Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.11.1992, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.11.1992, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1992 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIB Á VEÐURSTOFUNNI Nóvember Tíðarfar var víðast talið þokkalegt en umhleypingasamt. Þ. 1.-3. var lægð við landið. Vindátt var breytileg og víða slyddaeða snjókoma. Hiti var2°undir meðallagi 1., 3° undir því 2. og 2° undir 3. og 4. Þ. 4. var vaxandi austanátt sunnanlands er hitaskil nálguðust úr suðri. Þ. 5. var austanátt hvöss við suðurströndina og rigning eða slydda. Lægð kom upp að Suðurlandi og var fyrir austan land 6. Vindur snerist til hvassrar norðanáttar. Talsverð rign- ing eða slydda var um allt land. Hiti var 1° yfir meðallagi 5.-7. Aðfaranótt 7. gekk norðanáttin niður en um hádegi var komin suðaustanátt og sunnanlands og vestan rigndi er leið á daginn. Lægð var suðvestur af landinu 7.-9. P. 8. var hvöss suðaustanátt og rigning, einkum sunnanlands. Kuldaskil fóru austur yfir landið og í kjölfarið var hægari suðvestan- átt með skúrum suðvestanlands. P. 9. var norðaustanátt og snjókoma á Vestfjörðum en suðaustanátt annars staðar. Á Suður- og Vesturlandi voru slyddu- eða snjójél. Norðaustanlands var þurrt. Hiti var 4° yfir meðallagi 8. og í meðallagi 9. P. 10. og 11. varhiti2°undirmeðallagiog4°undirþví 12. Þ. 10. hreyfðist lægðin austur og var fyrir austan land næsta dag. Vindur snerist til norðurs. Um norðan og austanvert landið var snjókoma eða slydda, mest á Austurlandi. P. 12. gekk norðanáttin niður víðast hvar en á norðausturhorninu var nokkuð hvöss norðvestan- átt ogskafrenningur. P. 13.-15. voru lægðir fyrir vestan land ogsuðlægar áttir. Norðaustanlands var lítil úrkoma en rigning eða slydda annars staðar. Hiti var 1° yfir meðallagi 13., 3° yfir því 14. og 2° yfir meðallagi 15. Þ. 16 var breytileg átt og slydda eða snjókoma er lægð fór austur með suðurströndinni. Hiti var 1° undir meðallagi 16., 2° undir því 17. og 18., 4°undir því 19. og5°undirmeðallagi 20. og21. sem voru köldustu dagar mánaðarins. Þ. 17.-20. voru aðgerðalitalar lægðir í grennd við landið. Vindátt var breytileg og slydda eða snjóél á víð og dreif. Þ. 21. var víða léttskýjað en þykknaði upp sunnanlands um kvöldið með aust- anátt. Þ. 22. var djúp lægð suðvestur af landinu og hvöss austanátt. Víða snjóaði eða ringdi, mest sunnanlands. Hiti var í meðallagi 22., og 2° yfir meðallagi 23. og 1° yfir því 24.-26. Að morgni 23. nálgaðist mjög djúp og kröpp lægð Suðausturland. Upp úr hádegi var norðaustan stormur eða rok um allt land með slyddu eða rigningu, mest á Austurlandi. Þ. 24. þokaðist lægðin í norður fyrir aust- an land. Vindur var norðlægður, stormur eða rok norðvestanlands en annar staðar lægði talsvert. Á Norður- og Austurlandi var snjókoma, slydda eða rigning en úrkomulítið sunnanlands. Þ. 25. fór önnur mjög djúp lægð norður yfir austanvert landið. Vindátt var breytileg, hvassviðri eða stormur vestanlands. A Norður- og Austurlandi var rigning en slydda eða snjókoma vestan- lands. Þ. 26. var lægðin við norðurströndina og vestan- eða suðvestanátt, nokkuð hvöss vestan- lands. Um allt land rigndi eða snjóaði, mest á norðanverðum Vestfjörðum. Þ. 27. voru lítilsháttar snjóél suðvestanlands. Hiti var 3° undir meðallagi 27. og í meðallagi 28. Þ. 28. var lægð vestur af landinu og úrkomusvæði fór norðaustur yfir land með suðaustan strekkingi og slyddu eða snjókomu en hægari sunnanátt og slydduéljum á eftir. Síðdegis snerist vindur aftur til suðausturs suðvestanlands með slyddu og síðan rigningu. Mjög djúp lægð var alllangt suðvestur af landinu 28.-30. Þ. 29. var suðaustan hvassviðri og rigning, einkum suðvestanlands. Sunnanlands var suðvestanátt og slydduél eða skúrir um kvöldið. Hiti var 5° yfir meðallagi 29. og var það hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. Þ. 30. grynntist lægðin en önnur lægð var fyrir norðaustan land. Vind- ur var norðaustlægur, en norðvestlægur norðaustanlands. Á Vestfjörðum var slydda eða snjókoma en rigning norðaustanlands. Hiti var 1° yfir meðallagi. Lofvœgi: var 14.2 mb undir meðaltali áranna 1931-60. Hæst stóð loftvog 1021,0 mb á Akurnesi þ. 7. kl 12, og lægst á sama stað 947,4 mb þ. 23. kl. 24. Vindar: Sunnan, suðaustan- og austanáttir voru algengari en meðaltalið 1971-80 en norðan- og norðaustanáttir fátíðari. Veðurhœð: náði 11 vindstigum í Æðey þ. 3., 6., 29. og 30., f Vm þ. 5., 11., 12., 15., 16. og2L, auk þessþ.8. á Hvrv, þ. 11. áTgh, þ. 12. áTghogNúpi, þ. 23. á Hæli, Vtns, Vík, Sðn, Mðrd, Sðnv, Bark og þ. 24. á Bark. Veðurhæð náði 12 vindstigum þ.22. í Vm (42,2m/s), þ.23. í Vm (37,6m/s), (81)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.