Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.10.1994, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.10.1994, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRÁTTAN 1994 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Október Tíðarfar var talið gott nema sums staðar í útsveitum á Norðaustur- og Austurlandi þar sem tíð var talin óhagstæð sökum úrkomu. Þ. 1. - 3. var háþrýstisvæði í námunda við landið og vindur hægur. Lítils háttar rigndi vestanlands að morgni 1. og um kvöldið og aðfaranótt 2. voru smáél austanlands. Þ. 3. rigndi aftur dálítið vestanlands, er vindátt varð vestíægari og hæðin þokaðist suður fyrir land. Allmyndarleg lægð kom innáGrænlandshaf4. og5. Vindátt varð suðlæg og allhvöss víða. Þá rigndi um mestallt land. Ný lægð dýpkaði ört fyrir suðvestan land aðfaranótt 6. og fór síðan yfir landið. Víða varð mjög hvasst og rigning var um land allt. Þ. 7. var hæg norðanátt, dálítil él nyrðra, en bjart veður syðra framan af degi, en síðdegis olli smálægð á austurleið rigningu eða slyddu sunnanlands. Þ. 8. var dáh'till hæðarhryggur yfir landinu og víðast hvar var úrkomulítið nema norðaustanlands voru talsverð él. Aðfaranótt 9. snerist vindur til suðausturs og þá rigndi um mestallt land. Lægð var suðvestur af landinu og fór hún norðaustur við Vestfirði þá um daginn og vindur snerist til suðvesturs og vesturs og veður kólnaði. Þ. 10. þokaðist lægðardrag austur um landið. Þá voru skúrir sunnanlands og dálítil él nyrðra. Um hádegi 11. var vaxandi lægð á Grænlandshafi, vindur snerist til suðurs og síðar suðvesturs með rigningu um land allt, er lægðin fór til austurs fyrir norðan land. önnur lægð fór svipaða leið 12. Hlýtt var í veðri. Að morgni 13. var mjög skarpt lægðardrag yfir landinu. Kl. 9 var t.d. 11° hiti á Akureyri, en ekki nema 1° á Sauðanesvita. Mikið úrfelli var við norðurströndina. Síðdegis var komin hæg norðaustlæg átt um mestallt land. Smám saman stytti upp syðra, en norðanlands voru dálítilél. Næstu daga, fram yfir miðjan dag 16., var vindur hægur. Dálítil él voru öðru hvoru norðaustan- og austanlands, en annars að mestu þurrt og bjart veður. Mjög kalt var í veðri. Undir kvöld 16. var vaxandi austanátt, fyrst sunnanlands, með hlýnandi veðri. Þ. 17. var allhvöss austanátt og víða rigning sunnanlands, en enn hélst frost fyrir norðan. Aðfaranótt 18. náði hlákan um land allt og mikið rigndi austanlands. Mikil lægð var vestur af írlandi, en hæð fyrir norðan land. Dagana 19. og 20. var austiæg átt, en síðan snerist vindur meir til norðausturs. Úrkoma var um land allt fram á 23., en þá fór að létta til sunnanlands. Hæð var yfir Grænlandi, en mikið lægðasvæði fyrir sunnan land og síðar yfir Bretlandseyjum. Smám saman dró úr norðaustanáttinni fram til 27. Þ. 25. rigndi dálítið vestanlands, en annars var þar lengst af bjart veður. Nyrðra var ýmist rigningarhraglandi eða slydda. Þ. 27. til 29. var dálítið lægðardrag við Suður- og Vesturland. Sums staðar voru þar smáskúrir eða slydduél. Norðaustanlands var hæg austan- og norðaustanátt með slydduéljum. Þ. 30. og 31. varð vindur aftur ákveðnari af norðaustri. Rigning eða slydda en síðan snjókoma var með köflum í flestum landshlutum. Loftvægi var 4,0 mb yfir meðallagi áranna 1931-1960, frá 4,8 mb í Sth að 3,0 mb á Kbkl. Hæst stóð loftvog á Grst þ. 16. kl. 9, 1041,3 mb, en lægst í Vm þ. 6. kl. 9, 952,9 mb. Vindáttir: Norðan- og norðaustanáttir voru talsvert tíðari en að meðaltali á árunum 1971-80, en aðrar áttir að sama skapi fátíðari. Vindhraði náði 12 vindstigum í Æðey (32,9 m/s) og í Vm (35,5 m/s) þ. 6. og í Vm (32,9 m/s) þ. 18. (73)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.