður yfir landið. Um nóttina fór lægðin yfir landið, og þ. 8. var hún komin norðaustur fyrir það. Vindur var vestanstæður sunnanlands, en á Vestfjörðum og Norðurlandi gerði norð- anátt, og breiddist hún suður yfir landið. Víða var hvasst og skúraveður, en á Vest- fjörðum og víðar um norðanvert landið voru snjóél. Þ. 9. lygndi og stytti upp. Vindur snerist til norðausturs og austurs, enda var lægðardrag fyrir sunnan landið. Var hægviðri og breytileg átt þ. 10. og allvíða þurrt, en þ. 11. var grunn lægð yfir Norðurlandi, vindur viðast suðvestlægur með skúrum um vestanvert landið, en norðaustanlands var lengst af austlæg átt. Þ. 12. nálgaðist ný lægð suðvestan að, og vindur gekk til suðurs og suðaust- urs, er á daginn leið, og fór að rigna og hlýna. Dagana 8.—12. var hiti 2°—4° undir meðal- lagi. Þ. 13. var hiti kominn upp fyrir meðallag um vestanvert landið, en austanlands var enn fremur kalt. Þá var vindur suðaustlægur og suðlægur og nokkuð hvasst suðvestan- lands. Rigning var víða á landinu, en norðaustanlands var þó yfirleitt þurrt. Þ. 14. fór lægðin austur yfir norðanvert landið. Vindur var þar breytilegur, en sunnanlands gerði vestlæga átt. Ný lægð nálgaðist landið, og þ. 15. hvessti á austan með rigningu suðvestan- lands. Síðdegis var suðaustan- eða austanátt um allt land og víða rigning. Þessa tvo daga var hiti aðeins ofan við meðallag, en næstu 3 daga 2° fyrir ofan það. Þessa daga voru lægð- ir fyrir suðvestan land, og þ. 16. þokaðist regnsvæði norðaustur yfir landið. Vindur snerist úr suðaustri í suðvestur og lægði um leið, en þ. 17. varð aftur suðaustlæg og suðlæg átt með rigningu. Þ. 18. var suðvestlæg átt framan af, en hvessti á suðaustan um nóttina, enda var þá ný lægð að nálgast landið suðvestan úr hafi. Lægð þessi, sem var alldjúp og kröpp, fór norðaustur yfir vestanvert landið þ. 19. og var komin norður fyrir land um hádegi. Vindur varð þá vestlægur um allt land og sums staðar hvass með skúrum eða rigningu, en austanlands var þurrt og allvíða bjart veður. Hiti var í meðallagi þann dag, en næstu 3 daga var hann 3°—4° fyrir neðan meðallag. Þ. 20. var lægð á Grænlandshafi, vindur suð- lægur og síðar vestlægur með skúrum eða rigningu í flestum landshlutum. Næsta dag lá grunnt lægðardrag norðaustur yfir landið, vindur var þá hægur, áttin breytileg, og all- víða rigndi. Þ. 22. var grunn lægð fyrir suðvestan land, lengst af hæg suðlæg átt, en síðari hluta dags hvessti á suðaustan með rigningu við suðurströndina, enda var lægðin þá að dýpka og nálgast landið. Þ. 23. fór regnsvæði norður yfir landið, og síðari hluta dags var lægð fyrir norðan land, en önnur skammt vestur af því. Vindur var þá suðvestlægur eða vestlægur og víða rigndi. Hiti var 1° fyrir neðan meðallag. Síðustu vikuna fór veður kólnandi. Hiti var 3%° fyrir neðan meðallag þ. 24., en 7%° undir því þ. 30., og var það kaldasti dagur mánaðarins. Þ. 24. var lægðarmiðja yfir Breiða- firði og önnur lægð fyrir norðaustan land, vindur var tvíátta, en víðast var áttin vestlæg. Næsta dag var einnig hæg breytileg átt og víða úrkoma, og sums staðar snjóaði. Lægð norðaustur í hafi veitti köldu lofti suður á bóginn. Þ. 26. var vindur yfirleitt hægur norðaustlægur, og var lítilsháttar éljaveður norðanlands og norðaustan, en bjartviðri syðra. Þ. 27. var grunn lægð yfir norðanverðu landinu, vindur hægur og sums staðar snjó- (65)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.