Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.09.1975, Blaðsíða 2

Veðráttan - 01.09.1975, Blaðsíða 2
September VEÐKÁTTAN 1975 hluta dags þ. 28. snerist vindur til austurs sunnanlands. Næsta dag var hæg austlæg átt viðast hvar og víða léttskýjað. Þ. 30. gekk vindur meira til norðausturs með úrkomu á Austur- og Suðausturlandi, en á vestanverðu landinu var þurrt og viða léttskýjað. Loftvœgi var 4.1 mb undir meðallagi, frá 3.0 mb á Galtarvita að 5.8 mb á Dala- tanga og Höfn í Hornafirði. Hæst stóð loftvog, 1024.5 mb á Reykjanesvita þ. 13. kl. 21—24, en lægst 976.0 mb á Hornbjargsvita þ. 15. kl. 9. Hiti var 3.0° undir meðallagi. Mildast að tiltölu var við suðvestur-, suður- og austurströndina, hiti 2°—2%° fyrir neðan meðaUag, en kaldast I innsveitum norðaust- anlands, hiti um og rúmlega 4° lægri en í meðalári. Þetta er einn kaldasti september- mánuður á öldinni. Septembermánuður 1918 var dálitið kaldari en þessi, og árin 1923 og 1954 var ámóta kalt og nú reyndist. Úrkoma var 103% eða aðeins fyrir ofan meðallag. Hún var yfirleitt meiri en venjulega á Suðvesturlandi og á Norðurlandi austur í Þingeyjarsýslur. Þar var úr- koman um 50% ofan við meðallag, þar sem hún var mest að tiltölu. Á Vestfjörðum var úrkoma víðast nálægt meðallagi. Úrkoma var yfirleitt innan við meðallag á aust- anverðu landinu, og minnst að tiltölu, í kringum 40% neðan við meðallag, suðaustan- lands. Úrkomudagar voru færri en venjulega á Suðaustur-, Suður- og Vesturlandi, en tiltölulega margir norðanlands og norðan til á Austurlandi. Þoka var sjaldgæf nema á stöku stað suðvestanlands, en þar voru þokudagar lítið eitt fleiri en venjulega. Um þoku var getið 25 daga í mánuðinum. Þ. 3. og 8. var þoka á 20 stöðvum, þ. 4. á 12 stöðvum og þ. 7. á 7 stöðvum, en 21 dag telja 1—4 stöðv- ar þoku hvern dag. Þrumur heyrðust á Jaðri þ. 1. og í Skógum, Vestmannaeyjum og Bjólu þ. 18., en þá sáust rosaljós á Leirubakka. Þ. 19. heyrðust þrumur í Þverholtum, Hjarðarfelli, Sigöldu, Irafossi og Reykjum og þ. 25. í Þverholtum. Vindar. Norðanátt var langtíðust að tiltölu í mánuðinum, en norðaustan- og vest- anvindar voru einnig tíðari en venjulega. Suðvestan- og suðaustanáttir voru hins vegar sjaldnar en í meðalári og einnig var austanátt fremur sjaldgæf. Logn var sjaldan. Snjólag var 7%. Jörð var víðast alauð allan mánuðinn á Suður- og Vesturlandi, en á Vestfjörðum, Norður- og Norðausturlandi var snjólag meira en venja er til í þessum mánuði. Snjódýpt var mæld á 21 stöð þá daga, sem jörð var talin alhvít. Mest meðalsnjó- dýpt, 50 cm og mest snjódýpt í mánuðinum, 55 cm mældist á Sandhaugum. Þar var alhvitt 8 daga. Á Mýri I Bárðardal var meðalsnjódýpt 22 cm og á Vöglum og Brú á Jökuldal 10 cm. Á 5 stöðvum var meðalsnjódýptin 5—9 cm, en 12 stöðvar telja hana innan við 5 cm. Stormar Framh. á bls. 72. VEÐURHÆD O VINDSTIG EÐA MEIRA s > Q Ct. M * VEÐURHÆD 10 VINDSTIG EÐA MEIRA Wind force ^ 10 VEÐURHÆÐ 9 VINDSTIG VEDURHÆD 10 VINDSTIG EÐA ME'RA EÐA MEIRA 3 > Wind force s: 10 to ~ IO « i® 2 Q b. « • 3. 2 Skrk. W 10, Tgh. W 12, Fghm. 9. 1 WSW 10. 10. 1 18. 1 11. 1 Krv. NNE 10. 21. 2 14. 10 Hmd. S-SSW 10, Hól. Hj. WSW 22. 4 Æð. NE-ENE 10, Fghm. E 10, 10, Ak. SE-SSE 10, Sdbð. SW 11. Vm. SE-ESE 10. 15. 30 Hbv. SSW 11, Hlh. S-SSW 10, 23. 1 Æð. NE 10. Hraun WSW 10, Hól. Hj. WSW- 24. 1 SW 11, Gr. W-NW 10, Ak. WSW 25. 1 —WNW 10, Sdbð. SW-WSW 11, 26. 1 Sd. WSW-W 11, Brú SW 10, *) Number of stations with wind force gí 9. (66)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.