Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1982, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.1982, Blaðsíða 1
VEÐRÁTTAN 1982 MÁNAÐAUYFIRLIT SAMID Á VEÐURSTOFIINNI Mars Tíðarfar var talið gott, nema helst á Norðurlandi. Þar var víða snjóþungt fram yfir miðjan mánuð, en siðustu 10 dagana tók snjó verulega upp. Samgöngur voru greiðar anan manuðinn. Fyrstu fjóra dagana var kalt einkum þ. 2.-4. Þá daga var lágmarkshiti á öllu land- inu til jafnaðar —8° til —9°, og í uppsveitum norðaustanlands komst frostið niður í —17° til —18°. Þ. 1. var hámarkshiti yfirleitt nálægt frostmarki, og þ. 4. var hann yfir því sunnanlands og vestan, en þ. 2. og 3. fór hiti óviða yfir frostmark. Að morgni þ. 1. mældist mikil úrkoma sums staðar á Suður- og Austurlandi, en annars var þar þurrt að mestu. Norðan til á landinu var nokkur éljagangur. Vindur var milli norðurs og austurs, og yfirleitt hægur, þ. 1.-3., en síðdegis þ. 4. þykknaði upp með suðaustanátt vestantil á landinu. Hitaskil fóru norðaustur yfir landið aðfaranótt þ. 5. og hlýnaði þá til muna. Síðdegis fór kröpp lægð norður með vesturströndinni, og var komin norður fyrir land þ. 6. Lægðin olli hvassviðri um allt land, og vindátt snerist frá suðaustri til vesturs. Mikil úrkoma, rigning eða slydda, var um allt land nema á Norðausturlandi. Annað úrkomu- svæði barst norður yfir land þ. 7., og þ. 8. fór lægð norður á bóginn milli íslands og Grænlands. Mikill éljagangur var vestan til á landinu þann dag. Þessa fjóra daga komst hámarkshiti víða í 7°— 9°. Vindur var milli suðurs og vesturs. Dagana 9.—12. gerði aftur allharðan frostakafla. Víða var meira en 10° frost. Há- markshiti var til jafnaðar —1° til —2° þrjá síðari dagana, en um frostmark þ. 9. Vindur var hægur og víða él, en þó oft bjart norðaustantil á landinu. Þ. 13. kom lægð úr suðvestri, og úrkomúsvæði fór norður yfir landið. Víða varð all- hvasst, og vindátt snerist frá suðaustri til vesturs. Daginn eftir var enn úrkoma um norðan- og austanvert landið, en vindur hægari. Þ. 15. voru lægðir suður og austur af landinu, vindátt milli norðurs og norðausturs, og víða hvasst. Áfram snjóaði norðantil á landinu og á Austurlandi. Þessa þrjá daga var heldur mildara en þ. 9,—12. Dagana 16,—19. fór kólnandi á ný. Lágmark var víða á bilinu —5° til —7°, og fór sums staðar niður fyrir —10°. Hámark var til jafnaðar litið eitt undir frostmarki. Þ. 16. var norðanátt og él norðantil á landinu, en bjart syðra, en síðan þokaðist hæð inn yfir landið úr vestri og vind lægði. Sunnan og vestan lands var bjartviðri, en él á Norðaustur- landi. Dagana 20.—26. var hiti yfir meðallagi og hámark komst víða i 9°—11° þ. 23.-25. Víðáttumikil lægð var suðvestur í hafi þ. 20., og hvöss suðaustanátt suðvestanlands. Úrkomusvæði kom inn yfir sunnanvert landið, og fór norðaustur yfir það daginn eftir. Úrkoma var óveruleg norðaustanlands, en sunnan- og vestantil á landinu rigndi all- mikið. Þ. 22. var vestanátt og él vestanlands. Ný hitaskil með hvassri austanátt og suðaustanátt, og mikilli úrkomu, nema á Norðausturlandi, fóru norðaustur yfir landið þ. 23., og eftir þeim fylgdi hvöss sunnanátt með skúraveðri. Þ. 25. kom enn úrkomu- svæði úr suðvestri og fór norðaustur yfir landið. Þ. 26. var lægðardrag norðanvert við landið og vindur snerist til vesturs. Þ. 27. og 28. kólnaði. Smálægð, sem var vestur af landinu fyrri daginn, fór austur yfir það siðari daginn, og gerði þá hvassa norðanátt um hríð. Báða dagana voru él. Síðustu þrjá daga mánaðarins hlýnaði verulega. Hæð sunnan við land þokaðist austur. Vindur snerist til suðurs og suðvesturs þ. 29., og úrkomusvæði með hlýju lofti kom inn yfir landið úr vestri. Víða rigndi mikið á Suður- og Vesturlandi. Þ. 30. og 31. var vindur áfram vestlægur og úrkoma sunnanlands og vestan. Norðaustantil á landinu var að mestu þurrt, og hámarkshiti víða 10°—15°. Loftvægi var 12.0 mb undir meðaltali, frá 10.0 mb í Vestmannaeyjum að 14.0 á Hornbjargsvita. Hæst stóð loftvog 1026.0 mb í Stykkishólmi þ. 18. kl. 07, og lægst á sama stað, 957.5 mb þ. 5. kl. 22. Vindar milli suðurs og vesturs voru tiltölulega tíðir, en vindar milli norðurs og austurs fátíðari en venja er til. Veðurhœð 11 og 12 vindstig: Veðurhæð mældist 11 vindstig í Vm. þ. 4. Þ. 5. voru (17)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.