Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.06.1993, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.06.1993, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRATTAN 1993 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Júní Tíðarfar var firemur óhagstætt um norðan- og austanvert landið, en þar var bæði sólarlítið og fremur úrkomusamt. Þurrkar háðu gróðri hins vegar um suðvestan- og vestanvert landið lengi fram eftir mánuðinum. Víða var talsvert kal í túnum um norðanvert landið. Þ. 1. og 2. var hæg austan- og norðaustanátt. Skúrir voru síðdegis á Suðurlandi, en annars úrkomulítíð. Allmikil hæð var yfir Grænlandi, en lægð djúpt suður í hafi. Kalt var í veðri og var 1. kaldastí dagur mánaðarins að tiltölu. Þ. 3. nálgaðist lægðin, við suðurströndiná hvessti nokkuð og þá rigndi á Suðaustur- og Austurlandi. Skilasvæði lægðarinnar fór yfir aðfaranótt 4. og rigndi þá nokkuð um mestallt land. Lægðin þokaðist nú austur og var 5. og 6. fyrir austan land. Þá létti til syðra, en norðanlands var rigning og súld. Lægðasvæði var fyrir sunnan land, en hæð norður undan fram til 11. en þá breiddist hæðarhryggur úr norðri yfir landið. Þessa daga varð úrkomu vart á Suður- og Vesturlandi, en hún var þó varla teljandi víðast hvar. Á Norður- og Austurlandi var úrkoma meiri og stundum allmikil, einkum framan af tímabilinu. Sums staðar varð allhvasst 9. og 10. Dagana 11. - 16. var hæðarhryggur við landið og víðast hvar var úrkomulítið. Á Norðurlandi var oftast skýjað og hafátt. Fremur svalt var í veðri. Síðdegis 16. var grunn lægð fyrir sunnan land og olli nokkurri úrkomu suðaustanlands, en annars var úrkoma lítil og víða var alveg þurrt. Þ. 17. - 24. var vindátt breytileg og dálitlar lægðir og hæðarhryggir á sveimi við landið. Vindur var mjög hægur lengst af. Úrkoma var mjög óregluleg og sums staðar sáralítil. Þ. 18. var úrkoma helst suðaustanlands, 19. á Suðvesturlandi og norðaustanlands, 20. á Suðvestur- og Suðurlandi, aðfaranótt 22. á Norður- og Austurlandi og 23. suðaustanlands. Aðfaranótt 25. hvessti af austri við suðurströndina, er lægð nálgaðist úr suðri. Regnsvæði fór yfir landið 25. og var víða mikil úrkoma. Þ. 26. var lægðardrag yfir landinu. Sunnanlands var vestanátt með skúrum, en á Norður- og Austurlandi rigndi í austlægri átt. Þ. 27. nálgaðist lægð úr suðvestri og afgang mánaðarins var lægðasvæði á Grænlandshafi með ríkjandi suðaustanátt. Rigning var um mestallt land, helst var þurrt norðaustan lands. Hinn 28. var hlýjasti dagur mánaðarins að tiltölu. Loftvægi var 1,3 mb yfir meðallagi áranna 1931 -1960, frá 0,3 mb yfir í Rvk að 2,3 mb yfirá Vpn. Lægst stóð loftvog í Vmþ. 4.kl. 18,989,6mb, enhæstáHbvþ.10. kl. 24,1032,8 mb. Vindar: Norðaustan-, austan- og suðaustanáttir voru tíðari en að meðallagi 1971 -1980, en aðrar áttir að sama skapi fátíðari. (41)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.