Veðráttan

Årgang

Veðráttan - 01.09.1969, Side 2

Veðráttan - 01.09.1969, Side 2
September VEÐRÁTTAN 1969 koma noröanlands, en næsta dag var aftur hæg norðaustanátt um allt land með éljaveðri norðaustanlands. Þ. 29. gekk vindur til austurs, en grunn lægð þokaðist þá austur nálægt suðurströndinni. Fylgdi henni snjókoma og sums staðar þrumuveður. Um nóttina komst lægðin suðaustur fyrir land, og varð þá aftur norðaustiæg átt og birti til sunnanlands, en á Norður- og Austurlandi snjóaði. Kvöldið eftir þokaðist hæð austur yfir landið. Varð vindur þá hægur og breytilegur og þurrt veður um allt land. Loftvœgi var 1.6 mb undir meðallagi, frá 0.6 mb á Kirkjubæjarklaustri og Höfn í Hornafirði að 2.4 mb á Hornbjargsvita. Hæst stóð loftvog 1025.0 mb í Vestmannaeyjum þ. 1. kl. 03, en lægst 972.2 mb á Raufarhöfn þ. 23. kl. 18. Hiti var 1.9° fyrir neðan meðallag. Kaldast að tiltölu var sunnanlands, þar var nærri 3° kaldara en í meðalári á nokkrum stöðvum, en mildast við norðurströndina vestanverða, hiti nálægt 1° lægri en í meðallagi. Var þetta óvenju kaldur septembermánuður, en árið 1963 var hitastig svipað suðvestanlands. Úrkoma var 21% eða um % umfram meðallag. Um vestanvert landið var hún í meðal- lagi eða fyrir ofan það, mest að tiltölu suðvestanlands, þar var hún allvíða nærri tvöföld meðalúrkoma og jafnvel rúmlega það á stöku stað. Um landið austanvert, frá Eyjafirði að öræfum, var úrkoman frá tæpu meðallagi og allt niður í % af meðalúrkomu, tiltölu- lega minnst á norðanverðum Austfjörðum. Orkomudagar voru allt að 10 fleiri en venju- lega um sunnan- og vestanvert landið, og norðanlands voru einnig margir úrkomudagar úti við sjó. Austanlands var fjöldi úrkomudaga yfirleitt eitthvað innan við meðallag. Þoka var víðast sjaldnar en í meðallagi, en þó telja nokkrar stöðvar í ýmsum lands- hlutum, sérstaklega þó suðaustanlands, fleiri þolcudaga en i meðalári. Um þoku var getið 19 daga i mánuðinum. Þ. 1. og 3. var þoka á 11 og 12 stöðvum, þ. 2., 4., 14.—17. á 5—9 stöðvum, en 11 daga var þoka á 1—4 stöðvum hvern dag. Vindar milli suðausturs og vesturs voru tiðari en venjulega, hins vegar voru norðan-, norðaustan- og austanáttir fremur sjaldgæfar. Logn var yfirleitt sjaldan. Þrumur heyrðust í Þverholtum og á Álftárósi á Mýrum þ. 21. og 22. Þ. 29. telja eftir- taldar stöðvar þrumur: Þverholt, Mýrar, Reykjanes og Keflavíkurflugvöllur. Snjólag var 6%, það var víðast meira en i meðalári. Snjódýpt var mæld á 44 stöðvum þá daga sem jörð var talin alhvít. Allvíða sunnan- lands var aðeins alhvítt einn dag, þ. 30. Þá var snjódýpt 20 cm á Mógilsá, og er það mesta snjódýpt, sem mæld var í mánuðinum, en á Vöglum mældist einnig 20 cm snjódýpt þann dag. Norðanlands var víða alhvít jörð 2—5 daga. Mest meðalsnjódýpt þar var 10 cm á Sandi. Hafís. Þ. 29. sást borgarísjaki á 66.7° N og 24.6° W. SkaÖar. í vatnavöxtum snemma í mánuðinum fór kvísl úr Markarfljóti úr farvegi sín- um og vestur með Þórsmerkurrana. Lá við að ófært yrði í Þórsmörk. Þ. 7.—8. urðu víða skriðuföll í Arnarfirði, Dýrafirði, Önundarfirði og Súgandafirði, og lokuðust vegir. Þ. 13. drukknaði maður í Meðalfellsvatni. Þ. 19. fauk þakjárn í Kópavogi, og bátar slitnuðu upp í Fossvogi. Þ. 29. varð mikil hálka í Reykjavík, og urðu 24 árekstrar. Stormar Framhald á bls. 72. VEÐURHÆÐ 9 VI NDSTIG EÐA MEIRA VEÐURHÆÐ 10 VINDSTIG EÐA MEIRA VEÐURHÆÐ 9 VINDSTIG EÐA MEIRA VEDURHÆÐ 10 VINDSTIG EÐA MEIRA te «a Q Fjöldi stööva Wind force > 10 * U n Q Fjöldl stööva Wind force >10 * 7. 1 Vm. S-SSW 10. 18. 5 Fl. S-SW 10, Hbv. S 10, Vm. ESE- 8. 9 Arn. N-NNE 10, Lmbv. NNW 11, Hval. SSE 10. N 10, Vm. WSW-W 10. 19. 8 Þrv. S-WSW 10, Vm. SW 12, Rkn. 9. 1 WSW 10. 15. 1 Vm. E-ESE 10. 23. 3 Eg. S 11. 16. 1 24. 2 Vm. WSW 10. 30. 1 *) Number of stations with wind force > 9. (66)

x

Veðráttan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.