Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.12.1990, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.12.1990, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1990 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Desember Tíðarfarið var talið gott. Fremur hlýtt var og snjólétt, en nokkuð umhleypingasamt. Þ. 1. var hiti 6° yfir meðallagi, hvöss suðvestanátt og él nema á Austurlandi og Austfjörð- um. Þ. 2. var hiti 3° yfir meðallagi og varð vindur norðlægur um kvöldið með snjókomu og skafrenningi norðanlands. Þ. 3. var hiti 1° yfir meðallagi, vestlæg átt og létti til suðaustan- lands en él voru annars staðar. Næstu nótt lægði og hlýnaði. Þ. 4. var hiti 5° yfir meðallagi og vaxandi suðaustanátt. Skil komu inn á land um morguninn. Rigndi alls staðar nema á Aust- fjörðum en um kvöldið gekk í hvassa suðvestanátt með éljum vestantil. Þ. 5. var hiti 2° yfir nteðallagi. Dagana 6.-7. var hiti 6° undir meðallagi og voru þeir tveir af fjórum köldustu dögum mánaðarins. Norðanskafrenningur og éljagangur var norðantil einkum þ. 6. Þ. 8. gékk í suðvestanátt með éljum vestantil á landinu og var hiti í meðallagi. Aðfaranótt þ. 9. nálgaðist lægð og kuldaskil fóru norðaustur með rigningu vestantil fyrri hluta dags en síðan gekk í stífa vestan- og suðvestanátt með éljum. Hiti var 3° yfir meðallagi þ. 9. en í meðallagi þ. 10. Um kvöldið þ. 10. hvessti af austri og síðar norðaustri þegar lægð þokaðist austur með suður- ströndinni. Rigndi um tíma syðst á landinu en hríð var norðanlands um nóttina. Þ. 11. var hiti 2° undir meðallagi, norðanátt og él á Norður- og Austurlandi en bjart syðra. Lægði síðdegis nema við norðausturströndina. Aðfaranótt þ. 12. nálgaðist kröpp lægð landið með hvassri suðaustanátt, snjókomu og síðar rigningu. Hiti var 3° yfir meðallagi þ. 12. og 7° yfir því dagana 13.-14. og voru það hlýjustu dagar mánaðarins. Stíf sunnanátt var og víða þoka eða súld nema á Norður- og Norðausturlandi þar var léttskýjað og óvenju hlýtt. Síðdeg- is þ. 14. fóru kuldaskil austur yfir landið og vindur varð vestlægur. Hiti var 5° yfir meðallagi þ. 15. og 16. Þ. 15. var hægviðri fyrst en síðdegis vaxandi suðaustanátt þegar lægð fór norður fyrir vestan land. Rigndi í flestum landshlutum nema á Norðaustur- og Austurlandi. Þ. 16. og 17. var suðvestanátt og éljagangur vestantil á landinu. Hiti var 1° yfir meðallagi þ. 17. Þ. 18. var hiti 2° undir meðallagi og 6° undir því þ. 19.-20. og voru það síðari tveir köldustu dagarnir. Norðanáhlaup gerði aðfaranótt þ. 19. með hvassviðri og snjókomu á norðaustur- horni landins. Lægði austantil á landinu um morguninn þ. 19., en vaxandi austanátt var suð- vestantil þegar lægð fór austur fyrir sunnan land. Hvassviðri og snjókoma var syðst á landinu um nóttina en annars úrkomulaust, nema á annesjum fyrir norðan og austan voru smá él. Þ. 20. var hægviðri og léttskýjað fram eftir degi en hvöss suðaustanátt vestanlands síðdegis. Snjókoma og rigning var um nóttina en suðvestanátt og él næsta dag. Þ. 21. var hiti 3° yfir meðallagi og þ. 22. 1° yfir því. Skil fóru norðaustur yfir landið fyrri hluta dags þ. 21. ogfylgdi í kjölfarið stíf suðvestanátt og él. Dagana 23.-25. var hiti 1° yfir meðallagi, suðlægar áttir og dálítil él víða nema á Norðaust- urlandi þar var þurrt og bjart þar til að morgni þ. 25. að lægð myndaðist suðaustur af Horna- firði og fór hratt norður um Austfirði með hvassri norðaustanátt og súld og slyddu á Austur- og Norðurlandi, en annars voru él. Þ. 26.-27. var hiti 2° undir meðallagi. Norðvestan- og vestanátt með éljagangi var víða nema á Suðausturlandi og Austfjörðum. Þ. 28. létti til og gekk norðanáttin niður og var hiti þar 4° undir meðallagi. Um kvöldið myndaðist smá lægðar- drag við suðvesturströndina og snjóaði þar og annað myndaðist norðvestur af landinu og þokaðist suðaustur. Snjóaði á Vestfjörðum og síðar um nóttina á Norðausturlandi og Aust- fjörðum. Þ. 29. var hiti 3° undir meðallagi, hægviðri og él voru norðantil. Undir kvöld dýpkaði lægð suðvestur af landinu og þokaðist norðaustur fyrir sunnan land. Hvessti og snjóaði syðst á landinu um nóttina og þ. 30. var slydda við suðausturströndina. í öðrum landshlutum var hæg norðaustlæg átt og bjart. Hiti var 2° undir meðallagi þ. 30. og 1° undir því þ. 31. Árið kvaddi (89)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.