Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.07.1989, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.07.1989, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1989 IVIÁN AÐ ARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI JÚlí Tíðarfar var svalt og óvenju sólarlítið um suðvestan- og vestanvert landið,en þótti mun betra austanlands. Sólskinsstundir hafa ekki mælst svo fáar í júlí í Reykjavík frá því að sam- felldar sólskinsmælingar hófust þar 1923. Heyskapur gekk vel um norðan- austan- og suð- austanvert landið enda þótt þurrkar háðu þar sprettu nokkuð. Á Vestur- og Suðvesturlandi var víðast talin vond heyskapartíð. Fyrstu 20 daga mánaðarins voru vestlægar áttir ríkjandi. Hver lægðin á fætur annarri fór norðaustur um Grænlandssund eða yfir fsland. Aðfaranótt þ.l. var bjart veður norðaustanlands og varð þar sums staðar næturfrost. Síð- degis fór að rigna á Suður- og Vesturlandi í hægri suðaustanátt. Dagana 2.-4. var hæg vest- anátt með skúrum eða súld vestanlands, en lengst af úrkomulitlu austanlands. P.5. fór lægð yfir landið og þá rigndi um nær allt land, víða 10-30mm sunnanlands. Önnur smálægð fór yfir landið aðfaranótt þ.7. en úrkoma var þá minni. Þ.8. var léttskýjað um allt austanvert landið. Lægð fór norðaustur Grænlandssund þ.9. og þá rigndi mikið um sunnan- og vestanvert landið,fyrst í sunnanátt, en síðan snerist vindur til vesturs með smáskúrum eða dálítilli súld. Enn fór smálægð yfir aðfaranótt þ.ll. og önnur aðfaranótt þ.12. Næstu daga var vestan og norðvestanátt. Þá varð víða yfir 20° hiti um austan- og suðaustanvert landið,en vestanlands var dimmviðri, rigning eða súld. Þ.15. rigndi einnig sums staðar við norðaustur- og austurströndina. Fyrstu 13 daga mánaðarins var hiti nærri meðallagi, en 2-3° yfir því dagana 14.-17., 18-25. var hiti frá meðallagi að 2° yfir því. Þ.17.kom enn eitt regnsvæðið úr suðvestri og þ. 18. fór lægð norðaustur Grænlandssund. Mest rigndi á Suðausturlandi þ. 17. Regnsvæði fór einnig yfir þ.20. og þá rigndi stutta stund á Norðausturlandi. Aðra daga var suðvestanátt með skúrum eða súld um vestanvert landið, en björtu veðri með köflum norðaustan- og austanlands. Þ.22. var vaxandi lægð fyrir suðvestan land og snerist vindur þá til suðausturs og fór að rigna á Suður- og Vesturlandi. Vindur snerist enn til suðvesturs þ.23. Þ.24. var hæðarhryggur yfir landinu,vindátt breytileg og víðast þurrt og bjart veður. Þ.25. kom lægð að landinu úr suðri og þá fór að rigna. Mikið rigndi um sunnan- og austanvert landið. Þ.26. og 27. var lægðin yfir Austurlandi, vindátt breytileg og einhver úrkoma var í flestum landshlutum. Síðdegis þ.27. snerist vindur til norðurs á Suðurlandi og þar stytti upp. Dagana 26.-31. var hiti 1-2° undir meðallagi. Þ.28. og 29. var lægðin fyrir austan land og norðanátt á landinu. Rigning var um norðanvert landið, en sums staðar léttskýjað syðra. Vindur snerist meir til vesturs þ.30. og vestanlands gerði súld. Þ.31. var vindátt mjög breyti- leg. Víða norðanlands var skýjað, en léttskýjað annars staðar, um kvöldið var þó orðið skýjað víðast hvar. Loftvœgi var 0,5mb yfir meðallagi áranna 1931-1960. Frá 3,2mb yfir í Vm, að l,8mb undir á Hbv. Hæst stóð loftvog á Rkn þ. 15. kl. 21, 1026,Omb, en lægst á Hbv þ.9. kl.9, 986,9mb. Vindur: Ekki var getið um 11 vindstig í mánuðinum. Vindáttir: Sunnan-, suðvestan-, vestan- og norðvestanáttir voru mun tíðari en að meðaltali 1971-1980, en norðan-, norðaustan- og austanáttir að sama skapi fátíðari. Logn var sjaldnar en að meðaltali. Snjór: Hvergi varð alhvítt í mánuðinum, en sums staðar voru enn snjóskaflar niður undir byggð fram eftir mánuðinum. Skaðar og hrakningar: Þ.9 drukknaði kona og þrjár telpur í Bergvatnskvísl austur af Hofsjökli. Ferðalög um hálendið gengu illa langt fram eftir mánuðinum. Þ.30. fórst maður er flugvél brotlenti í Biskupstungum. Hlaup og vatnavextir: Hlaup varð í Skaftá eftir miðjan mánuð og flóð urðu í Eyjafjarðará í hlýindum um svipað leyti. Brennisteinslykt fannst á Vtns að kvöldi þ.21. (49)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.