Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.03.1992, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.03.1992, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1992 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFUNNI Mars Tíðarfarið í mánuðinum var talið sæmilegt. Umhleypingar voru tíðir en frekar milt var. Samgöngur og gæftir voru þokkalegar. Dagana 1.-9. voru sunnan- og suðvestanáttir ríkjandi. Víðáttumikið lágþrýstisvæði var fyrir suðvestan land. Hvassa norðaustanátt og snjókomu gerði á Vestfjörðum þ. 1. en annars staðar var hægara. Næstu nótt létti til og lægði. Hiti var 1° yfir meðallagi þ. 1. og 2. Upp úr hádegi þ. 2. þykknaði upp með suðaustanátt og fór að snjóa og rigna nema á Norðausturlandi þar var þurrt. Vindur var fremur hægur þar til síðdegis þ. 3. að mjög kröpp lægð dýpkaði fyrir suðvestan land og þokaðist norður. Úrkomusvæði fór norðaustur yfir landið um kvöldið og um nóttina var mjög hvöss sunnan- og suðvestanátt og slyddu- eða snjóél og hélst svo fram eftir degi þ. 4. Hiti var 3° yfir meðallagi þ. 3. og 4. Sídegis þ. 4. snerist til suðaustanáttar og úrkomusvæði þokaðist inn á land og rigndi víða. Um kvöldið sn'erist vindur til suðvesturs með allhvössum éljum vestast en annars var bjart veður. Hiti var 2° yfir meðallagi þ. 5. og 1° yfir því þ. 6. P. 7'. fór smálægð norður fyrir vestan land og var stíf suðaustanátt og rigning um vestanvert landið. Hiti var 3° yfir meðallagi þ. 7. og 5° yfir því þ. 8. og var það hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu með sunnan hvassviðri eða storm og rigningu. Um kvöldið lægði og snerist til suðvestanáttar með éljagangi vestanlands. Hiti var í meðallagi þ. 9. Aðfaranótt þ. 10 urðu snöggar veðrabreytingar. Lágþrýstisvæðið þokaðist austur yfir land- ið og hæð myndaðist yfir Grænlandi. Hiti var 5° undir meðallagi þ. 10. og 11. P. 10. var norðanátt og él norðantil á landinu en lægði um nóttina. Snemma morguns þ. 11. myndaðist lægð vestur af landinu og þokaðist austur með snjókomu og stífri austanátt um allt land. Um nóttina gekk í hvassa vestan- og síðar norðvestanátt með éljum. Dagana 12.-14. var stíf norð- anátt og víða snjókoma norðantil en él á víð og dreif í öðrum landshlutum, einkum þ. 12. P. 14. lægði og hæðarhryggur þokaðist austur yfir landið um nóttina. Hiti var 6° undir meðallagi þ. 12., 11° undir því þ. 13. og 13° undir því þ. 14. og var það kaldasti dagur mánaðarins að tiltölu. P. 15. nálguðust skil landið úr suðvestri og hlýnaði. Síðdegis fór að snjóa vestantil og síðar einnig austantil með stífri suðsuðaustanátt. Um nóttina snerist vindur til suðvesturs með slyddu- og snjóéljum um vestanvert landið. Hiti var 4° undir meðallagi þ. 15. og 4° yfir því þ. 16. Aðfaranótt þ. 17. var lægð vestur af landinu á hreyfingu norðaustur. Rigndi um tíma suðvestanlands en snerist síðan til suðvestanáttar með slydduéljum nema á Vestfjörðum þar voru él og allhvöss norðaustanátt sem gekk niður næstu nótt. Næstu daga var hæg breytileg eða suðvestlæg átt og él víða vestanlands. Hiti var 2° yfir meðallagi þ. 17., í meðallagi þ. 18. og 1° undir því þ. 19. Síðdegis þ. 19. snerist vindátt til austurs. Hiti var 1° yfir meðallagi þ. 20. og stíf austanátt. Rigning var við suður- og suðaustur- ströndina en lítilsháttar snjókoma í öðrum landshlutum. Dagana 21.-22. var hiti 2° yfir með- allagi og austnorðaustlæg átt á landinu víða allhvöss um norðvestanvert landið. Lítilsháttar snjókoma var norðantil, en annars úrkomulítið. Aðfaranótt þ. 23. lægði og létti til víða um land. Hæðarhryggur þokaðist austur yfir landið en um kvöldið myndaðist lægð á vestanverðu Grænlandshafi og hreyfðist norðaustur á Grænlandssund. Úrkomusvæði fór norðaustur yfir land fyrri hluta dags þ. 24., en síðdegis kólnaði og gekk í hvassa vestanátt með éljum vestan- til. Hiti var 1° yfir meðallagi þ. 23, og 3° yfir því 24. og 1° undir því þ. 25. en þá var hvöss norðanátt og éljagangur norðan- og vestanlands. P. 26. var hiti 3° undir meðallagi og í fyrstu bjart veður og hægviðri. Sídegis þykknaði upp vestanlands með hægri suðlægri átt. Smá lægð myndaðist fyrir vestan land og var dálítil súld eða slydda vestantil. P. 27. nálgaðist djúp lægð landið úr suðvestri með suðaustanstrekkingi, rigningu og snjókomu um allt land. Um morguninn þ. 28. þokaðist úrkomusvæðið norður yfir landið og dró úr veðurhæðinni en vindátt var áfram suðaustlæg og voru víða él. P. 29. þokað- (17)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.