Veðráttan

Árgangur

Veðráttan - 01.11.1994, Blaðsíða 1

Veðráttan - 01.11.1994, Blaðsíða 1
ISSN 0258-3836 VEÐRATTAN 1994 MÁNAÐARYFIRLIT SAMIÐ Á VEÐURSTOFU ÍSLANDS Nóvember Sums staðar við norðausturströndina var talin fremur óhagstæð tíð, en annars þótti tíðarfar nokkuð hagstætt sérstaklega framan af mánuðinum. Þ. 1. var dálítið lægðardrag að þokast austuraf landinu. Á Norðurlandi snjóaði, en suðvestanlands var bjart veður. Aðfaranótt 2. var lægð fyrir sunnan land og víða var strekkingsvindur af austri. Víðast hlánaði nema inn til landsins. Úrkoma var um mestallt land, ýmist rigning, slydda eða snjókoma. Þ. 3. var lægðin við suðausturströndina og 4. fyrir austan land. Vindur snerist meira til norðurs og dálítið kólnaði. Sunnan lands létti til, en nyrðra voru él eða slydda. Þ. 5. var hæð fyrir norðan land. Dálítil él voru austanlands, en annars var þurrt að kalla. Síðdegis 6. kom regnsvæði úr suðaustri og gætti þess um mestallt landið. Á láglendi hlánaði og mikið rigndi eystra. Dagana 7. til 12. var ýmist austan- eða norðaustanátt. Lægðir voru suður í hafi, en hæð yfir Grænlandi og fyrir norðan land. Þessa daga var lengst af þurrt suðvestanlands og síðari dagana einnig um mestallt vestan- og norðanvert landið, en oftast voru skúrir eða slydduél eystra. Mjög hlýtt var fyrstu dagana, en síðan kólnaði niður í meðallag. Aðfaranótt 13. þrengdi lægðasvæðið í suðri sér nær. Þá hlýnaði aftur og úrkomu varð vart um mestallt land, síst þó suðvestanlands. Lægðir fóru norðaustur milli íslands og Færeyja 13. og 14. Vindur varð norðlægur með snjókomu nyrðra, en syðra létti til. Það kólnaði nokkuð. Þ. 15. til 17. var hægviðri. Dálítil él voru fyrir norðan og austan. Þ. 18. var vaxandi austanátt og hlánaði sunnanlands. Þ. 19. var mjög kröpp lægð á leið norður með Austurlandi og olli hún rigningu um mikinn hluta landsins og illviðri austanlands. Síðdegis var lægðin við Norðausturland. Þá var vestanátt með skúrum á Suðurlandi og úrkomulitlu á Norðaustur- og Austurlandi, en norðaustanátt hélst á Vestfjörðum. Aðfaranótt 20. breiddist norðanátt yfir land allt, en vindur gekk smám saman niður. Þá voru él fyrir norðan, en úrkomulítið syðra. Að kvöldi 20. kom djúp lægð inn á Grænlandshaf og olli suðaustan hvassviðri með slyddu og síðar rigningu um mestallt land. Fyrir miðjan dag snerist vindur til suðvesturs. Víða var allhvasst. Skúrir voru á Suður- og Vesturlandi, en norðaustanlands létti til. Þ. 22. og 23. hélst suðvestan- og vestanátt. Það kólnaði og gerði él vestanlands og við norðurströndina, en austanlands var léttskýjað. Þ. 24. gerði hlýja suðvestanátt um land allt. Súld var vestanlands, en þurrt var á Norðaustur- og Austurlandi. Aðfaranótt 26. kom mjög djúp og kröpp lægð inn á Grænlandshaf úr suðvestri. Fyrst gerði suðaustan hvassviðri um mestallt land, en síðan snerist vindur í hvassa suðvestanátt með skúrum á Suður- og Vesturlandi. Lægðin grynntist verulega aðfaranótt 27., en þann dag fór kröpp smálægð hratt yfir Suðausturland. Á Suður- og Vesturlandi voru slydduél, en þurrt að kalla eystra. Minnkandi suðvestanátt var fram á miðjan dag 28., en þá kom ný lægð úr suðvestri upp að landinu. Mjög mikið rigndi á Suður- og Vesturlandi í sunnan hvassviðri og hlýindum. Um miðjan dag 29. var lægðin við Vestfirði og vindur snerist í fremur hæga suðvestanátt og kólnaði. Lægðabylgja fór norður með Austurlandi aðfaranótt 30. og olli rigningu þar, en snjókomu norðaustanlands. Vestanlands var hægviðri og víða dálítil él. (81)

x

Veðráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðráttan
https://timarit.is/publication/278

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.