Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.02.1989, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.02.1989, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1989 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Febrúar Tíðarfar var slæmt. Fram um miðjan mánuð var mjög stormasamt. Kalt var í veðri og víðast snjóþungt. Mjög djúpar lægðir fóru yfir landið eða voru í grennd við það þ. 1.-5. Þ. 1. var lægð á hreyfingu norðaustur norðan við land, og kalt loft kom inn yfir það í vestan stormi, en veðrið gekk niður fyrir hádegi. Undir kvöld hvessti af suðaustri og austri og lægð fór austur yfir Suðurland um nóttina. Daginn eftir varð vindur norðanstæður um stund. f>. 3. fór lægð norður með vesturströndinni og önnur austur yfir Suðurland. Vindur sveiflaðist frá suðaustri til suðvesturs, og loks til norðurs, og hélst sú átt þ. 4. Síðdegis þ. 5. gerði austan ofsaveður við suðurströndina, en þá nálgaðist mjög djúp lægð úr suðri, og fór hún norður yfir austanvert landið. Norðanlands og austan var norðanátt þ. 6. Þ. 4. var úrkomulaust að mestu sunnan til á landinu, en annars var snjókoma eða slydda um allt land. Mest var úrkoman sunnanlands þ. 1.-3. og mikið snjóaði á Norðurlandi þ. 6. Þ. 1 .-3. fór veður hlýnandi, hiti var 3° undir meðallagi þ. 1., en í meðallagi þ. 3. Þ. 4. og 5. var hiti 5°-7° kaldara en í meðalári, og þ. *. var hitinn 2° undir meðallagi. Þ. 7. og 8. var fremur rólegt veður, en nokkur úrkoma á Suðurlandi, hiti var l°-3° undir meðallagi. Mjög stormasamt var þ. 9.-12. og hvassviðri víða fram til þ. 15. Þ. 9. kom djúp lægð úr suðri og hitaskil fór norður yfir landið með austan og sunnan stormi og rigningu um allt land. Hiti var 5° yfir meðallagi og varð þetta hlýjasti dagur mánaðarins. Þ. 10. var vestan stormur framan af, en síðdegis gekk í suðaustur af völdumlægðar á Grænlandshafi. Lægðin fór norður fyrir land, ogþ. 11.-13. varhvöss vestanátt með éljum um allt land, en síðasta daginn dró til muna úr veðurhæðinni. Þ. 9.-11. mældist víða mikil úrkoma frá Austfjörðum um Suðurland til Vestfjarða. Hiti var 1° yfir meðallagi þ. 10. og 11. en 2°-3° undir því þ. 12.-13. Þ. 14.-16. var mjög kalt, kaldast þ. 15. hiti 9° undir meðallagi, og var það kaldasti dagur mánaðarins, en hina dagana var 6°-8° kaldara en í meðalári. Síðdegis þ. 14. gekk í norðanátt með snjókomu um norðan- og austanvert landið, en þá var djúp lægð á hreyfingu norður með Austfjörðum. Norðanáttin gekk niður þ. 16., og síðdegis þann dag gerði austanátt með snjókomu suðvestanlands. Þ. 17. fóru skil norður yfir landið og hiti komst upp í meðallag. Úrkoma var um allt land. Dagana 18.-24. var 3°-4° kaldara en í meðalári. Þ. 18. var hæglátt veður og allvíða snjókoma, en aðfaranótt 19. var kröpp lægð norðnorðaustur af landinu, og brast þá á stórhríð á norðausturhorninu. Um daginn og næsta dag var vestan og norðvestanátt með snjókomu norðantil á landinu, og síðari daginn voru einnig él vestanlands. Þ. 21.-24. var tiltölulega hæglátt veður. Þ. 21.-22. var að mestu þurrt, en þ. 23. og 24. voru él norðanlands. Þ. 25.-28. var lægðasvæði yfir Bretlandi og Norðursjó, og norðlæg átt ríkjandi. Þ. 25. þokaðist smálægð inn yfir Austurland. Víða norðanlands og suður eftir Austfjörðum snjóaði mikið þ. 25.-27. Síðasta dag mánaðarins var hvergi teljandi úrkoma og bjartviðri syðra. Hiti var frá meðallagi að 3° udnir því þ. 25. til 27., en þ. 28 var 6° kaldara en í meðalári. Loftvœgi var 19.0mb undir meðallagi áranna 1931-1960 frá 17.5mb á Galtarvita að 20.3mb á Dala- tanga. Lægststóðloftvog931.9mbí Vestmannaeyjumþ. 5. kl. 18, en hæst 1017.3mbíReykjavíkþ. 15. kl. 24. Vindar milli austurs og suðurs voru fátíðari en á árunum 1971-1980 og vindar frá vestri til norðausturs að sama skapi tíðir. Logn var sjaldnar en á árunum 1971-80. Veðurhæð náði 12 vindstigum eftirtalda daga: Þ. 2. í Æð. og Vm.(36,47); þ. 5. á Fghm.(38), Vm.(49,59), Hvrv.(36,39) og Búr; þ. 6. í Mðrd., Hjrn.(33), Fghm.(39) og Búr; þ. 8. í Vm(38,48); þ. 9. í Æð. og Vm.(44,56); þ. 10. á Sd., Þrv. og Vm(41,49); þ. 11. í Vm.(39,49) og Hvrv.(33,39); þ. 12. í Strm., Hval og Vm.(39,49); þ. 15. og 16. á Tgh. Tölur innan sviga sýna mesta meðalvindhraða og mestu hviðu m/sek. 11 vindstig voru: Þ. 1. á Gfsk., Fl., Hlh., Sd., Þrv., Strh., Kmb., Tgh. og Vm.; þ. 2. í Strm. og Kvgd.; þ. 3. í Vm.; þ. 5. í Hjm., Nðrh. og Vtns.; þ. 6. í Vm.; þ. 9. á Gfsk., Mðrd., Sðn., Dt., Hól. og Hvrv.; þ. 10. í Gr. og Hól.; þ. 11. í Sth., Bd., Sg., Sd., Mðrd. og Dt.; þ. 12. á Gfsk., Bd., Kvgd., Sg., Hvrv. og Kvk.; þ. 13., 14. og 16. í Vm.; þ. 25. í Æð. og þ. 26. á Lmbv. Prumur eða rosaljós voru eftirtalda daga: Þ. 3. á Hjrn., Kvsk., Fghm., Snb., Vm., Búr og Jaðri; þ. 4. í Nrðh.; þ. 5. á Kvsk., Kbkl., Snb. og Skógum: þ. 6. í Skógum og Vm.; þ. 8. í Skógum og Grv.; þ. 9. á Rphn., Kvsk., Bjólu, Nsjv., Rkn og Kvk.; þ. 10. í Grv.; þ. 11 í Stey., Hjrð., Hjrn., Grv. og Kvk.; þ. 12. í Rvk., Hjrð., Sðr., Kvsk., Fghm. og Grv.; þ. 13. í Rvk., Skógum, Grv. og þ. 14. Grv. (9)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.