Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.12.1989, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.12.1989, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1989 MÁN AÐ ARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Desember 1989 Tíðarfar í mánuðinum var talið frekar hagstætt. Mikil hlýindi voru fyrrihluta mánaðarins og einnig undir lokin. Dagana 1.-9. var hæð yfir Bretlandseyjum og hæðarhryggur teygði sig norðvestur. Lág- þrýstisvæði var suðvestur af Grænlandi og braut Iægða og úrkomusvæða norður um ísland og landið oftast umlukið hlýjum loftmassa. Hiti var 8° yfir meðallagi þ. 1. og 5. og voru það hlýjustu dagar mánaðarins að tiltölu annars var hiti 3° - 7° yfir meðallagi. Þ. 1. var stíf sunn- an- og suðvestanátt og mikil rigning sunnan- og vestanlands, en þ. 2. - 3. var suðvestanátt og léttskýjað norðaustan og austanlands en skúrir í öðrum landshlutum. Aðfaranótt þ. 4. var aftur stíf sunnanátt og mikil rigning vestantil en um morguninn snerist vindátt til vest- urs- og suðvesturs og lægði. Létti til austanlands en þokusúld var vestanlands. Upp úr há- degi þ. 5. dýpkaði lægð sem var fyrir norðan land og þokaðist suðaustur. Norðaustanlands þykknaði upp og gerði allhvassa vestan- og norðvestanátt um tíma en lægði aftur um kvöldið. Á Suðausturlandi létti til. Þ. 7. - 8. var hæðarhryggur suðaustur af landinu og hæg suðvestlæg átt, skýjað en úrkomulítið nema við ströndina vestanlands þar voru skúrir eða súld. Þ. 9. var hæg breytileg átt og skýjað lengst af en um kvöldið norðaustan átt og snjó- koma við norðausturströndina.Um nóttina létti til víða nema suðaustanlands var súld og þokubakkar voru á Húnaflóa. Þ. 10 kólnaði og var hæglætis veður og hiti í meðallagi. Dagana 11. - 15. var hæð yfir Norðaustur-Grænlandi og frá henni hæðarhryggur suður í átt til íslands. Lægðir fóru til austurs fyrir sunnan land. Þ. 11. var hiti 2° undir meðallagi, vindur austlægur og nokkuð stífur syðst á landinu. Víða var léttskýjað nema á ystu an- nesjum norðaustanlands þar voru smá él og þokubakkar sums staðar norðanlands. Hiti var 4° - 6° undir meðallagi þ. 12 -14. og hæg breytileg eða norðaustlæg átt. Víðast var léttskýjað nema á Norðausturlandi þar var skýjað og él og einnig á norðanverðum Vestfjörðum. Síð- degis þ. 14. fór að hvessa af norðaustri og þykknaði upp. É1 eða snjókoma var um allt norðanvert landið um nóttina og fram eftir morgni en þá dró úr veðurhæðinni og létti víðast til um miðjan dag þ. 15. nema á ystu annesjum norðan- og austanlands. Um kvöldið var vaxandi norðanátt og él um allt norðanvert landið. Hiti var 7° undir meðallagi þ. 15. Dagana 16. - 18. var hiti 4° - 6° undir meðallagi og hvöss norðanátt á landinu. Snjókoma og éljagangur var norðanlands en léttskýjað sunnan- og suðvestanlands. Þ. 19. dró talsvert úr norðanáttinni og kólnaði enn meir. Hiti var 9° undir meðallagi þ. 19 og 10° undir þ. 20. og var hann kaldasti dagur mánaðarins að tiltölu. Létti til í flestum landshlutum nema á Norðaustur- og Austurlandi og á norðanverðum Vestfjörðum, þar voru él. Þ. 20. þykknaði upp og hvessti af austri á Vestur- og Suðvesturlandi er smá lægð mynd- aðist á Grænlandshafi og nálgaðist landið. Hvöss norðaustanátt og snjókoma var á Vest- fjörðum en dró úr éljaganginum norðaustanlands. Þ. 21. - 22. þokaðist lægðin austur með suðurströndinni. Var hiti 6° undir meðallagi þ. 21. Austan hvassviðri og snjókoma var syðst á landinu þegar leið á daginn en hægari austan- og norðaustanátt í öðrum landshlutum og víða é! norðantil. Þ. 22. var hiti 1° undir meðallagi, hæg austan og norðaustanátt og snjó- koma víða, en stytti upp næstu nótt og létti til. Þ.23. var hiti í meðallagi, skýjað en úrkomu- lítið. Aðfaranótt þ.24. dýpkaði lægð suður í hafi’og þokaðist norður. Fárviðri gerði syðst á landinu snemma um morguninn og varð einnig mjög hvasst um allt land. Víðast var rigning og var hiti 4° yfir meðallagi. Skil lægðarinnar þokuðust norður landið um daginn og lægði í kjölfar þeirra. Var hæg suðlæg átt og hiti 3° yfir meðallagi þ. 25. Skúrir voru suðvestan- lands fram eftir degi, en síðan vestanátt og slydduél. Snjókoma eða slydda var á Vestfjörð- um en í öðrum landshlutum bjart veður. Dagana 26. - 27. var hiti rétt um meðallagi, suðvestlæg átt með éljum vestanlands en bjart veður austanlands. Aðfaranótt þ. 28. nálgaðist mjög djúp lægð úr suðvestri. Þykknaði upp með vaxandi suðaustanátt og fór að snjóa og síðar að rigna suðvestanlands. Þ.28. var mjög hvöss suðaustanátt og hiti 4° yfir meðallagi. Kuldaskil þokuðust yfir landið þegar leið á dag- (97)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.