Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.11.1989, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.11.1989, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1989 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Nóvember Tíðarfar þótti hagstætt í mánuðinum. P. 1. var hiti 2° yfir meðallagi. Minnkandi lægð var fyrir suðvestan land. Suðaustanátt var og skúrir á Suður- og Vesturlandi, en þurrt að kalla nyrðra. Þ. 2. var hiti í meðallagi, lægð var á norðurleið vestur af Skotlandi. Smáskúrir voru syðst á landinu, en bjart veður á Vest- ur- og Norðurlandi. Þ. 3. - 6. var hiti undir meðallagi, 1° þ. 3. og 6., 2° þ. 4. og 4° þ. 5. Lægð fór til austurs skammt fyrir sunnan land þ. 3. Átt var austlæg og norðaustlæg. Þ. 4. og 5. var lægðasvæði austur undan með norðan og norðaustanátt. Þessa daga var oftast úrkomulítið og stundum bjart veður sunnanlands, en súld eða rigning og síðar snjókoma norðaustanlands. Aðfara- nótt þ. 6. snerist vindur til austurs og þá snjóaði lítilsháttar á Suður- og Vesturlandi, en síð- ar um daginn rigndi. Allmikil lægð var fyrir suðvestan land. Fram til þ. 11. var hiti nærri meðallagi, en 2° undir því þ. 12. Lægðasvæði var fyrir sunnan og suðvestan land, en þ. 11. fyrir suðaustan land. þ. 12. var hæðarhryggur yfir landinu. Rigning eða skúrir voru á víð og dreif um landið þessa daga. Oftast snjóaði norðan til á Vestfjörðum. Eftir þ. 8. var oftast þurrt á Suðvesturlandi og þ. 10. og 11. einnig suðaust- anlands. Síðdegis þ. 12. snerist vindur til suðausturs og fór að rigna suðvestanlands. Þ. 13. og 14. var hiti 3° yfir meðallagi, 5° þ. 15. og 2° þ. 16. Lægð fór yfir Suður- og Suð- austurland þ. 13. og síðdegis snerist vindur til norðurs. Framan af degi rigndi um mestallt land, en undir kvöld stytti upp suðvestan og vestan lands. Aðfaranótt þ. 14. kom hæðar- hryggur inn á landið úr vestri. Síðan snerist vindur til suðurs og suðausturs og síðdegis rigndi á Suður- og Vesturlandi. Þ. 15. voru skil yfir landinu. Austan þeirra var sunnanátt með hlýindum, en vestan þeirra var vindur hægur, hiti 1^1° og víðast úrkomulítið. Skilin komust ekki austur af landinu fyrr en að kvöldi þ. 16. og veður hélst svipað. Þ. 17. var hiti í meðallagi og vindátt breytileg, en næstu daga var kalt. Þ. 18. var hiti 3° undir meðallagi, 6° þ. 19. (kaldasti dagur mánaðarins) og 2° þ. 20. og 21. Þ. 18. var lægð- ardrag fyrir austan land en hæð yfir Grænlandi. Norðaustanátt var á landinu með snjókomu nyrðra, en á Suðurlandi var léttskýjað. Þ. 19. var allmikil hæð yfir landinu og hélst þar allt fram á aðfaranótt þ. 22. að hún fór suður fyrir land. Þessa daga var stundum úrkoma á Vest- fjörðum, en annars mátti heita þurrt. Stundum var vestan strekkingur við norðurströndina, en annars var vindur yfirleitt hægur. Afgang mánaðarins, þ. 22. til 30. var hiti yfir meðallagi, 3° þ. 25. 5° þ. 28. og 30. og 7° þ. 29. (hlýjasti dagur mánaðarins), en 1-2° aðra daga. Þ. 22,- 27. var hæð skammt fyrir sunnan land og vindátt vestlæg, stundum allhvöss við norðurströndina. Að kvöldi þ. 22. og þ.23. var lægðardrag í námunda við landið, vindátt breytileg og víða rigning eða súld. Aðra daga var lengst af alveg þurrt á Norður- og Austurlandi, en súld með köflum vestanlands. Þ. 28. var suðvestanátt, bjart veður á Norðaustur- og Austurlandi, en súld suðvestan- lands. Aðfaranótt þ. 29. kom regnsvæði að landinu og þokaðist austur um landið, en var ekki komið alveg austur af fyrr en að morgni þ. 30. Norðaustanlands hélst alveg þurrt, en talsvert rigndi á Suður- og Vesturlandi. Hæg vestlæg átt fylgir í kjölfar skilanna. Þ. 30. var hæg sunnanátt. Á Suðurlandi var þokumóða og víða súld, en nokkuð bjart veður norðaust- anlands. (89)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.