Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.09.1989, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.09.1989, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1989 MÁN AÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI September Á stöku stað austanlands var tíð talin allgóð, en í öðrum landshlutum var rysjótt tíð lengst af. Uppskera garðávaxta var í rýrara lagi víðast hvar og berjaspretta lítil nema austanlands. P. 1. var norðanátt og kaldasti dagur mánaðarins að tiltölu, hiti 4° undir meðallagi. Um morguninn rigndi norðaustanlands, en þurrt var að mestu um land allt þegar á daginn leið. Sunnanlands var léttskýjað. Að morgni þ. 2. var lægð við Suður-Grænland og undir morgun fór að rigna á Suðvestur- og Vesturlandi í suðaustan kalda. Heldur hlýnaði og dagana 2. - 5. var hiti í kringum meðallag. Lægðin fór til norðausturs skammt fyrir vestan land og þ. 3. snerist vindur til suðvesturs og vesturs. Skúrir voru um mestallt land. Þ. 4. var lægðardrag á Grænlandshafi og svipað veður. Þó mátti heita þurrt á suðaustan- og austanverðu landinu. Að kvöldi þ. 5. kom nokkuð kröpp lægð upp að suðausturströndinni og vindur snerist til norðan- og norðaustanáttar. Þá kólnaði. Dagana 6. - 8. var hiti 2-3° undir meðallagi. Síðdegis þ. 6. var lægðardrag yfir Suðurlandi og vestlæg átt syðst á landinu. Rigning eða skúrir voru um mestallt land. Að morgni þ. 7. létti til um vestanvert landið og síðdegis einnig á Norðurlandi. Enn hélst lítilsháttar úrkoma við suðaustur- og austurströndina þ. 8., en þá var hæðarhryggur yfir landinu, en undir kvöld nálgaðist lægð úr vestri. Dagana 9. - 12. var hiti yfir meðallagi; 3° þ. 11., 1° þ. 12., en 2° þ. 9. og 10. Tvær lægðir fóru norðaustur um Grænlandssund. Talsvert rigndi á Suður- og Vesturlandi, en lítið norð- austanlands enda var vindátt suðlæg. Hiti var nú í meðallagi eða rétt undir því allt fram til þ. 27. Þ. 13. var smálægð við Austfirði og olli hún rigningu þar. Önnur smálægð olli skúrum á Suður- og Vesturlandi. Vindátt var breytileg, sem og þ. 14. Víða voru smáskúrir eða súld. Þ. 15. dýpkaði lægð mjög mikið fyrir suðaustan land, leifar fellibylsins Gabrielle. Vindátt varð nú austlægari og aðfaranótt þ. 16. norðaustlæg. Mikið rigndi austanlands, en mun minna annars staðar. Dagana 16. - 20. var norðaustanátt ríkjandi. Smám saman létti til og þornaði sunnanlands og vestan, en lengst af var úrkoma norðaustanlands. Þ. 21. og 22. var vindátt breytileg. Úrkomulítið var lengst af á Suðvestur- og Vesturlandi, en súld eða rigning annars staðar. Aðfaranótt þ. 23. kom smálægð að landinu úrsuðri. Þá birti heldur upp á Norður- og Austurlandi, en á Suðurlandi fór að rigna. Regnsvæðið fór yfir landið síðdegis og þá rigndi einnig fyrir norðan. Úrkoma var þó langmest á Austur- og Suð- austurlandi. Þ. 24. fór allkröpp lægð austur yfir Suðurland. Þá rigndi um land allt og víða var hvasst, einkum á Vestfjörðum. Aðfaranótt þ. 25. snjóaði sums staðar í byggð norðaustanlands. Þ. 25. var landið milli lægða framan af degi, en síðan gerði sunnan hvassviðri með rigningu um land allt og víða rigndi mikið. Lægðin, en í henni voru gamlar leifar fellibylsins Hugo, fór norð- austur um Vestfirði þ. 26. og snerist vindur þá til hvassrar suðvestan-og síðar vestanáttar með skúrum. Síðdegis gerði skammvinna norðanátt með slyddu á Vestfjörðum og við norður- ströndina. Þ. 27. var vestanátt með skúrum á Vesturlandi, en þurru austanlands. Þ. 28. og 30. var hiti 3° yfir meðallagi, en 5° þ. 29. og varð það hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. Mikil hæð var nú vestur af Bretlandseyjum, en lægðardrag á Grænlandssundi. Áttin var því suðvestlæg með súld eða rigningu vestanlands, en þurru eystra.Kuldaskil komu inn á landið fyrir hádegi þ. 30. og snerist vindur þá til vesturs. Þá létti til austanlands, en smáskúrir voru á Vesturlandi. Víða varð mjög hvasst um kvöldið, en þá var djúp lægð við Norðaustur- Grænland á leið austur. Mikinn sandbyl gerði þá á austanverðu hálendinu. (65)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.