Veðráttan

Volume

Veðráttan - 01.05.1982, Page 1

Veðráttan - 01.05.1982, Page 1
VEÐRÁTTAN 1982 MÁNADAKYFIItLIT SAMIU Á VEÐURSTOFUNMI Maí TíOarfariO var lengst af óhagstætt. Jörð kom yfirleitt vel undan vetri, en gróðri fór hægt fram. Norðanlands var fénaður víðast á fullri gjöf allan mánuðinn. Sauðburður gekk yfirleitt vel. Talsvert drapst af farfuglum. Óvenju harðan frostkafla gerði í byrjun mánaðarins. Kaldast varð aðfaranótt 5., en þá komst frostið niður í 16° í Möðrudal, og allvíða var það 10°—15°. Þ. 1. var mikill norðan- strengur yfir austanverðu landinu, en hægari vindur vestanlands. Næstu tvo daga herti á norðanáttinni, en þ. 4. kyrrði á ný vestanlands, og þ. 5.-6. var vindur hægur um allt land. Norðan til á landinu fylgdi veruleg snjókoma norðanáttinni, og náði hún suður með Austfjörðum. Lítilsháttar él náðu til Suðvesturlands. Þ. 5. og 6. var þurrt að mestu, nema á Vestfjörðum og á Suðausturlandi. Þessa tvo daga fór hlýnandi, fyrri daginn var hámarkshiti þó enn undir frostmarki víða á Norður- og Norðausturlandi, en þ. 6. komst hitinn í byggð alls staðar vel yfir frostmark. Næstu daga hélt áfram að hlýna. Þ. 7. var landið í lægðasvæði og úrkoma frá sunnan- verðum Austfjörðum til Suðvesturlands, og einnig á nokkrum stöðvum vestanlands. Vindur var hægur og áttin víðast austlæg eða suðlæg. Daginn eftir hvessti af suðaustri og austri við suðvesturströndina, en þá var allmikil lægð að nálgast úr suðvestri. Lægðin varð kyrrstæð sunnan við land. Suðaustanlands var mjög mikil úrkoma þ. 8.-9., en þ. 10. dró úr henni. Á Suðvestur- og Vesturlandi var veruleg úrkoma þ. 8. og 9., og þá rigndi einnig nokkuð norðanlands, en annars var þar úrkomulítið þessa daga. Þ. 11.—13. var lægðardrag vestan og norðanvert við landið. Úrkomusvæði kom inn yfir það úr norðvestri þ. 11., og annað kom norðanfrá daginn eftir. Úrkoman var mest norð- vestantil á landinu, en norðaustanlands var víða þoka þ. 13. Besti hlýindakafli mánaðar- ins var dagana 9.—13., sólarhringshitinn 2°—4° yfir meðallagi áranna 1971—80. Þ. 14,—17. var heldur kaldara. Lægð var suður í hafi, og regnsvæði komu úr suðri. Við suðurströndina var lengst af austanátt og stundum hvasst, en annars staðar breytileg átt og hægur vindur. Þokur voru tíðar við austur- og norðurströndina. Þ. 18. og 19. var veðurlag svipað, en hlýrra að degi til norðanlands, nema þar sem þoka var. Þ. 20. var smálægð við austurströndina, kalsarigning á Norðaustur- og Austurlandi, og á Suðurlandsundirlendi gerði snarpar skúi-ir. Aðfaranótt 21. var slydda norðaustan- lands, en súld þegar kom fram á daginn. Sunnan lands og vestan var yfirleitt þurrt. Næstu tvo daga var svipað veður, en þó skúrir sums staðar á Suðurlandi. Þ. 24. voru lægðir sunnan og austan við land, og loft úr norðaustri kom inn yfir það. Sólarhringshitinn á öllu landinu lækkaði um 2°, og eftir það var kuldatíð út mánuðinn. Næturfrost voru viða, en aðfaranótt 31. var þó frostlaust á öllum stöðvum. Mest var frostið 5° á Hólsfjöllum þ. 24. Suðvestan til á landinu var að mestu þurrt veður þ. 24.-25., en þ. 26. og 27. voru þar skúrir og sums staðar slydda. Norðan- og austantil á landinu var rigning eða slydda þessa daga, og alihvöss austan- eða norðaustanátt norðvestanlands þ. 25.. Víðáttumikil lægð var djúpt suðvestur í hafi þ. 28. og fór þá heldur hlýnandi. Við suðurströndina var hvöss austanátt. Einnig var hvasst norðvestanlands þ. 29. og 30. Þessa tvo daga var víða talsverð úrkoma, rigning eða slydda. Þ. 31. var lægð að dýpka við suðurströndina, og skil komu inn yfir landið úr suðaustri. Hvasst var og mikil úrkoma um allt land, að heita má, víðast rigning en þó slydda á stöku stað. Loftvœgi var 0.9 mb undir meðallagi. Frá 1.9 mb undir meðallagi i Vestmannaeyjum og í Reykjavík, að 0.7 mb yfir því á Hornbjargsvita. Hæst stóð loftvog á Galtarvita 1029.8 mb þ. 3. kl. 15, en lægst á Eyrarbakka 992.0 mb þ. 31. kl. 23. NorOaustan- og austanáttir voru tíðastar að tiltölu, en sunnan- og suðv.áttir fátíðastar. VeÖurhœO náði 11 vindstigum í Vm. þ. 28., Sðr., Hbv. og Vm. þ. 29., og í Æðey og á Hbv. þ. 30. 1 Æðey voru talin 12 vindstig þ. 29. Þrumur heyrðust í Bjólu og á Hellu þ. 20. Snjódýpt var mæld á 52 stöðvum þá daga sem jörð var alhvit. Mest var meðalsnjódýpt á Hveravöllum 69 cm, og þar var alhvítt í 13 daga. Þar mældist einnig mesta snjódýpt í mánuðinum 75 cm, þ. 4. og 8. Mest meðalsnjódýpt í byggð var 34 cm á Siglunesi, þar (33)

x

Veðráttan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.