Veðráttan - 02.12.1986, Blaðsíða 2
Ársyfirlit
VEÐRÁTTAN
1986
mældist mest 839 mm á Kvískerjum og 676 mm á Snæbýli. Minnst var úrkoman á Akureyri 86 mm
og 89 mm á Tjörn og Dratthalastöðum. Sólskinsstundir urðu flestar 721 á Hallormsstað, sem er
41% af þeim tíma sem sól er á lofti. Fæstar urðu sólskinsstundir 545 á Höskuldarnesi, en það er
30% af þeim tíma sem sól er á lofti og 2% minna en að meðaltali 1971-80. Á ölium öðrum stöðv-
um voru sólskinsstundir fleiri en á árunum 1971-80 eða 4-19% umfram meðallag og 32-36% af
þeim tíma sem sól er á lofti.
Haustið (október-nóvember) var kalt og vetur lagðist snemma að. Hiti var 1.9° undir meðal-
lagi. Hlýjast var 3.0°-3.2° á Dalatanga, Vík og Vatnsskarðshólum, en kaldast -4.3.° á Hveravöll-
um og -3.1° í Möðrudal. Á 34 stöðvum var hitinn 1.0°-2.9°. Á 7 stöðvum var hann -1.2° til -2.5°
og á 13 stöðvum -0.1° til -0.6°. Úrkoma var meiri en í meðalári á Austfjörðum og Suðausturlandi,
í uppsveitum á Suðurlandsundirlendi og á flestum stöðvum á Norðurlandi og norðantil á Vest-
fjörðum. Á Héraði og Fjöllum var úrkoma minni en í meðalári og einnig víðast hvar á Vestur-
landi. Úrkoma var mest á Kvískerjum 769 mm og 714 mm mældust á Snæbýli, en minnst 39 mm
á Grímsstöðum og 47 mm í Möðrudal.
Mesti vindhraði í Reykjavík.
f febrúar 1987 færði Hákon Waage Veðurstofunni skýrslu um ofviðrið 15. janúar 1942. Skýrslu
þessa fann hann í smáskáp sem var verið að henda í brotajárn. Skápurinn reyndist vera frá breska
hernum og í honum var m.a. skráning á mesta vindhraða sem mælst hefur í Reykjavík. Vindhrað-
inn komst samkvæmt mælingu á flugvellinum í 60 m/sek í mestu hviðunum, en mesti meðal-
vindhraði var 40 m/sek. Næst mesta hviða sem þekkt er í Reykjavík mældist einnig á Reykjavík-
urflugvelli 56 m/sek þ. 24. september 1973. Við Veðurstofuna mældust þá mest 54 m/sek.
Veðurstofan þakkar Hákoni Waage þessar dýrmætu upplýsingar.
(98)