Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.06.1989, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.06.1989, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1989 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Júní Tíðarfarið í mánuðinum var allsæmilegt einkum norðantil á landinu. Spretta var hæg sök- um þurrka og sums staðar var mikið kal í túnum á Norðaustur- og Norðurlandi. Dagana 1.-4. var grunnt lægðardrag yfir landinu á milli háþrýstisvæða fyrir sunnan og norðan land. Þ.l. og 2. var hiti í meðallagi.hæg breytileg átt,skýjað og víða þokuloft eða súld við ströndina en síðdegis þ.2. létti til fyrir norðan með suðaustan kalda. Þ.3. var hiti 1° undir meðallagi og víða dálítil súld eða rigning í hægri vestanátt. Þ.4. var hiti 2° undir meðallagi. Létti til syðst á landinu er vindur varð norðlægur um tíma. Aðfaranótt þ.5. þokaðist lægðardragið austur og hæðarhryggur þokaðist inn yfir landið úr suðvestri og var þurrt þann dag nema við suðaustur- og austurströndina þar voru smá skúrir. Um nóttina nálgaðist landið smá lægð úr suðvestri og þykknaði upp suðvestanlands. Hiti var 1° undir meðallagi þ.l. en 1° yfir því þ.6. og var þá bjart veður nema við suðvesturströndina, þar var súld. Dagana 7.-10. var víðáttumikið lágþrýstisvæði, á hægri hreyfingu austur, suður í hafi. Hiti var í meðallagi þ.7.- 9. en l°yfirþví þ.10. Hæg suðaustlæg átt var, skýjaðog væta öðru hverju sunnan og vestanlands en skýjað í öðrum landshlutum. Þokuloft var við ströndina fyrir norð- an og austan einkum þ.8.. Síðdegis þ.10. dýpkaði lægðin fyrir sunnan land og herti vindinn. Létti þá til norðvestan- lands í bili. Var hiti 2° yfir meðallagi þ.ll.. Rigndi um allt iand þegar úrkomusvæði lægðar- innar þokaðist norður. Lægðin var enn suðvestur í hafi en farin að grynnast. Þ. 12 var hiti 2° yfir meðallagi og var suðaustan kaldi á landinu og dálftil súld eða þoka við suðaustur- og austurströndina. Aðfaranótt þ.13. dýpkaði lægð við Skotland og tók að hreyfast norðnorðvestur og var við suðausturströndina um morguninn. Rigndi suðaustan- og austanlands fram undir hádegi. Hiti var 3° yfir meðallagi þ. 13 og var það hlýjasti dagurinn að tiltölu. Dagana 14,-15. var hiti 2° yfir meðallagi. Hæg suðaustlæg átt var og dálítil súld eða rigning öðru hverju á Suðvesturlandi og við ströndina en í innsveitum fyrir norðan var þurrt og hlýtt. Þ.16. var hiti 1° yfir meðallagi og smá lægð þokaðist norðaustur yfir landið og varð úrkomu vart víða en í mjög litlum mæli. Um kvöldið nálgaðist landið alldjúp lægð úr suðvestri og fór úr- komusvæði norðaustur yfir landið um nóttina. Dagana 17.-18. var suðlæg átt og hiti 2° yfir meðallagi. Hlýtt var,einkum norðaustanlands, og smá skúrir um sunnan og vestanvert landið. Um morguninn þ. 19 snerist í suðvestanátt og kólnaði heldur. Hiti var 1° yfir meðallagi þ.19,- 20. Þ.20. kom lægð inn á Grænlandshaf og þokaðist norðaustur með strönd Grænlands. Úrkomusvæði hennar þokuðust inn á landið síðdegis og varð úrkomu vart víðast hvar nema á Norðausturlandi. Þ.21. var suðvestlæg átt og skúrir víðast hvar nema á Austurlandi og var hiti í meðallagi þann dag. Árdegis þ.22. þokaðist lægðin austur og gekk í norðanátt og kólnaði. Hiti var 1° undir meðallagi þ.22 og voru skúrir fram eftir morgni norðvestanlands en annars þurrt nema við norðausturströndina þar voru skúrir eða slydduél. Þ.23. var hæglætis veður,skýjað og hiti í meðallagi. Þurrt var nema við ströndina norðan- og austanlands þar voru skúrir. Um morguninn þ.24. var lægð við suðurströndina á hreyfingu austur. Austanátt var, en lítil sem engin úrkoma og hiti 1° undir meðallagi. Dagana 25.- 27. gerði kuldakafla og var sums staðar talsvert næturfrost norðaustanlands. Hiti var 3° undir meðallagi þ.25., 4° undir þ.26. sem var kaldasti dagur mánaðarins að tiltölu og 3° undir þ.27. Skúrir eða slydduél voru við ströndina norðantil en annars þurrt nema smá skúrir voru við suðvesturströndina síðdegis þ. 26. og fór að rigna um nóttina. Þ.28. létti til og hæðahryggur myndaðist á Grælandshafi og þokaðist suðaustur. Var léttskýjað að mestu þ.29. og 30. nema við norðausturströndina þar var norðvestan strekkingur og smá skúrir þ.29. Hiti var 2° undir meðallagi þ.28., 1° undir þ.29. og 2° undir þ.30.. Loftvœgi var 0.5 mb undir meðallagi áranna 1931-60,frá l,lmb undir á Hornbjargsvita að því að vera í meðallagi á Galtarvita, Kirkjubæjarklaustri og í Vestmannaeyjum. Hæst stóð loftvog 1025,7mb á Galtarvita þ.5. og lægst 993,2mb í Vestmannaeyjum þ. 11. (41)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.